Nýr strætóbílstjóri og nýtt bold ...

Sigþóra og hlæjandi farþegarnirLagði ekki í plokkfiskinn í hádeginu ... Heyrði samt fólk í kringum mig segja hann ágætan. Var samferða Sigþóru heim í fjögurstrætó. Undir stýri var enginn Gummi, heldur nýr og bara sæmilega útlítandi bílstjóri á óræðum aldri. Miðað við skólastrákinn minn sem reyndist vera rígfullorðinn afi á aldur við mig segi ég bara að hann sé á aldrinum 30-50 ára. Hann keyrði nokkrum sentimetrum of langt á Garðabrautinni þannig að fegurð hans minnkaði ögn í huga okkar Hlina. Sigþóra fékk hláturskast í strætó. Stelpan fyrir aftan okkur lét símann sinn hringja endalaust og hringingin var barnshlátur, afar smitandi nema fyrir lífsreyndar konur eins og mig sem afplána þennan hlátur í símum í vinnunni á hverjum degi. Ég sneri mér við og bað ungu stúlkuna vinsamlegast að hætta þessu svo ég fengi frið til að lesa. Fúl á móti? Nei, ég var bara að stríða henni. Hún hafði ógurlega gaman að viðbrögðum Sigþóru sem hristist öll. Það þarf svo sem ekki mikið til að koma henni til að hlæja. Bókin sem ég er að lesa heitir Jaðiaugað og er spennubók. Hún er rosalega skemmtileg, samt er spennan ekki enn hafin, enda er ég rétt byrjuð á henni.  

Ridge og BrookeNick er að fara yfir um af afbrýðisemi út í hálfbróður sinn, Ridge. Honum finnst Brooke gefa Ridge loðin skilaboð og hreinlega æsa hann upp í viðreynslu. Þegar Brooke kemur inn á skrifstofuna sér hún að Nick hamast á málverki af Ridge og tætir það í sig með fótunum, mögulega málverk eftir Da Vinci. Nick fölnar svo þegar hann kemst að því að fyrrverandi kærasta hans og núverandi tilvonandi stjúpdóttir, Bridget, er skotin í Dante sem lenti í því þarna um daginn í fráhvarfi að biðja Feliciu sem tekur því svo vel ... og hratt. Stefanía er hætt við að reyna að senda hann sem útlendingsræfil úr landi og býður hann velkominn í fjölskylduna. Carlos, frændi Dante, horfir ástríðufullum augum á Bridget og segir með ítölskum pastahreimi: „Þú ert ekki hamingjusöm!“ BridgetBridget lætur sig hverfa, alveg í rusli. Stefanía tekur eftir því og líka þegar Bridget og Dante láta sig hverfa saman nokkru síðar til að tala um vonlausa ástina sem þau bera hvort til annars. Þau kyssast og láta sig hverfa inn í geymslu.

Fyrir þá sem ekki vita þá eru Bridget og Felicia hálfsystur. Felicia fær flott brúðarslör, Feneyjablúndu, frá tengdó og sjokkerar þau þegar hún spyr hvort hún megi ekki láta lita það svart ... í stíl við brúðarkjólinn sem pabbi hennar er að hanna og láta sauma. Stefanía varar Dante við en hann lætur ekki segjast, hann vill opinbera trúlofun sína og Bridgetar í þessari trúlofunarveislu hans og Feliciu. Bridget má ekki heyra á það minnst. Ridge sendir Brooke blautleg skilaboð, mynd af nærfatalínunni sem hún mun líklega sitja fyrir í og segist hlakka til mátunarinnar. Já, og Bridget verður brúðarmær í brúðkaupi Feliciu og Dante, mannsins sem hún elskar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Djísús, inni í geymslu. Þoli varla spennuna. Meira, meira, meira.

Þröstur Unnar, 25.3.2008 kl. 18:19

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Rosalega er Bridget eitthvað glæsikvendisleg á þessari mynd...  Og Ridge og Brooke bara komin í klassísku línuna með hatta og alles...  

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.3.2008 kl. 19:01

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.3.2008 kl. 19:07

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég held að það sé skemmtilegra að Boldinu sem prentuðu máli hjá þér frekar en í mynd  Big Hug

Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 19:28

5 Smámynd: Tiger

 Þokkalega miklar flækjur alltaf í þessari fjölskyldudrama í boldheimum.. en gaman að fá smá innsýn þangað hjá þér. Knús inn í vinnuvikuna þína Gurrí mín..

Tiger, 25.3.2008 kl. 21:17

6 identicon

ég er orðlaus eftir boldið

Hulda (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 21:23

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ofsalega eru þetta glaðir farþegar.  Það á að setja þessa mynd á auglýsingaspjald fyrir Strætó b/s.

Hvaða bold eru allir að tala um?

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2008 kl. 23:08

8 identicon

Strætó og Bold.,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,enn og aftur,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,ritstífla ????

jensen (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 23:27

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jensen minn, bold og strætó er lif mitt, allt annað er bara hjóm! Vissi ekki að þér leiddist strætó og bold.

Jenný, góða fólkið af google.com yrði örugglega mjög ánægt með að auglýsa fyrir strætó ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.3.2008 kl. 23:47

10 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Frábært

Marta B Helgadóttir, 26.3.2008 kl. 00:17

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Aumingja Bridget, skyldi henni takast að komast í gegnum þetta, ég er ekki viss!!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.3.2008 kl. 01:42

12 identicon

Æi takk Gurrí mín. Gleðst alltaf yfir smá Bolding fréttum og nú ertu búin að spara mér áskrift að stöð 2 í .. ja ansi langann tima. Hefurðu eitthvað frétt af Amber???

kikka (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 09:46

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það hefur ekkert frést af Amber, ekki síðan hún bjargaði Ridge minnislausum úr klónum á rauðhærða kvendinu, var það fyrir eða eftir þegar hann komst að því að Bridget var ekki blóðskyld honum (systir) og þau fóru aðeins að dillast saman? Amber ætlaði að sanna eitthvað, man ekki af hverju ... og var rétt búin að drepa þau. Jammm.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.3.2008 kl. 09:52

14 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Alltaf gaman að fá svona strætósögur, vildi gjarna hafa þær BOLD-LETRAÐAR

Kjartan Pálmarsson, 26.3.2008 kl. 10:05

15 Smámynd: Vertu með á nótunum

Vertu með á nótunum, 26.3.2008 kl. 10:14

16 identicon

Fín mynd af Marlene!

Hún er ábyggilega að segja: Komm, Liebling komm. [ARGRGRGRGRGRrrrr).

Obersturmbahnführer Guðmundur (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 13:25

17 Smámynd: gua

Ég öfunda þig að geta lesið í strætó, ef ég svo mikið sem sé bók þá æli ég.

gua, 26.3.2008 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 166
  • Sl. viku: 659
  • Frá upphafi: 1505950

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 530
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband