Skemmtilegur Simmi, sprengja við skóla og spennandi sótboltaleikur ...

Eurobandid1Hér hefur sko verið unnið af kappi í dag og enginn tími til að kíkja á fréttir eða blogg. Því brá mér í brún þegar ein samstarfskonan í húsinu rauk út rétt áðan til að sækja barnið sitt því rýma átti Snælandsskóla. Tölvan mín fraus í fyrsta sinn í örugglega ár þegar ég ætlaði að kíkja á netfréttamiðlana en með hjálp unga, ljúfa tölvumannsins tókst að laga það á innan við mínútu.

Í hádeginu var mikið talað um Evróvisjón og ansi misjafnar skoðanir á lögunum, keppendum, klæðnaði, brúnku og slíku. Mér fannst Simmi gjörsamlega frábær kynnir, fyndinn án þess að rakka fólk niður á niðrandi hátt, bara skemmtilegur. Hlakka helling til annað kvöld. Vonandi kemst Ísland áfram, þá verður fyrst alvörustemmning þegar sjálf keppnin hefst! Spennandi leikur verður svo í OPINNI dagskrá í kvöld kl. 18.45, eða MU-Chelsea ... aðalleikurinn, úrslitin, arggggg. Skyldi maður ná Grey´s Anatomy?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Heldurðu með MU eða Chelsea??

Hverju spáir þú um úrslitin'?

kv frá Völlunum

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 21.5.2008 kl. 16:24

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er alltaf svolítið veik fyrir MU ... en líka Chelsea eftir að Eiður Smári var það. Þar sem völva Vikunnar spáði MU sigri í Landsbankakeppninni í Englandi og það rættist er ég ekki jafnstressuð yfir úrslitunum, hlakka bara til að horfa á góðan bolta. Þori hreinlega ekki að spá fyrir um úrslitin ... en segi sagt 3-2 fyrir MU.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.5.2008 kl. 16:58

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Er ákaflega fegin að vera í vinnunni því ég veit að karlinn minn situr dýrvitlaus yfir leiknum. Gott líka að hann verði búinn að jafna sig þegar ég kem heim ef MU skyldi tapa. Ekkert skil ég í honum að vera ekki giftur þér. Var ég ekki örugglega búin að kynna ykkur annars?

Helga Magnúsdóttir, 21.5.2008 kl. 19:42

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, jú, þú kynntir okkur en án árangurs. M'er finnst hann æði en ætla samt ekki að giftast honum. Hehehehehehe!

Leikurinn hefur verið mjög spennandi og skemmtilegur. Seinni hálfleikur að hefjast, hættu að trufla mig. Staðan er 1:1. Ég næ varla andanum fyrir æsingi. Finn að ég held með MU, ég var svo spæld þegar Chelsea-menn jöfnuðu! Hann er að byrja, bæ.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.5.2008 kl. 19:49

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Áfram MU!!!     Seinni hálfleikur að byrja NÚNA!

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.5.2008 kl. 19:49

6 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég vona að þú sért að horfa á leikinn. Engin smá! Vítaspyrnakeppni og allt.

Fjóla Æ., 21.5.2008 kl. 21:20

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er að sturlast, Ronaldo klikkaði á vítaspyrnunni ... arggggg

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.5.2008 kl. 21:28

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

OMG, OMG ... síðasta vítaspyrnan að koma .... held að þetta sé mest spennandi leikur sem ég hef séð ... framhjá ... vá, vá, vá, bráðabani!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.5.2008 kl. 21:31

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Giggs, þú getur þetta .... plís ... auðvitað

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.5.2008 kl. 21:33

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jesssssssssssssssssssssssssssss

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.5.2008 kl. 21:34

11 identicon

Aumingja Chelsea, þeir voru næstum því með þetta :(

Skagakona (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 21:41

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æ, dúllurnar, ég hefði skælt ef Eiður Smári hefði enn verið með. Þeir fengu þó alla vega silfrið.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.5.2008 kl. 21:51

13 Smámynd: Brynja skordal

Jessss mínir menn unnu En sá þig koma úr strætó í dag var á ferðinni í bíl með dóttir minni hefði nú átt að flauta á þig skvís

Brynja skordal, 21.5.2008 kl. 22:59

14 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Æi skólinn minn og minna var næstum því sprengdur eða þannig, allt gekk vel og engin sprengja sprakk.  Varðandi Regínu og Friðrik, þá eru þau rosalega vel að okkar kynningu komin..þar til annað kemur í ljós... Þú elsku bloggkona á  mínu svæði ert mikill og flottur penni.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 22.5.2008 kl. 01:48

15 identicon

Eurovision hvað er það? einhver leiðinlegasta samkoma í Evrópu, full af " H'ER KEM 'EG F'OLKI" horfi ekki á þetta, fer frekar í bíó

siggi (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 07:38

16 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Takk fyrir síðast Gurrí mín. Alltaf einstaklega gaman að hitta þig himnaríkisljósið mitt.

Steingerður Steinarsdóttir, 22.5.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 648
  • Frá upphafi: 1506001

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 525
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband