29.4.2008 | 18:22
Meðvirknirugl ...
Þegar ég gekk fram hjá sjúkrahúsinu í dag stóð gömul kona á gangstéttinni og reyndi að komast yfir götuna. Hún hágrét og baðaði út höndunum eins og hún sæi ekkert, enda hafði hún misst gleraugun sín í rennisteininn. Mér datt ekki í hug að hjálpa henni. Vinir mínir, sem segja að ég sé svo meðvirk, hefðu átt að sjá mig. Mikið var ég hreykin af mér að hafa staðist freistinguna að rétta henni gleraugun. Gamlar konur verða bara að læra að bjarga sér sjálfar.
Þessi saga er auðvitað helber lygi ... en mikið rosalega er fín línan á milli þess að vera meðvirkur og hjálpsamur. Einu sinni rökræddi ég heillengi um meðvirkni við gamla vinkonu mína. Annarri vinkonu leið mjög illa á þessum tíma og ég reyndi að vera voða góð við hana sem hinni fannst vera meðvirkni. Mér finnst að vinátta eigi að vera í blíðu og stríðu og að maður eigi ekki bara að tala við vini sína þegar þeir eru í sínu besta formi, gefandi og hressir. Fékk á móti að maður ætti að gefa fólki spark í rassinn þegar því liði illa svo að það hætti þessu væli ... Ég er bara ekki sammála því. Finnst sjálfri upplífgandi og hressandi ef fólk er gott við mig ef eitthvað kemur upp á ... hitt hefur algjörlega öfug áhrif. Vissulega eru til dæmi þar sem fólk er að farast úr sjálfsvorkunn og lifir fyrir athygli, samúð og þannig en ég held að flestir gefist fljótlega upp á slíkum vinum.
Þegar erfðaprinsinn var lítill þá vorum við stundum ansi fátæk og mér fannst oft leiðinlegt hvað ég gat veitt honum lítið. Pabbi hans, hamingjusamlega skilinn við mig, var ekkert endilega betur staddur. Þegar betur áraði keypti ég stundum handa honum litlar gjafir upp úr þurru, sem glöddu hann mikið, bók eða lítinn bíl, þótt ekki væri afmæli eða jól, kannski til að bæta honum eitthvað upp ... en ég fékk á mig að ég væri meðvirk með honum. Mér finnst reyndar ótrúlega gaman að gefa gjafir, alltaf. Ég hef líka heyrt að þegar foreldrar veki unglingana sína í skólann sé það meðvirkni, krakkar verði að læra að bera ábyrgð á sér sjálfir. Erfðaprinsinn vaknaði reyndar við vekjaraklukkuna um leið og ég og það reyndi aldrei á hótanir mínar um að berja hann í andlitið með blautu handklæði til að vekja hann ...
Ég er reyndar að hugsa um að vera ekki meðvirk með SÁÁ núna en ég sé á Visa-reikningnum mínum að heilar 8.000 krónur verða dregnar af mér um mánaðamótin, 2x4.000kr., (tegund greiðslu: Alefli???) og ég veit ekkert fyrir hvað. Ég hef styrkt starfsemina áður en þessu hef ég ekki efni á og ég myndi aldrei lofa 8.000 kalli í einni greiðslu. Einnig er ég rukkuð fyrir Stöð 2 Sport sem ég var áskrifandi að í þrjá klukkutíma um páskana, eða þar til ég komst að því að ég fengi engan fótbolta með Formúlunni minni, bara fokkings golf.
P.s. Dauðastríð Dörlu stendur enn yfir í boldinu og Hector slökkviliðsmaður reynir enn að sannfæra Taylor um að segja engum að hún hafi keyrt á Dörlu svo hún fari ekki í steininn. Sem sagt, engin breyting síðan í gær.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 48
- Sl. sólarhring: 68
- Sl. viku: 686
- Frá upphafi: 1505977
Annað
- Innlit í dag: 39
- Innlit sl. viku: 553
- Gestir í dag: 38
- IP-tölur í dag: 38
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
það bregst ekki að þú nærð að lyfta manni upp úr amstri hversdagsins kæra himnaríkisfrú.
Skil þig með gjafinar, það er allaf gaman að gleðja, ekki síst litlu börnin okkar sem eru þakklát fyrir lítið
Knús
Guðrún Jóhannesdóttir, 29.4.2008 kl. 18:42
Það er ótrúlega lítil meðvirkni í mér. Ég hef enga þolinmæði fyrir svoleiðis.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 29.4.2008 kl. 18:54
Það er ekki meðvirkni að vera góður við náungann - þetta er bara bull.
Var að klára þátt áðan. Á ég nokkuð að segja þér hvað gerðist og eyðileggja þessa gríðarlegu spennu? Nei... ég er ekki alveg svo grimm, bara næstum því...
Lára Hanna Einarsdóttir, 29.4.2008 kl. 19:24
Það að aðstoða gamlar konur kallar skátahöfðínginn góðverk dagsins, en 'femýnizdabeljan' flokkar slíkt frekar sem óþarft kyngreint áreiti.
Ég hætti stuðníngi við S.Á.Á. eftir að ég komst að því að það markaðsfyrirtæki sem sér um söfnunina fyrir þá hirðir helmínginn af öllu því fé sem safnast í eigin vasa & fékk lögfræðihótun út af einhverjum geisladiski sem að hafði aldrei heyrt eða séð, hvað þá samþykkt að greiða.
Því miður, því mér er af ýmsum ástæðum hlýtt til S.Á.A.
Steingrímur Helgason, 29.4.2008 kl. 19:28
Þarna sýndir þú mikla meðvirkni með mér, Lára Hanna, ég hef bara gott af því að læra að lífið er ekki bara dans á rósum ... hehehehhe.
Já, Steingrímur, mér er sko líka hlýtt til SÁÁ en ekki alveg svona mikið ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.4.2008 kl. 19:34
Þegar maður hefur sjálfsvirðinguna í lagi er lítil hætta á að maður týni sér í öðru fólki. Það sem er meðvirkni hjá einum getur verið eðlileg hjálpsemi hjá öðrum.
Kári Harðarson, 29.4.2008 kl. 20:55
Hvaða bjáni sagði að þú værir meðvirk barninu þínu? Iðulega keypti ég hitt og þetta handa mínum strákum þegar þeir voru litlir og ekki get ég séð hvernig hægt er að vera meðvirkur í því að barn sé barn og hagi sér eins og barn!
Helga Magnúsdóttir, 29.4.2008 kl. 20:59
Fyrir mér er alveg klárt hvað meðvirkni er..... þegar maður framkvæmir/segir/hagar sér út frá líðan annars/annarra án þess að hirða um eigin tilfinningar.
Hjálpsemi og að vilja gleðja aðra, sérstaklega börnin sín, fellur engan veginn undir það!
Heiða B. Heiðars, 29.4.2008 kl. 21:03
Það hefur stundum ruglað mig hvernig orðið meðvirkni er notað, held að það sé hreinlega ofnotað hjá sumu fólki. Þetta með soninn, það þótti einhverjum sem ég væri að bæta drengnum upp pabbaleysið með gjöfum en ég stórefast um að hann hefði fundið muninn á hugsuninni á bak við gjöfina þótt svo hefði verið. Gjöf er bara gjöf hjá krökkum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.4.2008 kl. 21:13
Ég get einmitt alveg rifið mig í ræmur yfir misvísandi skilgreiningum á meðvirkni; - oftúlkunum og mistúlkunum á því hugtaki. Samkvæmt skilgreiningum sumra er það meðvirkni að reyna að setja sig í spor annarra, reyna að skilja hvað er á bak við hegðun fólks o.s.frv. í það óendanlega. Arghhhh ... þá hugsa ég stundum í hroka mínum og hleypidómum (og algildri tilhneigingu til absolútt dómgreindar ..): "I´m surrounded by idiots ...." Þú ert sko ekki idiot.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.4.2008 kl. 21:56
Að vera góður við fólk og sýna samkennd á ekkert skylt við sjúkdóma. Það er útbreiddur misskilningur og svo langt í frá því sem hin sjúklega meðvirkni gengur út á. Sammála Heiðu aöl.
Halltu áfram að vera meðvirk skv. skilgreiningunni að vera dísent human beeing.
Sumir voru að fá bók í hús. Mikið skelfing langar mig að knúsa þann sem gaf. Geri það 12. ágúst.
Knús á Skagann.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2008 kl. 22:04
Ég gæti haldið langan og leiðinlegan fyrirlestur um mismunandi skilning fólks á hugtökunum meðvirkni og æðruleysi. Af hverju getur fólk ekki bara verið sammála um minn skilning? - Það er langeinfaldast og best .
Laufey B Waage, 29.4.2008 kl. 22:53
En Gurrý, fólk sem býr í Himnaríki, er áreiðanlega bæði gott fólk, og ríkt af samkennd. Kannski er það meðvirknin í mér sem heldur þessu fram, en hvað gerir það til, það er allt leyfilegt, þegar maður er að lýsa, góðu fólki, sem býr í Himnaríki, ferðast með strætó, og segir svo skemmtilega frá, að það er algjör nautn fyrir okkur hin sem hlustum.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.4.2008 kl. 02:21
Þú ert svo yndisleg kæra frænka:) Einhver ljómi allt um kring og í öllu sem þú gerir...
Við vestræningjar höfum skilgreint okkur og okkar hugrænu vandamál svo ákaflega að jafnvel einföldustu hlutir verða að lúxus vandamálum:)
Birgitta Jónsdóttir, 30.4.2008 kl. 07:18
Ég elska að gefa gjafir og sumar af fallegustu minningunum mínum um pabba minn eru frá því þegar hann vakti mig í skólann sem ungling, ofurvarlega. Meðvirkni hvað?
Svala Jónsdóttir, 30.4.2008 kl. 21:01
þetta er flott færsla, takk fyrir mig
bless í kvöldið
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.5.2008 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.