29.3.2008 | 00:36
Það boðar ógæfu að vera hjátrúarfullur ...
Að dreyma nafnið Sigurður táknar sigur. Mér fannst því afskaplega snjallt hjá mér að biðja Sigga í vinnunni að skutla mér niður í Sjónvarp um sexleytið. Stjörnuspáin sagði að Ljónið yrði í keppnisskapi ... Ég gætti þess síðan vel að vera ekki með bláa armbandið með stóru steinunum í útsendingu og svo var mamma búin að lofa að mæta í gulu skyrtunni í sjónvarpssal, þeirri sem hefur tryggt Skagaliðinu sigur hingað til. Gleymdi bara að biðja hana um að þvo hana ekki. Gleymdi því líka að gera ráð fyrir lymskunni í Gunnari bæjarstjóra sem hefur víst látið færa sínum mönnum snittur á hverjum morgni í margar vikur, gefið þeim frítt í sund og strætó og annað slíkt sem allir vita að hefur góð áhrif á heilastarfsemina.
Örn Árnason gat þjálfað sig stanslaust og sendi víst Davíð Oddsson til að leika sig í Spaugstofunni. Ég er ekkert spæld, eins og ég sagði mömmu þegar hún spurði mig að því hátt og snjallt í leigubílnum á leiðinni í afmælið hans Davíðs frænda, rétt komst að fyrir leigubílstjóranum sem talaði um stjörnufræði. Mér tókst að stinga upp í hann með því að segja honum að Síríus væri skærasta stjarnan ... Ég hlakkaði til að hitta ættingja og vini hjá Hildu, fá klapp á kollinn fyrir að vera að minnsta kosti fallegasti kvenkeppandinn í kvöld ... en nei, það brast víst flótti á liðið (sem er sumt úr Kópavogi) og allir voru farnir.
Það væri freistandi að segja að Máni hefði verið lærbrotinn (ósatt) og Bjarni nýorðinn fertugur (satt) og ekkert skrýtið þótt við rústuðum t.d. ekki Íslandsmeistaranum í 600 m hlaupi, þessum sem kom Álftanesskonunni næstum á Grensás á dögunum ... Ég hef þá afsökun að ég var valin í liðið vegna útlitsins og kunnáttu minnar um Oliver Twist, póstnúmer og Ian Fleming (1908-1964).
Stutt minningarleiftur:
Gurrí (við mátunarherbergi RÚV): Ah, ég ætla að sækja fötin mín áður en þú skiptir um föt, ekki ætla ég að æða inn á þig á óheppilegum tíma.
Haraldur veðurfræðingur: Ja, slíkt er afar fátítt hér. (ólíklegt að ég næði honum á brókinni)
Gurrí: Nú, það er þá tilgangslítið að sækja um vinnu hér.
Haraldur veðurfræðingur: Ekki upp á slíka von.
Seinna:
Gurrí: Ég hélt að gula skyrtan hennar mömmu myndi hafa meiri áhrif á úrslitin.
Dómarinn: Það boðar ógæfu að vera hjátrúarfullur.
--------- ------------ ------------- ------------- ---------------
Elsku vélstýran mátti ekki heyra á það minnst að ég tæki 22.45 strætó heim. Hún vissi sem var að mér yrði hvort eð er ekki hleypt inn í strætó og skutlaði mér alla leið á Skagann eftir hálftíma dvöl í afmæli Davíðs (þar sem tertan var með möndlum og súkkulaðikúlurnar voru í raun súkkulaðirúsínur. Súpan var hins vegar góð). Anna hafði dulbúið bílinn vel til öryggis.
Það var dimmt á Skaganum þegar við laumuðumst inn í bæinn, meira að segja ljósastaurarnir voru dapurlegir og heyra mátti snökt úr stöku húsi, alveg eins og mig hafði grunað. Ég læddist hægt upp stigana að himnaríki og heima fékk ég loksins þá huggun sem ég hafði beðið eftir allt kvöldið:
Erfðaprinsinn: Vá, hvað Kópavogur fékk miklu léttari spurningar og auðveldari orð til að leika og svo voru þeir með atvinnuleikara til að leika og þetta var bara dómaraskandall ... Kubbur bætti við: Mjá og Tommi toppaði það alveg með því að segja Mjá, mjá! Heima er sko best!
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 3
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 637
- Frá upphafi: 1505990
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 514
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Mér fannst þið standa ykkur alveg rosalega vel. Ég kenni mér um að þið töpuðuð, það er útaf því, að ég sagði á blogginu þínu, að ég gæti ekki gert upp við mig, hvort liðið ég mundi halda með. - Svo ég hundskammaði sjálfa mig, þegar ég sá hvert stemmdi,- og ákvað að senda sendingu til ykkar. Og þá, allt í einu, voruð þið búin að jafna, með hjálp unga einkasímavinarins hans Bush, og ég hoppði hæð mína af fögnuði. - Þá gerðist það, síminn hringdi og ég varð að svara, og missti um leið niður "stuðningsorkusambandið" til ykkar. En ég segi það bara hreint út, þið voruð æði, svo sæt, og sjarmerandi, og það sem meira er, misstuð aldrei niður húmorinn, sem er fyrir öllu. - Það gengur bara betur næst.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.3.2008 kl. 01:02
Mér fannst þessi upphitun hjá ykkur eins og Bjarni nefndi stöðuna 10-0 gera út um leikinn. Engu að síður hefur maður aldrei orðið vitni að annarri eins burstun og þegar kom að Múmínálfunum. Ég taldi mig hafa lesið þessar bækur og reyndar börnin mín í dag mjög hrifin af gömlu teiknimyndunum En mín þekking er engin miðað við þetta. Eins þegar kom að þeim að svara Galdramannaspurningum. En ég segi bara eins og kisi þinn Mjá mjá þið voruð alveg frábær, og þú að sjálfsögðu frábærust.
Jón Þór Benediktsson, 29.3.2008 kl. 08:59
Ég held að okkar vandamál í þessari keppni hafi nú bara aðallega verið það að Kópavogur var með lið sem vissi miklu fleiri svör ;) Þessar GettuBetur kempur þeirra eru svo vel þjálfaðar...Það var t.d. vandamálið í bjölluspurningunum, hann var alltaf farinn af stað löngu áður en okkar lið hafði hugmynd um hvað gæti mögulega verið svarið.
En þetta var nú samt mjög gaman. Og ágætt að enda í 8-liða úrslitum, maður vill ekki virka of athyglissjúkur með því að fara lengra í keppninni...hehe
En við þurfum svo að muna að krefja Bjarna um myndina af liðinu!
Múmínálfur Akranesliðsins (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 09:42
Þið voruð flott.Múmínsnáðinn var snilld.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 09:52
Flott hjá ykkur að komast þetta langt. Nú verður bara að halda með Fljótsdalshéraði, munið þið :D
Gurrí við öll hér heima reyndum að senda þér BRAAAAHMS hugskeyti, en greinilega komst bara fyrsti stafurinn til skila. Reyndar ekkert skrítið að klarinettuleikarinn hinum megin skyldi vita það...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.3.2008 kl. 10:40
Ohhh, Brahms! Svona getur maður nú tapað á því að hlusta bara á Mozart (og smá Beethoven) og Hildigunni og Eminem og Radiohead og .... ehehhehehe, takk fyrir hugskeytið!
Knús og takk fyrir stuðninginn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.3.2008 kl. 12:09
þið stóðuð ykkur vel og flott voru þið skagamönnum til sóma hafðu ljúfa helgi mín kæra
Brynja skordal, 29.3.2008 kl. 12:20
Þú varst samt flottust.
Í alvöru.
Ég sendi þér heilu vörubílshlössin af stuðningshugsunum en greinilega þarf ég að fara að endurskoða sendingarkraftinn hjá mér.
Það breytir því ekki, að þið voruð flottust, sætust og skemmtilegust.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.3.2008 kl. 12:42
Það er bara því miður ekki kennd lögfræði á Akranesi :S Annars byggi ég auðvitað þar ;)
Máni (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 16:36
Þið stóðuð ykkur mjög vel!
Marta B Helgadóttir, 29.3.2008 kl. 21:00
Til hamingju með árangurinn, þið stóðuð ykkur vel! Maður þarf ekkert endilega að vera bestur í öllu, það svoleiðis lak af ykkur þokkinn og fegurðin, skemmtilegheitin og húmorinn og þið voruð ógeðslega klár. Hvað er hægt að biðja um meira! Þið voruð rosa flott.
Þórunn María Örnólfsdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.