Helgarstuð í himnaríki

Dularfulla þyrlanÍ himnaríki er alltaf sama fjörið þótt ég segi sjálf frá. Í gærkvöldi fór þyrla að hringsóla hér í kring og lenti svo á þyrlupallinum mínum hér við hliðina. Þrír ákaflega grunsamlegir menn, ekki í sérsveitarbúningum, gengu út úr henni og hurfu eitthvað út í buskann. Þyrlan tók samstundis á loft og flaug hratt í áttina að höfuðborginni. Mjög dularfullt allt saman. Njósnararnir þrír sjást  svartklæddir á myndinni hraða sér í norðuraustur. Kannski áttu þeir fund í sundlauginni. Þeir voru ekki sóttir af þyrlunni aftur svo þeir hljóta að vera hér enn. Yfir og út af þyrluvaktinni!!!

Aska og TommiSvo hringdi Ásta í gærkvöldi og boðaði komu sína í dag. Hún kom eftir hádegi og var ekki ein í för. Aska, litli sæti hvolpurinn hennar, kom með og það vakti mikla lukku hjá okkur Tomma. Kubbur hvæsti, gerði sig eins og klósettbursta í útliti og hvarf á bak við sófa. Tommi var til í eltingaleik um tíma en fór svo undir rauða sófann í hvíld. Bjartsýnn. Náði mynd á biluðu myndavélina (skjárinn svartur) af Ösku í stuði að reyna að fá Tomma til að leika meira. Algjört krútt þessi hvolpur, lífsglöð og skemmtileg. Helmingi minni en Tommi en algjörlega óhrædd.

License to WedVið erfðaprins fórum á Galito í gærkvöldi í þeim tilgangi að fá okkur gott að borða. Stappfullt var á staðnum, einhver smábið eftir borði en við ákváðum bara að taka með okkur mat heim. Get sannarlega mælt með kjúklingasalatinu, prinsinn var þó ekki alveg jafnánægður með steikarsamlokuna sem hann fékk sér. Best að panta borð næst og hafa þetta alvörunni dæmi. Við fórum í Bónusvídeó og tókum okkur License to Wed með Robin Williams. Hún átti alveg góða spretti. Þegar ég slökkti á sjónvarpinu í gær var ég búin að steingleyma þættinum Alla leið þar sem Páll Óskar spilaði Evróvisjónlög og þrír dómarar sögðu álit sitt. Seint í gærkvöldi (nótt) horfði ég á þáttinn á Netinu í gegnum www.ruv.is og svakalega var hann skemmtilegur. Palli klikkar ekki.

Eftir gott youtube.com-kvöld og google-leit fann ég loks uppáhalds Ave Maria-ð mitt á Netinu, þetta eftir Eyþór Stefánsson. Það er flutt af Kvennakór Hafnarfjarðar og ég held að það sé þess virði að gera sér ferð í bæinn til að kaupa plötuna. Annars á ég einhvers staðar plötu með Karmelsystrum þar sem þær taka þetta lag óxla vel. Það er hægt að hlusta á nokkur lög á þessari síðu og mjög gaman að heyra líka Heyr himnasmiður. http://157.157.78.75/kvennakor/stiklur.htm.

Svo fann ég margt annað gott, eins og Exultate Deo sem ég söng oft með Kór Langholtskirkju. Í þessu verki hér að neðan heyrist vel í öllum röddum. Sópranin yfirgnæfði algjörlega í nokkrum eintökum sem ég fann. Altröddin rifjaðist strax upp og ég söng hástöfum með ... nokkrum sinnum í gærkvöldi.  Adju to re no stro ... tra la la la ... elska svona tónlist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Já heyrði í þyrlunni en vissi ekki að hún hefði lent hjá þér já stór spurning með þessa svartklæddu En ég fór líka á calitó í gær en var þar um 6 leitið nóg pláss en samt búið að taka allt frá í innri salnum fékk mér súpu og þorskin mjög gott Hafðu ljúft kvöld Elskuleg

Brynja skordal, 4.5.2008 kl. 17:43

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Eru þetta ekki Gasarar að koma með Gauja Þórðar. Frétti eftir óáræðanlegum heimildum, að hann hafi lent í yfirheyrslum hjá fótboltaverndarnefnd vegna þessara ísbaða sem hann heimtar að allir taki fyrir og eða eftir æfingar.

Þröstur Unnar, 4.5.2008 kl. 17:45

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.5.2008 kl. 18:16

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þröstur. - Gaui var nú bara með allt sitt fórboltalið í menningarferð á Akureyri um helgina. Hitti hann á Bautanum á föstudag. - Er ekki Gurrí bara að fela eitthvað?- Þessi þyrlupallur er nú á Jaðarsbökkum við bæjardyrnar hjá henni. Hún hefur ábyggilega sleppt þotustiginu og farið beint í þyrlurnar.

Haraldur Bjarnason, 4.5.2008 kl. 20:07

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Vonandi á ekki að gera neitt áhlaup á Himnaríki. Við vitum nú hvað sumir eru öfundsjúkir alltaf hreint.

Svona músíkk kemur mér alltaf í ákveðna stemmningu líka, takk, elsku Himnaríkisráðherra...(NB með stórum staf..)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.5.2008 kl. 21:27

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta er mjög spennandi með, njósnarana þrjá.  - Þarna er eitthvað að gerast? -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.5.2008 kl. 00:56

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Veistu hvað, ég er að horfa á Boldið, svosem ekkert að ske í dag, en það var líf og fjör í síðustu viku.  Eigðu ljúfa vinnuviku mín kæra. 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 09:13

8 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Kæri bloggari.

Áskorun....Prikavika í bloggheimum .....nú gefum við prik dagsins alla þessa viku í bloggheimum. Þú finnur eitthvað jákvætt, einstaklinga eða hópa sem hafa staðið sig vel.....og þeir fá
Prik dagsins
Kveðja Júl Júl.  P.s skoraðu á sem flesta að taka þátt

Júlíus Garðar Júlíusson, 5.5.2008 kl. 09:53

9 identicon

Hva?! Svakalega Blætonst. Veittir þú ekki þessum bófum eftirför? Þó ekki væri nema til að komast að því hvurn djöfulinn þeir eru að bralla, sem þolir ekki dagsbirtuna, hm.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 216
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband