Hátíð í bæ

HátíðarstrætóDagurinn í dag hefur verið svo mikið hátíðis-eitthvað. Strætó 27B var í hátíðarútgáfu í morgun, mjög flottur með skrifborð fyrir framan fremstu sætin (pláss fyrir kaffibolla) og þriggja punkta öryggisbelti. Allir voru í hátíðarskapi í vinnunni. Sannkallaður hátíðamatur var á boðstólum í mötuneytinu, flottur steinbítur, vel kryddaður með brúnni sósu og steiktum kartöflum og rosagott grænmetisbuff líka. Inga kom á flotta bílnum sínum upp úr fjögur og við komum við í bakaríi og keyptum gott kaffi og meððí því við vorum á góðum tíma.

Jólaljós í strætóLeið 27A kom svo í hátíðarútgáfu í Háholtið með jafnvel enn flottara skrifborð fyrir framan fremstu sætin, en bara tveggja punkta belti. Kiddi bílstjóri var hátíðlegur að vanda og ók eins og það væru jólin. Ég stalst á leiðinni til að kíkja í handrit að bók sem ég var beðin um að lesa yfir og var satt að segja ansi hrifin af fyrstu fimm köflunum sem ég náði að lesa við skrifborðið. Ætlaði að geyma mér þetta til helgarinnar. Í Hvalfjarðargöngunum tilheyrir bara að lygna aftur augunum í myrkrinu, en það hefði satt að segja ekki komið mér á óvart miðað við þennan dag þótt Kiddi hefði kveikt á seríum eða tendrað kertaljós. Svo er hægt að  hlakka til að borða steiktan fisk í kvöld a la erfðaprins en fiskátið verður líklega eini undirbúningurinn fyrir Útsvar eins og vanalega.

Kyss, kyssBoldið var auðvitað hátíðlegt, tískusýning á nýjustu kossa- og undirfatalínu Brooke. Nú geta karlmenn nagað sig í handarbökin fyrir að horfa ekki á boldið og kroppasýninguna sem fór þar fram. Þeir verða að láta sér nægja Victoria Secret-bæklinginn, greyin. Ridge segir spámannslega við móður sína, Stefaníu: „Samband Brooke og Nicks er við það að splundrast.“ Hann ætlar nefnilega að kyssa hana djarflega í lok tískusýningarinnar og ná þar með taki á hjarta hennar. Ég mun missa af því þegar honum mistekst það (hint) þar sem ég verð upptekin við annað á morgun.

Hlakka til að horfa á Hæðina í kvöld og svo ... ef ég get haldið mér vakandi, Önnu Pihl, þáttinn um dönsku lögreglukonuna knáu. Missti alltaf af þessum þáttum í fyrra en nú eru þeir endursýndir „um miðja nótt“ á fimmtudagskvöldum, eða frekar mikið seint!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: leyla

Takk fyrir bloggvináttuna     Búin að fylgjast vel med skemmtilegum skrifum þínum  og held audvitað áfram

leyla, 27.3.2008 kl. 18:38

2 identicon

Það er ekki eðlilegt hvað þú ert góð í stafsetningu og þeir sem eru góðir í henni eru oftast góðir í einhverju öðru. Þú klikkar ekki annað kveld.

Steini Briem (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 18:55

3 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Er boðið uppá kaffi í leið 27

Sigurbrandur Jakobsson, 27.3.2008 kl. 19:46

4 identicon

Þið ástkæru bloggvinir Gurrýar.Vitiði hvað hún var að gera í morgun í strætó 27???? Sá ekki annað en að hún stæði aftan við þann nýja bílstjórann sem henni leist svo asskoti vel á og væri að nuddann,,,,,,,segi ekki meir,betra að hún útskýri sjálf hvað var í gangi.. ekki satt Gurrý.En takið svo flugeldamanninn og fylgifiska hans og skjótið þeim ref fyrir rass.Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 21:42

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Halldór minn, Halldór minn. Bloggvinirnir halda að ég sé siðprúð kona. Annað: Mér líst vel á ALLA bílstjórana og finnst þeir hver öðrum indælli og sætari. Er bara að reyna að koma mér vel við þann nýja til að þurfa ekki að sýna græna kortið nema í c.a. annað hvert skipti ...

Jú, Sigurbrandur, það er espressóvél um borð í öllum Skagastrætisvögnum. Eða væri ef fólkið sem réði væri svolítið framsýnt og vildi vel vakandi og hressa farþega! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.3.2008 kl. 21:56

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Og expressó-ið tryggir líka mjög mjúkan og holulausan akstursstíl og Hvalfjarðargöngin eru ekki mjög brött heldur, því þá myndi hellast úr bollunum, eða er þetta kannski skothelt takaway? Sem minnir mig á sjöunda lögmál Murphy's: Þegar kaffi er borið fram í flugvélum kemur ókyrrð í lofti. Ergo: Það að bera fram kaffi VELDUR ókyrrð í lofti! (Hafa þeir aldrei fattað þetta með takaway kaffimálin?

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.3.2008 kl. 23:16

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er aldeilis dekrað við þig í strætó! Maður fer nú bara að velta því fyrir sér hvort það væri ekki góð hugmynd að flytja á Skagann. En þá þarf maður að vakna svo snemma. Æ, þetta er svo flókið líf.

Helga Magnúsdóttir, 27.3.2008 kl. 23:17

8 Smámynd: Brynja skordal

Fer nú að vera með kíkir í glugganum þegar strætó brunar hér framm hjá á innnesveginum í morunsárið

Brynja skordal, 27.3.2008 kl. 23:35

9 Smámynd: Ólöf Anna

Gleðilega hátíð.

Og mundu að fyrsta hugsun er sú rétta, nú annars getur þú bara sýnt þína íðilfögru og löngu leggi undan borðinu og veifað "júhú" að dómaranum.

Ólöf Anna , 28.3.2008 kl. 03:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 55
  • Sl. viku: 634
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 512
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband