Hverjir erfa bresku krúnuna? Hefðardúllublogg

Elísabet drottningElísabet II hefur ríkt í Bretlandi svo lengi sem elstu menn muna. Karl sonur hennar mun að öllum líkindum taka við af henni og Vilhjálmur, sonur hans, af honum með tímanum. Nema Elísabet II verði mjög langlíf, eins og dæmin sanna hjá konum í þessari fjölskyldu, og ríki þar til Karl verður hreinlega of gamall til að taka við. Viktoría drottning ríkti alveg til dauðadags og sonur hennar, Játvarður VII, var ekki konungur nema í níu ár, en þá dó hann úr elli.

Norsku dúllurnarEf sú staða kæmi upp að 56 efstu meðlimir listans týndu lífinu þyrfti þyrfti Haraldur Noregskonungur heldur betur að bretta upp ermarnar og fara að stjórna Bretlandi því hann erí 57. sæti listans (eftir að Margrét drottningarsystir lést), enda nokkuð skyldur bresku konungsfjölskyldunni. Listinn er breytilegur því hvert barn sem fæðist inn í fjölskylduna fær sinn sess á honum. Þegar Vilhjálmur prins fer að fjölga mannkyninu breytist erfðaröðin og börn hans munu t.d. ýta Harry bróður hans neðar á listann og einnig munu börn Harrys ýta Andrési og dætrum hans enn neðar og þar með færast allir til. Svo kemur fyrir að fólk deyr og þá færast þeir sem eru fyrir neðan viðkomandi upp um eitt sæti. Ég fann þennan lista fyrir nokkrum árum og hann getur hafa breyst eitthvað! Norska fjölskyldan hefur eitthvað stækkað síðan þá. Langaði bara að deila þessu með ykkur!

1. Karl prins, prinsinn af Wales, f. 1948.
2. Vilhjálmur prins, eldri sonur Karls og Díönu, f. 1982.
3. Hinrik (Harry), yngri sonur Karls og Díönu, f. 1984.
4. Andrés prins, hertoginn af York, næstelsti sonur Elísabetar drottningar, f. 1960.
Númer 25. Beatrice prinsessa af York, eldri dóttir Andrésar prins, f. 1988.
6. Eugenie prinsessa af York, yngri dóttir Andrésar prins, f. 1990.
7. Játvarður prins, yngsti sonur Elísabetar drottningar, f. 1964.
8. Anna prinsessa, eina dóttir Elísabetar drottningar, f. 1950.
9. Peter Phillips, sonur Önnu prinsessu, f. 1977.
10. Zara Phillips, dóttir Önnu prinsessu, f. 1981.
11. Margrét prinsessa, greifynja af Snowdon, yngri dóttir Georgs VI konungs og systir Elísabetar Englandsdrottningar, f. 1930. (látin)
12. David Armstrong-Jones, Linley vísigreifi, sonur Margrétar prinsessu, f. 1961.
13. Karl Patrick Inigo Armstrong-Jones, sonur Davids,  f. 1999.
14. Lafði Sara Chatto, dóttir Margrétar prinsessu, f. 1964.
15. Samuel Chatto, sonur lafði Söru, f. 1996.
16. Arthur David Nathaniel Chatto, sonur lafði Söru, f. 1999.
17. Ríkharður prins, annar hertoginn af Gloucester, sonur Hinriks prins sem var þriðji sonur Georgs konungs V, f. 1944.
Breskar hefðardúllur á listanum18. Alexander Windsor, jarlinn af Ulster, f. 1974.
19. Lafði Davina Windsor, f. 1977.
20. Lafði Rose Windsor, f. 1980.
21. Játvarður prins, hertoginn af Kent, f. 1935.
Georg Windsor, jarlinn af St. Andrews (fór út af listanum við það að kvænast rómversk-kaþólskri konu).
22. Játvarður Windsor, Barón Downpatrick, f. 1988.
23. Lafði Marina Charlotte Windsor, f. 1992.
24. Lafði Amelia Windsor, f. 1995.
25. Nicholas Windsor lávarður, f. 1970.
26. Lafði Helen Taylor, f. 1964.
27. Columbus Taylor, f. 1994.
28. Cassius Taylor, f. 1996.
Michael prins af Kent (fór út af listanum við það að kvænast rómversk-kaþólskri konu).
29. Frederick Windsor lávarður, f. 1979.
30. Lafði Gabriella Windsor, f. 1981.
31. Alexandra prinsessa, lafði Ogilvy, f. 1936.
32. James Ogilvy, f. 1964.
33. Alexander Ogilvy, f. 1996.
34. Ungfrú Flora Ogilvy f. 1994.
35. Marina, frú Paul Mowatt, f. 1966.

36. Christian Mowatt, f. 1993.
37. Ungfrú Zenouska Mowatt, f. 1990.
38. George Lascelles, sjöundi jarlinn af Harewood, f. 1923.
39. David Lascelles vísigreifi, f. 1950.
40. Alexander Lascelles (háæruverðugur), f. 1980.
41. Edward Lascelles (háæruverðugur), f. 1982.
42. James Lascelles (háæruverðugur), f. 1953.
43. Rowan Lascelles, f. 1977.
44. Tewa Lascelles, f. 1985.
45. Sophie Lascelles, f. 1973.
46. Háæruverðugur Jeremy Lascelles, f. 1955.
47. Thomas Lascelles, f. 1982.
48. Ellen Lascelles, f. 1984.
49. Amy Lascelles, f. 1986.
50. Henry Lascelles, f. 1953.
51. Maximilian Lascelles, f. 1991.
52. James Carnegie III, hertoginn af Fife, einkabarn Maud prinsessu, greifynju af Southesk, f. 1929. 53. David Carnegie, jarlinn af Southesk, eini sonur James Carnegie, f. 1961.
54. Charles Duff Carnegie, Carnegie lávarður, elsti sonur David Carnegie, f. 1989.
55. George William Carnegie (háæruverðugur), næstelsti sonur David Carnegie, f. 1991.
56. Hugh Alexander Carnegie (háæruverðugur), yngsti sonur David Carnegie, f. 1993.
57. Lafði Alexandra Carnegie, einkadóttir James Carnegie, f. 1959.                                               

58. Haraldur V. Noregskonungur, einkasonur Ólafs V. Noregskonungs, f. 1937.
59. Hákon, krónprins í Noregi, einkasonur Haraldar Noregskonungs, f. 1973.
60. Martha Louise, prinsessa í Noregi, einkadóttir Haraldar Noregskonungs, f. 1971.
61. Ragnhildur prinsessa, frú Erling Lorentzen, elsta dóttir Ólafs V. Noregskonungs, f. 1930.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Varð ekki drottningarmóðirin næstum 200 ára ? þetta er skemmtilegur listi hjá þér Gurrí

Ragnheiður , 3.4.2008 kl. 18:53

2 identicon

 næstum því 250 ára held ég hahahahaha.Fróðleg færsla.Algjörlega nauðsynlegt að vita þetta.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 19:04

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gaman af þessu takk fyrir.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.4.2008 kl. 19:40

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.4.2008 kl. 19:48

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst algjörlega vanta þig á listann      dúllan þín 

Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2008 kl. 20:03

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vá hvað það eru margir afleysingarmenn fyrir kjéddlinguna

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 20:06

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Veistu nokkuð hvar Sophie Lascelles er niðurkomin, eða á lausu?

Þröstur Unnar, 3.4.2008 kl. 20:15

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Flottur listi hjá þér Gurrý!  En ég held, að það hafi verið ljóst, þegar Karl og Díana skildu, að næsti konungur yrði Vilhjálmur.   Það var m.a.s. mikið skrifað um það á sínum tíma, í bresku pressunni, og því var aldrei mótmælt frá höllu drottningar.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.4.2008 kl. 20:33

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Listinn var tekinn af einhverri opinberri kóngafólkssíðu eftir skilnað Díönu og Kalla. Það er ekkert ákveðið að Kalli verði ekki kóngur ... en líklegt þar sem hann er kvæntur FRÁSKILINNI konu ... arggggg!

Guðríður Haraldsdóttir, 3.4.2008 kl. 20:38

10 Smámynd: Brynja skordal

já þetta var fróðleg lesning takk fyrir mig Góða nótt

Brynja skordal, 4.4.2008 kl. 00:00

11 Smámynd: Anna Gísladóttir

Useless information ...... bara gaman að því

Anna Gísladóttir, 4.4.2008 kl. 01:19

12 Smámynd: Tiger

  

Þetta var mjög skemmtileg færsla. Hugsa sér. Ef t.d. "Alexander Windsor, jarlinn af Ulster, f. 1974 (númer 18 í röð að krúnunni)" myndi ætla sér að verða næsti kóngur þá þyrfti hann að kála 17 manns til að ná kórónunni. Ætli það væri þess virði ... *hux*. Mikið knús á þig Gurrí mín í Himnaríki.

Tiger, 4.4.2008 kl. 02:32

13 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Virkilega gaman að lesa þetta, takk fyrir

Svanhildur Karlsdóttir, 4.4.2008 kl. 02:51

14 identicon

Ólafur Noregskonungur þyrfti heldur betur að bretta upp ermarnar. Ekki svo viss um að hann gæti það, sökum þess að hann er búin að vera látinn í all mörg ár!!!

Nafnlaus (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 09:33

15 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Heheheh, ég meinti Haraldur Noregskonungur, misritaði þetta bara, sorrí, Nafnlaus!

Guðríður Haraldsdóttir, 4.4.2008 kl. 10:12

16 identicon

Ættuð þér ekki með réttu að vera í 58. sæti? Þér eruð jú dóttir Haralds.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 11:43

17 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Eða ofar, Guðmundur, eða ofar ...

Guðríður Haraldsdóttir, 4.4.2008 kl. 11:52

18 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Æi, elsku dúllan mín, Játvarður Bretaprins (no 7. í röðinni) á tvö börn sem ryðja Önnu prinsessu niður í 10. sæti, og svo koll af kolli.  Mér finnst reyndar að við ættum að vera á þessum lista.  (Ég heimsæki þessa  síðu reglulega)

Sigríður Jósefsdóttir, 4.4.2008 kl. 18:18

19 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Skemmtilegur pistill

Marta B Helgadóttir, 4.4.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 20
  • Sl. sólarhring: 294
  • Sl. viku: 2347
  • Frá upphafi: 1457617

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 1942
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Íslendingar í útlöndum
  • Titanic
  • Elsku Tommi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband