27.3.2008 | 18:08
Hátíð í bæ
Dagurinn í dag hefur verið svo mikið hátíðis-eitthvað. Strætó 27B var í hátíðarútgáfu í morgun, mjög flottur með skrifborð fyrir framan fremstu sætin (pláss fyrir kaffibolla) og þriggja punkta öryggisbelti. Allir voru í hátíðarskapi í vinnunni. Sannkallaður hátíðamatur var á boðstólum í mötuneytinu, flottur steinbítur, vel kryddaður með brúnni sósu og steiktum kartöflum og rosagott grænmetisbuff líka. Inga kom á flotta bílnum sínum upp úr fjögur og við komum við í bakaríi og keyptum gott kaffi og meððí því við vorum á góðum tíma.
Leið 27A kom svo í hátíðarútgáfu í Háholtið með jafnvel enn flottara skrifborð fyrir framan fremstu sætin, en bara tveggja punkta belti. Kiddi bílstjóri var hátíðlegur að vanda og ók eins og það væru jólin. Ég stalst á leiðinni til að kíkja í handrit að bók sem ég var beðin um að lesa yfir og var satt að segja ansi hrifin af fyrstu fimm köflunum sem ég náði að lesa við skrifborðið. Ætlaði að geyma mér þetta til helgarinnar. Í Hvalfjarðargöngunum tilheyrir bara að lygna aftur augunum í myrkrinu, en það hefði satt að segja ekki komið mér á óvart miðað við þennan dag þótt Kiddi hefði kveikt á seríum eða tendrað kertaljós. Svo er hægt að hlakka til að borða steiktan fisk í kvöld a la erfðaprins en fiskátið verður líklega eini undirbúningurinn fyrir Útsvar eins og vanalega.
Boldið var auðvitað hátíðlegt, tískusýning á nýjustu kossa- og undirfatalínu Brooke. Nú geta karlmenn nagað sig í handarbökin fyrir að horfa ekki á boldið og kroppasýninguna sem fór þar fram. Þeir verða að láta sér nægja Victoria Secret-bæklinginn, greyin. Ridge segir spámannslega við móður sína, Stefaníu: Samband Brooke og Nicks er við það að splundrast. Hann ætlar nefnilega að kyssa hana djarflega í lok tískusýningarinnar og ná þar með taki á hjarta hennar. Ég mun missa af því þegar honum mistekst það (hint) þar sem ég verð upptekin við annað á morgun.
Hlakka til að horfa á Hæðina í kvöld og svo ... ef ég get haldið mér vakandi, Önnu Pihl, þáttinn um dönsku lögreglukonuna knáu. Missti alltaf af þessum þáttum í fyrra en nú eru þeir endursýndir um miðja nótt á fimmtudagskvöldum, eða frekar mikið seint!
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 55
- Sl. viku: 634
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 512
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Takk fyrir bloggvináttuna Búin að fylgjast vel med skemmtilegum skrifum þínum og held audvitað áfram
leyla, 27.3.2008 kl. 18:38
Það er ekki eðlilegt hvað þú ert góð í stafsetningu og þeir sem eru góðir í henni eru oftast góðir í einhverju öðru. Þú klikkar ekki annað kveld.
Steini Briem (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 18:55
Er boðið uppá kaffi í leið 27
Sigurbrandur Jakobsson, 27.3.2008 kl. 19:46
Þið ástkæru bloggvinir Gurrýar.Vitiði hvað hún var að gera í morgun í strætó 27???? Sá ekki annað en að hún stæði aftan við þann nýja bílstjórann sem henni leist svo asskoti vel á og væri að nuddann,,,,,,,segi ekki meir,betra að hún útskýri sjálf hvað var í gangi.. ekki satt Gurrý.En takið svo flugeldamanninn og fylgifiska hans og skjótið þeim ref fyrir rass.Kveðja
Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 21:42
Halldór minn, Halldór minn. Bloggvinirnir halda að ég sé siðprúð kona. Annað: Mér líst vel á ALLA bílstjórana og finnst þeir hver öðrum indælli og sætari. Er bara að reyna að koma mér vel við þann nýja til að þurfa ekki að sýna græna kortið nema í c.a. annað hvert skipti ...
Jú, Sigurbrandur, það er espressóvél um borð í öllum Skagastrætisvögnum. Eða væri ef fólkið sem réði væri svolítið framsýnt og vildi vel vakandi og hressa farþega!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.3.2008 kl. 21:56
Og expressó-ið tryggir líka mjög mjúkan og holulausan akstursstíl og Hvalfjarðargöngin eru ekki mjög brött heldur, því þá myndi hellast úr bollunum, eða er þetta kannski skothelt takaway? Sem minnir mig á sjöunda lögmál Murphy's: Þegar kaffi er borið fram í flugvélum kemur ókyrrð í lofti. Ergo: Það að bera fram kaffi VELDUR ókyrrð í lofti! (Hafa þeir aldrei fattað þetta með takaway kaffimálin?
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.3.2008 kl. 23:16
Það er aldeilis dekrað við þig í strætó! Maður fer nú bara að velta því fyrir sér hvort það væri ekki góð hugmynd að flytja á Skagann. En þá þarf maður að vakna svo snemma. Æ, þetta er svo flókið líf.
Helga Magnúsdóttir, 27.3.2008 kl. 23:17
Fer nú að vera með kíkir í glugganum þegar strætó brunar hér framm hjá á innnesveginum í morunsárið
Brynja skordal, 27.3.2008 kl. 23:35
Gleðilega hátíð.
Og mundu að fyrsta hugsun er sú rétta, nú annars getur þú bara sýnt þína íðilfögru og löngu leggi undan borðinu og veifað "júhú" að dómaranum.
Ólöf Anna , 28.3.2008 kl. 03:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.