21.5.2008 | 11:01
Ungleg í strætó og pirrandi morgunlyktarskyn
Missti næstum af strætó í morgun. Erfðaprinsinn truflaði einbeitingu mína með því að gefa mér kaffi í götumáli, grunlaus um þær afleiðingar sem það átti eftir að hafa í för með sér. Ég þaut niður stigann og var næstum búin að velta nágrannakonu minni um koll. Hún bauð mér bílfar út á horn sem ég þáði í gríni af því að það er svo hallærislega stutt vegalengd. Þessi bíltúr bjargaði reyndar deginum. Þegar við granna komum út á horn var strætó kominn á stoppistöðina! Mikil hlaup í morgunsárið skemma algjörlega alveg fyrir mér daginn ... virðuleikinn fer veg allrar veraldar og kannski hleyp ég hallærislega ... Gummi bílstjóri hefur stofnað hagsmunafélag strætóbílstjóra gegn fokkings kaffidrykkjufólki og horfði grimmdarlega á næstum því uppáhaldsfarþegann sinn sem kom inn með kaffi. Auðmjúk himnaríkisdrottning sagði að málið væri eiginlega tómt (það var hálft), bara tveir sopar eftir, þegar Gummi ætlaði að vera svo "sætur" í geðillsku sinni að fleygja málinu í ruslið fyrir mig. Ég þorði þó ekki annað en að drekka restina í tveimur sopum og var búin með allt áður en við komum að sætukarlastoppistöðinni. Þetta er lokað mál með pínulitlu gati til að drekka úr, ég sitjandi með öryggisbelti í rútu, ekki með glanna undir stýri ... hvert er vandamálið? Líklega er bara verið að sýna Gísla Marteini að hann hafi ekkert vit á strætómálum ... svona attitjúd! Mér leið eins og lítilli (jafnvel spastískri) stelpu með ís þegar Gummi fór að nöldra. Svo rann allt í einu upp fyrir mér ljós. Honum finnst ég (49) bara svo rosalega ungleg og var í raun og veru hræddur við að ég hellti kaffi út um allan vagn. Þegar ég fattaði það sem bjó að baki nöldurins varð dagurinn sólríkari og ég brosti sætt til Gumma sem tók ekkert eftir því. Við komu í Mosó reis ég virðulega úr sæti mínu, tók tómt götumálið úr tösku minni, veifaði því fyrir framan Gumma og fleygði því með attitjúdi í ruslatunnuna í Hátúni. Aðeins að sýna honum að ég væri fullorðin og ábyrg, eins og lang-, langflestir farþegar Skagastrætó!
Aðeins þrír Indverjar voru í strætó 18 en enginn þýðandi og enginn blaðamaður. Annað hvort hefur þýðandinn sofið yfir sig, farið upp í rangan eða er ekki á vakt í dag. Sama að segja um DV-blaðamanninn, sem mig minnir reyndar að hafi verið sá sem bjargaði mér upp á gangstétt í vetur þegar bíll kom hratt á móti mér á götunni og ég komst ekki sjálf upp á gangstéttina vegna snjóruðnings. Hann var eins og Indiana Jones, notaði handlegginn eins og svipu og vippaði mér upp á gangstétt sekúndubroti áður en ljóti jeppinn hefði keyrt á mig, eða flautað á mig ... Finnst of langt síðan til að spyrja hann, líklega hversdagslegur atburður hjá honum en ógleymanlegur hjá mér. Ég gat því engu nesti rænt og varð að kaupa mér rándýran morgunverð.
Ég er eitthvað svo rosalega lyktnæm í dag ... (ábyggilega ólétt) og fannst bókstaflega allir á stoppistöðinni í Mosó reykja (tveir, langt í burtu) og reyna að blása á mig þótt það væri á móti vindi. Þótt ég reyki sjálf (lítið) þá finnst mér þetta sjokkerandi lykt á morgnana þegar maður er svo ferskur. (Reykingafasistar athugið: Ég blæs ekki reyk á reyklausa eftir hádegi, frábið mér slík komment, takk).
Ritstjórinn minn setti svo á sig ilmvatn í morgun, einhverja prufu sem ég hafði prófað á föstudaginn og fundist viðurstyggð. Af og til gaus upp skrýtinn fnykur fyrr í morgun en held að hún hafi hlaupið öskrandi inn á bað til að þvo lyktina af. Mætti ég þá heldur biðja um Búsjerón eða Cartíer perfjúm.
Svo fór Hrund blaðamaður að borða harðfisk, nýbúin að loka glugganum. Harðfiskur er skárstur af þessu en þá þarf Hrund helst að garga: "Harðfisksaðvörun" áður en hún opnar pokann, lyktin verður skárri ef maður þarf ekki að uppgötva sjálfur uppruna hennar. Held ég verði að fjárfesta í þvottaklemmu. Ef hún er með marglitum steinum gæti ég komið nýju trendi af stað, tískunefklemmur fyrir viðkvæmt lyktarskyn. Þetta er svona prinsessuábauninni-dæmi sem undirstikar enn og aftur að ég er hefðardúlla.
P.s. Mikið ofboðslega er bókin Laxveiðar í Jemen skemmtileg bók.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 5
- Sl. sólarhring: 50
- Sl. viku: 639
- Frá upphafi: 1505992
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 516
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ha? var ekki morgun-kaffisopinn nóg til að búa þig undir þennan hrylling?
Reyndar mundi ég ekki vilja láta opna harðfiskpoka í andlitið á mér, svona snemma morguns. Hmm...
Eigðu góðan dag
Uppáhellarinn (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 11:08
Ótrúlega flott og skemmtilega skrifuð færsla Innlitskvitt, kv. Vallý
Valgerður Sigurðardóttir, 21.5.2008 kl. 11:11
Um hvað fjallar bókin Laxveiðar í Jemen eiginlega? Ekki þó laxveiðar?
Lára Hanna Einarsdóttir, 21.5.2008 kl. 11:53
Hún segir frá þeirri hugmynd olíufursta nokkurs frá Jemen um að bjóða upp á laxveiði í Jemen til að efla samlyndi og frið, landsmenn hans ættu að geta stuðað þessa mannbætandi íþrótt heima hjá sér. Ýmis bréf ganga á milli, dagbókarfærslur fiskifræðingsins, sem fær þetta risavaxna verkefni, birtar og þetta er bara svo skemmtilegt allt, frábær persónusköpun, góður húmor ... og ég er bara rétt að byrja.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.5.2008 kl. 12:46
Það er alltaf jafn gaman að lesa "Strætófréttir" spurning að gefa út svona blöðung með þeim. Ég hugsa að fleiri færu að taka strætó til þess að upplifa alla spennuna og dramað sem á sér stað í strætó! Þannig verður strætó að svona hip og kúl fyrirbæri og myndi bjarga almenningsamgöngum á stór-höfuðborgarsvæðinu! Hefðardaman í Himnaríki fengi svo fálkaorðuna fyrir vikið!
Vera Knútsdóttir, 21.5.2008 kl. 13:01
Hafðu vikk krem í töskunni og settu það í nefið kona bjargar alveg fersk mentol lykt finnur ekkert annað
Brynja skordal, 21.5.2008 kl. 14:21
góða skemmtun yfir laxveiðibókinni, hún höfðaði til mín framan af, en svo.......................
jæja, ég get sagt að ég hafi klárað hana, þ.e. ef enginn spyr um endirinn
Guðrún Jóhannesdóttir, 21.5.2008 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.