Tilgangur lífsins

Beygla a la SkrúðgarðurÞegar ég lá í forhitun á bekknum hjá Betu sjúkraþjálfara í hádeginu fór ég að hugleiða tilgang lífsins. Margt kom upp í hugann og eftir það sem gerðist hálftíma seinna er ég fullviss um að ég sé óorðna hluti, sé svona sjáandi. Ég hugsaði með mér að fyrst það væri miðvikudagur væri góða sveppasúpan örugglega ekki á Skrúðgarðinum. Það var eins og við manninn mælt ... á boðstólum var tær grænmetissúpa með pasta. Stundum kem ég sjálfri mér svo dásamlega á óvart. Leikarar í hvíldKeypti bara salat hjá Maríu þegar hún var búin að útbúa girnilega beyglu fyrir einn gestinn og skamma mig fyrir að hafa ekki komið í sveppasúpuna í gær. Hún er að hugsa um að breyta nafninu á kaffidrykknum mínum, sem hét fyrst Kaffi Gurrí (tvöfaldur latte, ekki sjóðandi heitur) úr Íslensk kjötsúpa (sem er stríðni í henni af því ég nöldraði svo yfir kjötsúpunni sl. sumar) í eitthvað annað sem hæfir betur. Hugsa að enginn hafi haft lyst á því að panta sér kaffidrykkinn Íslenska kjötsúpu ... múahahahahaha!

Ætli eigi að fara að taka upp Birds II hérna við Langasandinn? Mjög mikill fjöldi leikara hefur flogið hér í kring og nú í augnablikinu virðist vera pása, þeir sitja alla vega á sjónum í afslöppun. Það væri nú stuð.

SumarbúðakrakkarNú styttist í að elsku sumarbúðirnar hennar Hildu systur fari á fullt ról. Skráning byrjar 1. apríl. Mér finnst líklegt að erfðaprinsinn verði duglegur að skutla mömmu sinni á Kleppjárnsreyki um helgar í sumar þar sem strætó gengur ekki þangað. Það er alltaf nóg að gera á skrifstofunni. Ég var dugleg að fara norður þegar sumarbúðirnar voru í Hrútafirði en það er náttúrlega bara snilld að hafa þær í Borgarfirðinum.  www.sumarbudir.is

Jæja, það er nóg að gera, ein grein búin og önnur langt komin. Langar að klára sem allra mest í dag, það er svo miklu meiri friður hérna heima. Stöku mjálm í köttum og erfðaprinsi og það truflar ekkert. Ég er eins og ný manneskja eftir meðhöndlun Betu, synd að þurfa að sitja svona við tölvuna í stað þess að hlaupa upp um fjöll og fiðrildi ... eins og maðurinn sagði um árið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Persónulega finnst mér að Skrúðgarðsfólkið (Ísfólkið) ætti að setja upp matar- og kaffiseðil samkvæmt óskum þínum.  Betra að hafa manneskju með smekk (what??) í svoleiðis málum.  Vertu dugleg að skrifa - svona svo ég hafi eitthvað skemmtilegt að lesa í næstu Viku.  Hvað? Ég eigingjörn?   Not!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 26.3.2008 kl. 15:20

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Orð þín eru mér lög, frú Ingibjörg :) Held áfram af fullum krafti. Kem hinu til Maríu, múahahhahaha

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.3.2008 kl. 15:30

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er virkilega að koma sumar aftur og þú að hefja þín helgarferðalög í búðirnar?  Eins og það hafi verið í gær frú Guðríður, sem þú endasentist með rútum og alles til Hildu.  Og enn bíð ég eftir endanum í Harry Potter sem þú lofaðir mér einn sólríkan dag í ágúst s.l.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2008 kl. 16:13

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Vá, eru sumarbúðirnar að byrja, rosalega líður tíminn hratt. Úlli minn er frekar svekktur að vera orðinn of gamall til að fara. Hann elskar Ævintýraland og allt og alla sem því tilheyra.

Helga Magnúsdóttir, 26.3.2008 kl. 16:28

5 Smámynd: Brynja skordal

Góðar súpurnar hjá henni í skúrðgarðinum og tvöfaldur latte bestur en ekki fengið kjötsúpu þar en vonandi hitti ég á kjötsúpuna þar einhvern tíman

Brynja skordal, 26.3.2008 kl. 17:17

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sumarbúðir váá, kannski verða sumarbúðir fyrir aldraða þegar ég kemst á elli aldurinn. Ég sendi dóttir mína á tölvusumarbúðir upp í Borgarfirði árið 1986, hún var þá 8 ára hún er enn að dást af framsýni móður sinnar.  Hún er núna kerfisfræðingur, tölvunarfræðingur og eitthvað fleira svoleiðs búin í hljóðverkfræði og vinnur í hugbúnaðardeild Landsbankans í London, ekki slæmur afrakstur.  Þetta þótti framúrstefna á sínum tíma.  Knús til þín sæta mín  Girl 5

Ásdís Sigurðardóttir, 26.3.2008 kl. 20:06

7 identicon

Er ekki Útsvarskeppnin á fóstudag?????  Við  bæinn sem er sagt að,gott sé að búa.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 22:16

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Júmms, það verður Útsvar á föstudaginn og jú, keppni við bæinn "góða" ...

Ásdís, þú hefur verið meiriháttar framsýn, frábær mamma!!!

Vona að þú hittir bráðum á kjötsúpu, Brynja, bara ekki á þriðjudegi, plís ...

Já, Helga og Jenný, sumarbúðirnar fara sko að hefjast ... þessar dúllur ... Og Jenný, HPotter endaði dásamlega vel, skal fara nákvæmlega yfir söguþráðinn þegar þú kemur í kaffi í himnaríki, elskan.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.3.2008 kl. 22:26

9 identicon

Viðverukvitt.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 06:03

10 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Gaman að lesa skrifin þín Girl 2

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 27.3.2008 kl. 08:27

11 Smámynd: www.zordis.com

Girnileg kringla og ekkert til að maula á mínu heimili!  En það er engu að síður jákvætt á sinn hátt!

Byrja sumarbúðirnar 1.apríl eða ertu að gabba okkur?

www.zordis.com, 27.3.2008 kl. 08:40

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, nei, Zordís mín, skráning hefst 1. apríl, sumarbúðirnar byrja snemma í júní (sjá www.sumarbudir.is). Ætlaði ekki að sjokkera þig, elskan. Til hamingju með sýninguna, leitt að hafa ekki komist. Það fer að verða möst að eiga bíl í svona tilfellum, bíll erfðaprinsins kemst ekki langt, einhver smábilun í honum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.3.2008 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 41
  • Sl. sólarhring: 97
  • Sl. viku: 679
  • Frá upphafi: 1505970

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 546
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband