101 snjór vs svarthol í sumarskapi

Mosó í morgunMikið var undarlegt að renna inn í svævi þakta höfuðborgina í morgun ... úr svölu sumarveðri á Skaganum. Um leið og við komum í Mosfellsborg var eins og við ækjum inn í jólasveinabæ á Norðurpólnum. Snjósleðar burruðu um göturnar, snjótittlingar flugu skrækjandi um í leit að brauðmolum og sjá mátti stöku ísbjörn ösla um bæinn. Öskubíllinn, stóri bíllinn í Mosó, dró strætó í gegnum skaflana og björgunarsveitin studdi okkur farþegana á milli strætisvagna á skiptistöðinni í Háholti. Veðrið var ögn skárra í Rvík, þó hvít jörð og virkilega blaut og hörð rigning. Ég hugsaði til erfðaprinsins á Skaganum. Hann er án efa í stuttermabol núna, topplúgan opin, vinstri handleggur út um bílgluggann og girnilegur ís í hægri ... Svo vorkennir fólk mér að búa í svartholinu umhverfis 101 Reykjavík.

FlutningarÞað standa yfir flutningar í vinnunni, hluti skrifstofunnar frammi fær meira rými hinum megin við mötuneytið og allt hefur riðlast til. Ég hef meira að segja gleymt að stimpla mig inn tvo daga í röð, eins og stimpilklukkan hafi verið færð til ... sem er ekki. Við höfum alltaf fengið sendan matseðil mötuneytisins í tölvupósti á mánudögum en ekkert barst þessa vikuna. Sama spennan og með veðrið í Mosó, hvernig ætli maturinn verði í dag? Kem að vörmu ...

Komin. Djúpsteiktur fiskur, steiktar kartöflur, sós´og salat! 

Jæja, vitlaust að gera. Megi dagurinn ykkar verða dásamlegur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

verði þér að góðu Himnaríkisfrú

Guðrún Jóhannesdóttir, 3.4.2008 kl. 12:34

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Megi dagurinn þinn toppa allt.

Knús

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 13:22

3 Smámynd: Brynja skordal

já þú hefðir betur haldið þig á skaganum í dag í sól og vorilm vonandi smakkaðist Fiskurinn vel góða heimferð í vorið

Brynja skordal, 3.4.2008 kl. 14:40

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er greinilega bara fínt að vera dreifbýlisdurgur.

Helga Magnúsdóttir, 3.4.2008 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 232
  • Sl. sólarhring: 303
  • Sl. viku: 855
  • Frá upphafi: 1524687

Annað

  • Innlit í dag: 205
  • Innlit sl. viku: 728
  • Gestir í dag: 201
  • IP-tölur í dag: 200

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Brandon Apple
  • Á lausu
  • Jason minn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband