Möndlugjöf og allt ...

JólamaturSyfjan mikla skall yfir um hádegisbil. Held ég leggi ekki framar á mig svona formúluvakn nema með almennilegum undirbúningi, góðum vítamínkúr og slíku. Líklega hefði dagurinn í dag farið í eintómt dorm ef ekki hefði verið fyrir matarboð til Hildu í Kópavog í kvöld en á borðum hjá henni var sannkallaður jólamatur. Meira að segja var möndlugjöf sem ég var svo heppin að fá. Frábært að fá meira nammi á heimilið ... After Eight og svo var líka páskaskraut.

Næsta föstudag á Davíð frændi afmæli og það sama kvöld keppa Akranes og Kópavogur í Útsvari. Hilda elskar Kópavog sinn þótt alin sé upp á Skaganum og á í mikilli tilvistarkreppu ... Mamma ætlar að gera sitt besta með því að mæta í sjónvarpssal, enn og aftur í gulu blússunni sinni sem hefur tryggt okkur Skagamönnum sigur síðustu tvö skiptin. Vona að hún hafi ekki þvegið hana. Það verður barist til síðasta blóðdropa í átta liða úrslitunum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Verð að viðurkenna að hér eru 2/3 páskaeggjaeignar heimilisins eftir. Okkur tókst að ljúka einu eggi saman, ekki stóru. Fer ekki bara annar í páskum í þetta? heheheh

Guðríður Haraldsdóttir, 23.3.2008 kl. 22:24

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Góður á jafnan góðs von, sagði málshátturinn.

Guðríður Haraldsdóttir, 23.3.2008 kl. 23:36

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér er nóg eftir og verður svo næstu daga, það er ekki hægt að massa þessu í sig í hvelli.  Sofðu vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.3.2008 kl. 23:40

4 Smámynd: Ragnheiður

Er þessi mynd af rétti á matseðli Hildu ?

Ég held með Skaganum ......úha úha

Sofðu rétt, það ætla ég að gera

Ragnheiður , 24.3.2008 kl. 00:26

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Vá hvað ég skil hana, ég get ekki gert upp við mig hvort að ég haldi með Kópavogi eða Akranesi.  Var uppá Skaga um síðustu helgi í blíðskaparveðri og sýndi 7. ára  ömmustelpunni minni hvar ég fæddist og hvar ég ólst upp og hvar ég lærði að synda, Langasand, bryggjuna þar sem amma lá með færið sitt,  og svo sýndi ég henni, æskuheimili mitt, sem mér hafði alltaf fundist vera "höll", í draumum mínum.  Og viti menn,  hún staðfesti að húsið hlyti að vera höll, enda var verðlaunaskjöldur á húsinu, verðlaun fyrir fegurð og fallegt viðhald.  Oh, hvað ég var stolt. -  En henni fannst, að það þyrfti, að laga "Bíóhöllina" svo hún stæði undir nafni eins og hin höllin. Og ég er sammála henni.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 24.3.2008 kl. 03:32

6 identicon

Ég hef á tilfinningunni að undir mörgum samnefnum sé eiginlega bara ein sál AA. Eða eru til margar mismunandi?

KátaLína (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 06:26

7 Smámynd: Rebbý

girnilegur aðalrétturinn af myndinni að dæma - bara fjarlægja eplið svo hann verði fríðari

Rebbý, 24.3.2008 kl. 11:04

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mikið skelfing sem ég skal halda mig við sjónvarpið á n.k. föstudag.  Í gula bangsagallanum.  Ójá.  Þið takið þetta.  Hef ekki lengur taugar í Kópavog þó gott sé að búa þar skv. einhverjum manni.  Frusssssssssssssssssssssssss

Knús

páskar

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2008 kl. 12:00

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég hlakka svo til,  éég hlakk-a svo ti-l... hvað kemur svo?

Ég er að deyja mér finnst þetta svo spennó! Knúsalús á þig!

Edda Agnarsdóttir, 24.3.2008 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 409
  • Sl. viku: 2260
  • Frá upphafi: 1456556

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 1891
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband