13.5.2008 | 19:11
Óhæfur formaður?
Æ, æ, æ. Ég vonaði innilega að flóttamennirnir kæmu hingað á Skagann svo að við gætum lagt eitthvað af mörkum til að hjálpa okkar minnsta bróður/systur, eins og önnur sveitarfélög hafa gert. Var ákveðin í að bjóða mig fram til að vera einhverri fjölskyldunni innan handar á meðan hún kæmi sér vel fyrir á Skaganum.
Ég skammast mín sem Skagamaður fyrir að formaður félagsmálaráðs hér noti þau rök að betra sé að hlúa að Skagamönnum. Hvaða vandamál eru svo mikil og stór hér í bæ að ekki sé hægt að hjálpa illa stöddu fólki sem á sér enga framtíð í eigin landi (flóttamannabúðum)?
Ég veit um félagsmálastjóra annars sveitarfélags sem tók sér það vald að gefa neikvæða umsögn um frumvarp sem var að fæðast (staðfest samvist samkynhneigðra). Hann talaði ekki við neinn í félagsmálanefndinni á staðnum, heldur vísaði til siðferðilegra og trúarlegra raka gegn þessu. Ég frétti að allt hefði orðið vitlaust í bæjarfélaginu og e-m árum seinna þegar hann sótti um starfið aftur (hafði hætt í millitíðinni) fékk hann það ekki, bara út af þessu. Þetta var víst eina sveitarfélag landsins sem gaf neikvæða umsögn og þetta sveitarfélag er sko ekki þekkt fyrir þröngsýni.
Ég veit ekki til þess að Akranes sé það fátækur kaupstaður að ekki sé hægt að hjálpa þessum konum. Mér finnst þetta vera mikil þröngsýni og alveg sorglegt að ein manneskja hafi svona mikil völd. Þetta mun án efa hafa áhrif í kjörklefanum, svona hlut er ekki hægt að gleyma og ekki hef ég trú á því að meirihluti Skagamanna sé svona þenkjandi.
Hér er fréttin: Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks í Velferðarráði Reykjavíkurborgar leggja fram tillögu í ráðinu á morgun um að bjóða hóp flóttamanna frá Palestínu velkomin til Reykjavíkurborgar.
Í tilkynningu frá fulltrúunum segir, að ætlunin hafi verið að búa flóttafólkinu framtíðarheimili á Akranesi en í fjölmiðlum síðustu daga hafi komið skýrt fram í máli Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, formanns félagsmálaráðs á Akranesi, að ekki sé rétt að taka á móti flóttafólki þangað heldur eigi bærinn að einblína á vanda bæjarbúa.
Það er mat okkar að ekki sé leggjandi á flóttafólk að flytjast í bæjarfélag þar sem formaður félagsmálaráðs er á móti komu þeirra og vinnur opinberlega gegn dvöl þeirra þar. Það er trú okkar að þó svo sömu flokkar stýri málum í Reykjavík og á Akranesi, þá verði önnur afstaða tekin til málsins hér í borg," segir í tilkynningunni, sem Björk Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingar, skrifar undir.
Flóttafólk verði boðið velkomið til Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 185
- Sl. sólarhring: 351
- Sl. viku: 877
- Frá upphafi: 1505884
Annað
- Innlit í dag: 146
- Innlit sl. viku: 712
- Gestir í dag: 140
- IP-tölur í dag: 135
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Þessi frétt sló mig illa í dag....en ég hef enn ekki skoðað minn hug hvað varðar flóttafólk yfirleitt. Þetta fólk þarna er alveg landlaust en mikið á þeim eftir að finnast undarlegt Íslandið, sama hvort þau verða hjá þér í nágrenni himnaríkis eða í Reykjavík.
Ragnheiður , 13.5.2008 kl. 19:30
Held að það sé skárra að koma á Skagann og byrja alveg nýtt líf en vera áfram í vesældinni. Læra tungumálið og verða sjálfbjarga. Það er eins og sumir haldi að verið sé að bjóða hryðjuverkamenn velkomna til landsins. (Allir Íslendingar eru fyllibyttur. Allir Danir eru nískir bjórdrykkjumenn. Allir Skotar eru aurapúkar. Allir Írar eru drykkfelldir og rauðhærðir. Allir Palestínumenn eru hryðjuverkamenn-dæmið)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.5.2008 kl. 19:35
Lestu greinargerð mína á vef Skessuhorns.
Ég hef fullan rétt til að tjá afstöðu mína til málsins sem stjórnmálamaður og kjörinn fulltrúi sem starfar í umboði kjósenda. Að bera mig saman við einhvern félagsmálastjóra sem hefur verið embættismaður en ekki pólitíkus er að skjóta langt yfir markið - svo notuð sé ekta Skagatermínólógía.
Magnús Þór Hafsteinsson, 13.5.2008 kl. 20:03
Já, sem betur fer er lýðræði og allir mega hafa skoðanir. Það var líklega klaufalegt af mér að bera þig saman við hinn félagsmálastjórann, enda þessu ekki saman að líkja, ég mundi bara að gjörðir hans höfðu þau áhrif að hann fékk ekki embættið aftur, og ég bið þig velvirðingar á því. Hins vegar gæti ég ekki verið meira ósammála þér varðandi flóttamennina.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.5.2008 kl. 20:13
Hvað er það helsta Gurrí, sem þú ert ekki sammála Magnúsi um?
Er þetta ekki aðeins of geyst farið í að fjölga bæjarbúum svona mikið á einu bretti, án þess að hafa lausnir um t.d. húsnæði, atvinnu og aðlögun?
Ég mundi flytja í gám og lána vistarverur mínar um tíma ef það væri til þess að geta bjargað fólki í neyð, það er ekki málið.
Þröstur Unnar, 13.5.2008 kl. 20:36
Ég er EKKI félagsmálastjóri heldur formaður félagsmálaráðs Akraness.
Því miður er það þannig í pólitíkinni að oft þarf að taka erfiðar ákvarðanir og það á ekki síst við innan félagsmálaráðs. Ég hef komist að niðurstöðu í þessu máli. Sem stjórnmálamaður sem starfar í umboði kjósenda á Akranesi þá er það frumskylda mín að verja hagsmuni þeirra umfram hagsmuni annarra. Við búum við takmörkuð gæði sem er bæjarsjóður.
Ég var ekki kosinn til að sinna málefnum flóttafólks á Akranesi. Þannig er það bara. Það var aldrei til umræðu í kosningabaráttunni árið 2006 hjá neinum flokki að gera slíkt á kjörtímabilinu.
Þið sem viljið taka þá áhættu að bæjarsjóður verði í framtíðinni fyrir verulegum fjárútlátum vegna flóttafólks verðið þá að minnsta kosti að koma með ábendingar um það hvaðan við ætlum að taka þá peninga af þeim fjármunum sem ætlaðir eru í velferðarmál og félagslega aðstoð innan bæjarfélagsins.
Eigum við að taka þá af öldrunarþjónustunni? Eigum við að hækka leikskólagjöldin? Eigum við að neita öllum fátækum foreldrum sem biðja félagsmálaráð um að greiða æfingagjöld eða mat í leikskólum og grunnskólum um hjálp? Áfram má telja.....
Það er auðvelt að dæma okkur sem berum ábyrgð og sennilega aldrei léttara en þegar um er að ræða svona mál. En ég hef hreina samvisku og mun óhræddur leggja störf mín í dóm kjósenda eftir tvö ár.
Magnús Þór Hafsteinsson, 13.5.2008 kl. 20:39
Mér kemur ekki á óvart þessi afstaða Magnúsar Þórs, þegar málflutningur hans í málefnum innflytjenda eru skoðuð.
Þetta er skammarlegt og Gurrí ég er þér svo innilega sammála.
Hvaða vandamál geta verið svona slæm á Akranesi að ekki sé hægt að hjálpa fólki sem kemur úr algjörri neyð, til sjálfshjálpar.
Svínarí.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.5.2008 kl. 20:48
Ég er nú alveg pollrólegur yfir svona árásum frá villta vinstrinu eins og kemur fram hjá Jenný Önnu Baldursdóttur. Fyrirsjáanlegt innantómt glamur.
Magnús Þór Hafsteinsson, 13.5.2008 kl. 20:51
Jæja, brussubína er búin að lesa aftur í gegnum greinargerð Magnúsar, miklu hægar að þessu sinni ... og verður að viðurkenna að sitt af hverju þar er vel rökstutt.
Ég hafði ekki tekið eftir afarkostunum, annað hvort allir eða enginn ... og skorti á eðlilegum upplýsingum og svörum til bæjarins. Mér finnst samt hrikalega sorglegt ef við getum ekkert gert. Ég snöggreiddist þegar ég sá hvað stóð í meðfylgjandi frétt, enda komum við Skagamenn mjög illa út í henni, en þar mætti gæta meiri sanngirni. Ástæðan fyrir því að ég nenni yfirleitt ekki að skrifa um svona mál er skítkastið og oft og tíðum sérkennileg túlkun mála.
Er ekki bara kominn tími á bold?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.5.2008 kl. 20:54
Innlitskvitt í himnaríki, hér er sól og blíða og ég hress og kát, en þú darling???
Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2008 kl. 20:58
Hornfirðingar tóku á móti hóp flóttamanna frá fyrrum Júgóslavíu árið 1996 - frekar en 1997- minnið aðeins farið að gefa sig.Hornafjörður var þá reynslusveitarélag með allt á fullu - meðal annars var sveitarfélagið að taka við grunnskólanum, heilsugæslunni, hjúkrunardeild aldraðra og málefnum fatlaðra - og byggja upp nútímalega, samþætta félags ög heilbrigðisþjónustu á öllum stigum. Með öðrum orðum - samfélagið var á kafi með litla stjórnsýslu að byggja upp öfluga samfélagsþjónstu.Þrátt fyrir það - og kannkse .ess vegna - þá var samfélagið í heild sinni reiðubúið að taka við 21 flóttamanni.Rauði krossin, sveitarfélagið og fólkið í samfélaginu tók höndum saman og tók vel á móti þessu fólki sem flest allt hefur nnáð að fóta sig afar vel í íslensku samfélagi.Þetta verkefni skilaði ekki bara flótamönnunum góðu - heldur var það afar dýrmætt fyrir hornfirkst samfélag.Akranes ætti að vera enn öflugra sveitarfélag til að taka á mót hóp flóttamanna.Ski ekki í Magnúsi - sem mér hefur alltaf fundist spennandi stjórnmálamaðuir þótt ég sé oft ekki sammála honum - í þessu máli. Held hann sé á rangri leið.
Hallur Magnússon, 13.5.2008 kl. 21:19
Já flott hjá Hornfirðingum Hallur. Í dag er árið 2008 og 25 fjöldskyldur bíða eftir húsnæaði hér í bæ.
Hvað viltu segja við þær? "Nú tökum við höndum saman og hjálpum innflytjendunum öll sem einn, þið bíðið bara nokkur ár í viðbót, elskurnar"?
Þröstur Unnar, 13.5.2008 kl. 21:30
Þessi frétt sló mig illa!! Mjög illa! Eru Akurnesingar svo blankir að þeir hafi ekki efni á að rétta hjálparhönd?
Svei attan!!
Hrönn Sigurðardóttir, 13.5.2008 kl. 21:31
Ja ég meinti það kannski ekki alveg svoleiðis Gurrí. Ég held nú ekkert að þetta sé neinir terroristar, ég fann bara til með þeim að vera sendir hálfpartinn á kaldan klaka miðað við það sem þau eru vön. Kannski aðlagast fólk bara vel.
Einhversstaðar (man ekki hvar) úti á landi voru teknir inn margir flóttamenn, enginn þeirra ílengdist þar. Þeir sem ekki fóru aftur til heimalandsins fóru til Reykjavíkur.
Ragnheiður , 13.5.2008 kl. 22:04
Hjálpið þessu fólki annarstaðar en á Íslandi það er komið allt of mikið af útlendingum hér.Stend með þér Magnús Þór;)
bb (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 00:42
Set spurningamerki við 60 manns á einn stað. 21 fór á Höfn í Hornafirði. Mér finnst það skynsamlegri fjöldi, eða þá t.d. fjórir ca. 15 manna hópar. Annars er of mikil hætta á "gettómyndun" og að hópurinn falli ekki nægilega vel inn í samfélagið sem fyrir er. Árangur svona verkefnis fellst að stórum hluta í því að nokkrar fjölskyldur eins og Gurrí taki þetta fólk að sér, bjóði því í saumaklúbbana, jólaböllin og taki það almennt inn í samfélagið sem fyrir er. Slíkt er orðið mun erfiðara með 60 manna hóp.
Skiptum þessu í fjóra hópa á fjögur bæjarfélög. Ég held það muni skapa betri niðurstöðu bæði fyrir bæjarfélögin og viðkomandi einstaklinga.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 14.5.2008 kl. 02:09
Æi, Kjarri, reyndu að halda þræði í umræðunni! Þú segir: "Reynsla af Flóttafólki (svo) er sú að það hefur aldrei í sögu þjóðarinnar verið einhver byrði frá byrjun flóttamannahjálpar Íslands 1952". Svona staðhæfing er málstaðnum ekki til hjálpar. ..."og sumir sig flytja um set til höfuðborgarinnar eftir árið og margir fara aftur til síns heima, fá nóg af kuldanum." Óttalegt gaspur er þetta í þér! Veistu ekki að hér er um að ræða ríkisfangslaust fólk?
Síðueigandi verðurskuldar hrós fyrir að viðurkenna að sitt af hverju í greinargerð Magnúsar er vel rökstutt. Virðingarvert.
Reykjavíkurmær (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 02:11
góð grein Gurrí, ekki orði ofaukið, þetta er leiðinlegt fyrir Akranesbæ. Ég held líka að það hefði verið betra fyrir hópinn að koma sér fyrir í góðum litlum bæ útá landi í stað stóru ljótu borgarinnar
halkatla, 14.5.2008 kl. 09:30
Alveg sammála Magnúsi. Og vil bæta við að það er komið (of) mikið af útlendingum hingað til lands. Við höfum alveg nóg með að höndla það fólk, sem komið er og sjá til þess að það læri íslensku og fái góð skilyrði til að koma sér fyrir. Og börn þess góða skólagöngu o.s.frv. Einnig þarf þjóðin að fá ráðrúm til að átta sig á nýjum tímum og ég tala ekki um í þeim þrengingum, sem nú dynja yfir okkur. Gurrí, þú ert fín kona og flott hvernig þú tekur á athugasemdum.
Áfram með Boldið!!
Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 11:26
Auður, ég vil nú samt endilega fá flóttamennina ... þótt ég skilji alveg sumt í rökfærslu Magnúsar, þetta verður ekkert auðvelt. En hægt ef viljinn er fyrir hendi og allir leggi sitt af mörkum eins og var gert þegar Vestmannaeyjagosið var 1973.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.5.2008 kl. 14:37
Nú þarf ekkert að ræða þetta meira,Karen þarna gengin í D og bæjarstjórinn með nikkuna líka! EFtir sitja kjósendur FF, magnús Þór og sonurinn síkáti m.a. með sárt ennið!
En spurningin lifir, hvort var það Magnús eða Björk sem voru "dropin sem fyllti mælin"?
Magnús Geir Guðmundsson, 14.5.2008 kl. 17:43
Karen hefur án efa gert ansi marga kjósendur Frjálslyndra öskureiða. Stjórnmál geta verið svo andstyggileg og engu að treysta. Mikið er ég fegin að vera óháð í pólitíkinni. Samt er ég hálfleið yfir þessu öllu saman.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.5.2008 kl. 18:02
Góð grein hjá þér Gurrý. Þetta verður ekkert erfitt, bara gaman. Sumir eru bara ekki gestrisnir svo ekki sé meira sagt.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 14.5.2008 kl. 20:44
'Afram Magnus Þór.Ekkert hippókrata rugl.
Steinrikur. (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 21:44
Ef það flokkast sem rasisti að setja Íslendinga í algeran forgang og það sé alger forgangur að aðstoða íslendinga sem eiga í alvarlegum vandræðum félagslega þá er orðið rasisti farið að hafa alveg nýja merkingu. Ég kalla svona gjörning hjá Kareni Jónsdóttur alvarlega aðför að Íslenska lýðveldinu og hrein og klár föðurlandssvik og er svoleiðis er saknæmt, þú hefur fullan stuðning frá mér Magnús Þór Hafsteinsson.
Sævar Einarsson, 15.5.2008 kl. 18:12
Góð grein og ég er alveg samála.
Georg P Sveinbjörnsson, 15.5.2008 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.