Tími á bold

Darla og AmberNú er aldeilis kominn tími á bold þótt fyrr hafi verið. Handritshöfundar hafa undanfarið búið sig undir að drepa Dörlu og þess vegna er hún gerð að samblandi að Díönu prinsessu og Móður Theresu. Þessi háttur ef hafður á í hvert skipti sem einhver deyr. Þegar Amber fæddi andvana barn Ricks (sonar Brooke og Erics) og svo heppilega vildi til að frænka hennar, Becky, fæddi dreng sama dag og lét ljósmóðurina fá til ættleiðingar (hmmm) og ljósmóðirin lét Amber fá til að hún gæti platað Forrester-fjölskylduna. Alla meðgönguna óttaðist hún að barnið yrði dökkt því hún svaf hjá flottum söngvara um svipað leyti og hún tældi Rick þegar hún var barnfóstra hans.
Becky var algjört hjólhýsapakk (svona amerískt) og skömmu áður en hún var skrifuð út úr þáttunum (dó) breyttist hún í sannkallaðan dýrling sem allir dýrkuðu og syrgðu sárt.

Eric, Stefanía, Thorne og DarlaÁ meðan Darla heldur upp á afmæli litlu dóslunnar sinnar og segist elska alla og að hún eigi besta mann í heimi og sætasta barn og frábærustu fjölskyldu, er Phoebe, önnur tvíburadóttir Ridge og Taylor, í vanda. Villtist á leið sinni í afmælið, held ég, svo sprakk á bílnum og ljótur subbukarl sniglaðist í kringum hana. Hún lokar sig inni í bílnum, hringir í mömmu sína sem var nýbúin að hella niður öllu áfengi heimilisins (vegna ofdrykkju undanfarið) og eiga gott samtal við Ridge, sem enn er í sárum eftir brúðkaup Brooke og Nicks. Nú vonar Taylor að Ridge, fyrrum eiginmaður hennar til margra ára og barnsfaðir hennar (Tómas og tvíburarnir), líti mögulega kannski við henni aftur þar sem Brooke lítur ekki við honum. Phoebe hringir líka í Dörlu sem kemur fyrr á staðinn og ákveður að skipta um dekk. Tómas og tvíburar og foreldrar fyrir 6 árumÍ hamaganginum við það hrasar Darla út á þjóðveginn ... og beint fyrir brunandi bílinn hennar Taylor á leið til að bjarga dótturinni. Á meðan situr Thorne, eiginmaður Dörlu, í bíl sínum og hugsar um Dörlu. Stefanía horfir hugfangin á myndir af Dörlu, tengdadóttur sinni, syni og litlabarni. Hún ákveður ásamt Sally að gera eitthvað flott fljótlega í tilefni af afmæli Dörlu. Aðeins áhorfandinn veit að Darla er dáin. Hector kemur á staðinn, enda eini slökkviliðs- og sjúkraliðsmaðurinn í Ameríku, eins og komið hefur fram í þessum þáttum. Thorne kemur síðan á staðinn og grætur, engan grunar að Taylor hafi keyrt á Dörlu, allir halda að ökumaðurinn hafi stungið af. Geðþekki geðlæknirinn er nefnilega í losti og kristalskúlan mín (Netið) segir mér að hún geti ekki dílað við sektarkenndina, heldur marineri það í alkóhóli næstu þættina.
Myndin er frá árinu 2000, Ísland sér 2 ára gamla þætti ... vá, hvað krakkasnúllurnar vaxa hratt á 6 árum. Farin að deita og allt! 

Eigið guðdómlegan síðasta vetrardag!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Þetta var góður lestur um Bold. Hef talað aðeins um þetta á mínu bloggi líka. Er alltaf með aulahroll þegar ég horfi á þetta, en alltaf samt föst ef ég sé þátt. Hvað er það????   Þetta er ótrúlega súrt orðið allt saman hjá þeim. En loksins er smá frí frá Brooke og Nick og við getum einbeitt okkur að Thorne og hans drama. Það var náttla ekki hægt að leyfa einhverjum að vera happý í meira en hálfan þátt..... Verður spennandi að sjá næstu daga. Eða ekki........

Helga Dóra, 23.4.2008 kl. 18:44

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Boldið er svona miklu skemmtilegra svona skriflega hjá þér.  Láttu vetrinum ljúka vel.  Gleðilegt sumar   Swinging 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.4.2008 kl. 19:17

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég er svo hjartanlega sammála síðasta ræðimanniog já Gleðilegt sumar

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.4.2008 kl. 20:09

4 identicon

OMG, þvílík snilllllld, þvílíkur endir á vetrinum. Meira bold!

Jóhannes (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 21:28

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég bara trúi því ekki að það eigi að enda, annars ágætan vetur svona.

Þröstur Unnar, 23.4.2008 kl. 21:35

6 Smámynd: Brynja skordal

Ah ástarþakkir fyrir þín skrif um boldið en já viðkenni viðkvæmni mína fannst þátturinn í dag svo sætur en vá það falla örugglega tár hjá mér á föstudag verður svo sorglegt finnst Darla svo mikið yndi þarna í allri hringavitleysinu og hennar verður sárt saknað je minn nú heldur fólk að ég sé orðin vitlaus en svona geta þættir haft áhrif á mann hafðu það svo gott á kvöldi síðasta vetradags og takk fyrir bloggveturinn og BOLDIÐ

Brynja skordal, 23.4.2008 kl. 21:41

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Amber dó ekki, heldur frænka hennar, blóðmóðir barnsins sem Amber þóttist eiga þarna einu sinni. Amber er reyndar horfin og ég ætlaði alltaf að finna hana með því að kíkja í kristalskúluna (Netið).

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.4.2008 kl. 22:21

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Fólk er nú þekkt fyrir að rísa upp frá dauðum í þessum þáttum, svo við skulum ekki afskrifa neinn alveg strax... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.4.2008 kl. 13:44

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, það segir þú satt, Lára Hanna. Kannski var þetta allt saman draumur og Darla kemur blístrandi út úr sturtu einn góðan veðurdag! Það væri kúl.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.4.2008 kl. 13:51

10 identicon

FYI - Þú getur náð í nýjustu þættina af Boldinu á www.vikingbay.org

 Annars er það af Amber að frétta að hún lifir góðu lífi í systursápu Boldisins í USA.  Sú sápa heitir Young and the restless.

lanett (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 16:45

11 identicon

Vitlaus slóð á boldið áðan - rétt slóð er: www.thevikingbay.org

lanett (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 16:49

12 identicon

Ha, ha, ha... alltaf gaman af Boldinu. Gleðilegt sumar kæra Skagamær

kikka (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 16:52

13 Smámynd: Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir

Ég ætlaði einmitt að fara að væla yfir Bold-leysi. Sé þá að þú ert búin að setja inn þessa fínu færslu. Hef ekki horft á Boldið síðan ég var með Stöð 2 einhverntíman á síðustu öld . Þykir æðislegt að fá Boldið beint í æð frá þér.

Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 25.4.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 144
  • Sl. sólarhring: 317
  • Sl. viku: 836
  • Frá upphafi: 1505843

Annað

  • Innlit í dag: 114
  • Innlit sl. viku: 680
  • Gestir í dag: 111
  • IP-tölur í dag: 107

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband