Skrambs ...

FermingarveislaVaknaði seint og illa í morgun ... kl. 11.31 við slappleika, hausverk, nýjan og spennandi hósta og sitt af hverju. Ætlunin hafði verið að taka strætó kl. 11.41 frá Akranesi og mæta í tvær fermingarveislur kl. 13 hjá elsku Söru og elsku Nóa. Tíu mínútur hafa nægt mér suma morgna en páskaeggjaát og slappleiki gerir mann líklega svifaseinni.

Úttroðin umslög af peningum handa fermingarbörnunum verða bara afhent síðar. Hefði þó drifið mig með erfðaprinsinum sem einkabílstjóra en hann treystir ekki bílnum í það, segir hann ekki vera í nógu góðu lagi og svo verði líka klikkuð umferð. Þótt ég veifaði gulli og gersemum hafði það engin áhrif. Það hrímar ögn í himnaríki fyrir vikið.

Næsti strætó fer ekki fyrr en um kaffileytið en þá verða veislurnar búnar. Æ, fólk lætur oft eins og það þurfi að afplána fermingarveislur sem einhvern hrylling en ég var búin að hlakka heilmikið til, mjög góðar vinkonur mínar sem ferma og fermingarbörnin í algjöru uppáhaldi. Skrambans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Láttu þér batna sem fyrst elskuleg, gott að vera heima og hvíla sig, svo verður brjáluð umferð og allt í voða.  Tanny 

Ásdís Sigurðardóttir, 24.3.2008 kl. 12:52

2 Smámynd: Rebbý

bévítans vesen er þetta - en betra er seint en aldrei svo bara um að gera að skella sér í afgangana.
vona að heilsan sé svo ekki að versna

Rebbý, 24.3.2008 kl. 13:06

3 Smámynd: Ragnheiður

Láttu þér bara batna og afhentu gjafir seinna...Verst að missa af kræsingunum.

Ég held að svona þvælingur framúr á ókristilegum tíma til að horfa á formúlu sé ekki að gera sig. Páskaeggjaát er kapítuli útaf fyrir sig

Ragnheiður , 24.3.2008 kl. 13:44

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvurlags eiginlega svefn er þetta manneskja, langt fram eftir degi? Eða var kannski verið að slóra fram eftir morgni við að horfa á Feit og Fjörug?

Fermingarveislur eru afplánun dauðans.

Góðan dag, annars.

Þröstur Unnar, 24.3.2008 kl. 14:30

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi ég er hrædd um að þú sért komin með flensuna vondu. Láttu þér batna Gurrí mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.3.2008 kl. 14:33

6 identicon

Fáðu þér Kjúklingasushi, þú hressist af því. Kjúklingasushi er líka mjög megrandi.

Þú bara tekur kjúklingabringu og skerð í teninga og borðar hrátt.

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 14:59

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Vertu bara góð við sjálfa þig, og pakkaðu þér ofaní rúm og fáðu erfðaprinsinn til að stjana í kringum þig, svo þér batni fljótt.  Því þetta er ljót og erfið flensa sem þú getur átt lengi í, ef þú ferð ekki  vel með þig.  Góðan bata.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 24.3.2008 kl. 15:51

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Farðu ferlega vel með þig.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.3.2008 kl. 16:47

9 identicon

Gurrí mín,

Hver á þetta eiginlega að vera á forsíðu krossgátu - Vikunnar?? Hér er veðmál í gangi ...

Er þetta frú krossgáta? Eða kannski verðlaun síðasta vinningshafa, hum?!

 Páskakveðjur úr borginni

Hrund (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 18:16

10 identicon

Æi góðan bata.Senduru meilið fyrir mig?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 20:06

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

& ég sem í sjálfhverfu minni hélt að ég væri íslandsmeistari í vel brúkandi virkandi afsökunum til að ná að sleppa flestöllum fermíngarveislum.

Nú lýt ég mínu blogghöfði í auðmýkt fyrir mér meiri meistara.

Steingrímur Helgason, 24.3.2008 kl. 20:07

12 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Góðan bata krúttið mitt!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.3.2008 kl. 20:08

13 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

So sad to not have you there..Ég veit ekkert hvað ég á að gera við alla afgangana..var búin að reikna með þér sko!!!

Vona að þér batni sem fyrst svo þú getir skutlað umslaginu sem er troðfullt af péningum í bæinn

Elsku Gurrí mín góð fermingarveisla hefði verið betri með þér innnanborðs...Sjáumst vonandi sem fyrst.

Knús og kremjur!! 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.3.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 214
  • Sl. sólarhring: 293
  • Sl. viku: 906
  • Frá upphafi: 1505913

Annað

  • Innlit í dag: 173
  • Innlit sl. viku: 739
  • Gestir í dag: 166
  • IP-tölur í dag: 160

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband