3.5.2008 | 14:34
Heimkoma Hildu, fótboltavonbrigði og fullt af boldi
Mikið létti mér þegar ég heyrði í Hildu um hádegisbil, hún komin heim og ekki með heilahimnubólgu eins og læknar héldu á tímabili. Fyrsta sem ég spurði hana að var hvort hún hefði fengið ælupokann. Hún hló og sagði að það hefðu greinilega verið vaktaskipti um þetta leyti og einstaklega vel hefði verið hugsað um hana. Það tókst í fjórðu tilraun (hjá fjórða lækni) að ná úr henni mænuvökva en hún hefur fíngerðar æðar eins og ungbarn og þær liggja djúpt eins og sum ættarleyndarmál. Seinni svæfingarlæknirinn gat þetta í fyrstu tilraun, hún lét Hildu bara setjast upp. Þegar ég fór í aðgerð fyrir nokkrum árum kveið ég einna mest fyrir mænudeyfingunni sem var framkvæmd á skurðarborðinu. Ungur læknir sem ég viðraði þetta við hughreysti mig þótt ég væri með Chuck Norris-svip á andlitinu og sagði að í kæruleysispillunni væri ákveðið gleymskuefni. Það passaði, ég man bara eftir að hafa setið upprétt og hallað mér fram í fangið á elsku Kristínu skurðhjúkku og bara nokkrar sekúndur í stunguna. Síðan bara gleymska. Ég hef því einungis hálfrómantískar minningar úr skurðstofunni, vantaði bara kertaljósin. Hilda þarf að muna árangurslausar tilraunirnar og líka þá sem tókst en þar sem hún er töffari mun það ekki hafa varanleg áhrif á hana.
Boldið rúllar í sjónvarpinu og gamlar endurminningar um Sankti Dörlu eru rifjaðar upp. Mikið vona ég að eitís-tískan komi aldrei aftur. Fólk leit skelfilega út, þ.á m. Darla. Sem betur fer missti ég mig aldrei í herðapúðanotkun af því að þeir hafa alltaf klætt mig illa. Hárgreiðslan var kannski annað mál.
Erfðaprinsinn kom beiskur af barnum áðan, hafði verið að horfa á Manchester United-West Ham. Þegar staðan var orðin 3-0 lét hann sig hverfa, þó er hann gamall MU-aðdáandi. Svona hefur hann Sigþór mágur mikil áhrif á fjölskylduna að allir, ábyggilega mamma líka, halda óðir með West Ham. Annars á Heiðdís, tvíburamamman knáa, afmæli í dag og mamma á mánudaginn. Áfram West Ham. Held að bati Hildu hafi orðið svona skjótur af því að hún var búin að lofa mömmu að sækja tertu í bakarí í Mjóddinni á mánudaginn. Mikið vona ég að tertan verði ekki með hnetum.
Thorne er kominn heim af sjúkrahúsinu eftir lát Dörlu. Allt er enn í blöðrum og skreytingum eftir barnaafmælið. Hector kemur tárvotur heim til Taylor og segir henni að Darla sé dáin. Taylor rétt svo getur gargað og grátið fyrir vörunum sem flækjast óneitanlega svolítið fyrir henni með öllu þessu bótoxi. Ridge rýkur til Brooke og færir henni fréttirnar, fær þar kærkomið tækifæri til að sjá konuna sem hann elskar en hún ekki hann. Taylor stingur af og fer til Thorne sem var aleinn að horfa á afmælismyndband. Þegar þau standa í faðmlögum byrjar Darla allt í einu að tala úr sjónvarpstækinu. Hún hefur ákveðið, rétt fyrir dauða sinn, að segja eitthvað ótrúlega sætt við Thorne sinn inn á vídeó, eins og hún hafi fundið þetta á sér ... Hún játar að hafa týnt dematnseyrnalokki í heita pottinum. Segið svo að ríka fólkið hafi ekki áhyggjur líka. Aumingja Thorne missir sig algjörlega og kjarkur Taylor til að játa á sig að hafa ekið á Dörlu minnkar stöðugt. Hún segir samt stöðugt sorrí, sorrí, sorrí.
Systir Brooke, Donna, er komin til sögunnar og nú leikin af annarri leikkonu en í gamla daga þegar ég horfði ekki. Hún er svolítið gæruleg, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Hve oft sagðir þú mér eiginlega að Ridge væri örlög þín? spyr Donna sem skilur ekkert í því af hverju systir hennar er allt í einu gift Nick. Hún verður óþægilegur gestur á heimilinu. Skiptir þú Ridge út fyrir hann, segir hún, ekki mjög hrifin af Nick. Mann sem bannar þér að sitja fyrir nakin, aldrei myndi Ridge gera það.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 189
- Sl. sólarhring: 355
- Sl. viku: 881
- Frá upphafi: 1505888
Annað
- Innlit í dag: 150
- Innlit sl. viku: 716
- Gestir í dag: 144
- IP-tölur í dag: 139
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Hehe, svo krúttlegt að þið talið saman á blogginu, þið himnaríkiskrútt.
Gott að Hilda er komin heim, heilu og höldnu.
Knús
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2008 kl. 15:55
MU brattir með sig, þeir toppa þetta árið. Annars horfði ég á boldið og fannst bara ágætt, var alveg búin að gleyma að Sally var einu sinni yngri, leit bara ágætlega út. Skildi Taylor einhverntíman segja Thorne að hún hafi keyrt á hana?? Frábært að systir þin er komin heim, en verður hún ekki að fara vel með sig?? láttu hana liggja í viku minnst
Ásdís Sigurðardóttir, 3.5.2008 kl. 16:08
Það er gott að þið hafið samúð með honum Sigþóri vini mínum vegna þessa West-Ham sjúkleika Gurrí. Það duga sko engar mænustungur gegn þessu, hvort sem er sitjandi, standandi eða liggjandi. -
Haraldur Bjarnason, 3.5.2008 kl. 16:24
Sæl Gurrý! viltu skila kveðju til Hildar frá mér ... ástar og batnaðarkveðjur
Kv Hanna Rúna
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 3.5.2008 kl. 17:02
Innlitskvitt
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 3.5.2008 kl. 19:07
Ég var alveg óskaplega kát með úrslitin í boltanum í dag!
Lára Hanna Einarsdóttir, 3.5.2008 kl. 19:48
Bíddu.bíddu.bíddu!!!!
Rennur mænuvökvi um æðar Hildu systur?
En að öllu gamni slepptu, þá get ég sett mig í hennar spor. Ég mun helga mænudeyfingum heilt bindi í væntanlegri ævisögu minni.
Það er annars stórmerkilegt að einföldum trixum sem auðvelda þolendunum( og þá væntanlega gerandum líka) mænudeyfingar og aðrar athafnir á svipuðum slóðum, skuli vera haldið leyndu fyrir jafn mörgum læknum og raun ber vitni...
Linda María (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.