Góð okursíðan hans Dr. Gunna

Dr. GunniÉg hef verið að lesa okursíðuna hans Doktors Gunna, http://eyjan.is/goto/drgunni/, og finnst alveg frábært að almenningur sé loks að vakna upp úr okurdásvefninum langa. Við höfum látið okra ógeðslega mikið á okkur í gegnum tíðina af því að við höfum ekkert gert, enda alltaf þótt flott að vera/þykjast „ríkur“ hér á landi. Hér lætur maður sko helst ekki sjá sig með Bónuspoka ... og hér þegir maður yfir því að maður sé svona „Íbúðalánssjóðsfólk“ ... hehehhe. Eina leiðin er greinilega sú að halda vöku sinni og hætta alfarið að skipta við okrarana. Ég hélt t.d. í alvöru að BT væri lágvöruverslun í raftækjum en það var áður en ég las síðu Dr. Gunna. Hef reyndar keypt fína hluti þar ... en á tilboðsverði. Eftir lesturinn veit ég að við eigum ekki að trúa blint á hilluverð, heldur bera það saman við kassaverð og verja tíma í að gera verðsamanburð milli verslana. Þannig sést hverjir okra minnst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er sko satt að við höfum látið allt yfir okkur ganga hvað verðlag varðar. Þegar Úlfar var lítill labbaði ég með hann einu sinni í viku og keypti inn i Bónus, það munaði alveg rosalega miklu í bleium og barnamat miðað við Hagkaup. Svo tók ég skutlu heim með vörurnar og vagninn en samt margborgaði þetta sig.

Helga Magnúsdóttir, 19.4.2008 kl. 16:38

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott framtak og nú er ég meira að segja búin að svíkja málstaðinn og vill frjálsan innflutning á matvöru.  Ég vil lifa með reisn (ok smá drami). 

Loveu

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2008 kl. 16:56

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

HEYR HEYR.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.4.2008 kl. 17:47

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

þetta var sko sniðugt hjá Dr. Gunna.  Ég er reyndar ein af þeim sem ber alltaf saman verð á hillu og kassa, hef svo gott töluminni, og stundum hefur fólk orðið pirrað fyrir aftan mig, þegar þarf að leiðrétta verð, en maður verður að hafa virkt eftirlit.   Money 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 17:49

5 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Ég er einmitt með síðuna hans í favorites, flott framtak hjá honum

Svanhildur Karlsdóttir, 19.4.2008 kl. 18:46

6 identicon

Jamm, hann þyrfti að fjalla um Hive. Hroðafón/Sko keypti Hive til þess eins að minnka þjónustu og okra. Það sem var áður net og sími með ótakmarkað í heimasíma og farsíma er búið að hækka um um það bil 3000 á mánuði og ótakmarkað er ekki lengur ótakmarkað. Maður fær bara einhverjar 300-400 mínútur í farsíma.

Ég hef góðar heimildir fyrir því að annar umsjónarmanna miðjunnar á útvarpi Sögu ætli að biðjast opinberlega afsökunar á því að hafa hvatt vini og vandamenn til að fá sér Hive. En hann vissi náttúrulega ekki þá að það ætti eftir að koma inn með Vódafóní VanHÆVi í kompaníið.

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 00:01

7 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Merkilegt að fólk eigi eithvð afgangs miðað við húsnæðisokrið. Þak yfir höfuðið orðið tvöfalt eða þrefalt dýrara á örfáum árum og örfáir peningamafíósar hlægja alla leið í bankann meðan almenningur stritar.

Ólafur Þórðarson, 20.4.2008 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 258
  • Sl. sólarhring: 390
  • Sl. viku: 2397
  • Frá upphafi: 1452133

Annað

  • Innlit í dag: 207
  • Innlit sl. viku: 1954
  • Gestir í dag: 202
  • IP-tölur í dag: 200

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grimm
  • Í kringum ljósastaurinn
  • Baldursbrár

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband