Sannir vinir og svo hinir sem fá senda þorrabakka

RússlandBretland 6, Lettland 2, Portúgal 7, Noregur 8, Spánn 4, Malta 6, Finnland 7, Svíþjóð 8 og
Danmörk 12.

Þessi lönd eru vinir okkar, alvöruvinir. Til þessara landa skulum við fara í sumarfrí, knúsa, kyssa og þakka fyrir okkur. Hinir fá senda þorrabakka við fyrsta tækifæri. Já, ég hélt sko bókhald yfir þetta.
Fann fyrir ógurlegri þakklætistilfinningu þegar elsku Danir gáfu okkur fullt hús og komu okkur upp úr 17. sæti (held ég) og upp í það 14. (held ég).

GriðastaðurNú er það bara spennubók, Griðastaður eftir Raymond Khoury. Hún er í Da Vinci-lykilsstíl, sýnist mér.

Um bókina: "Napólí árið 1750. Í skjóli myrkurs ryðjast þrír vopnaðir menn undir forystu prinsins af San Severo inn í höll eina og krefjast þess að íbúi hennar ljóstri upp leyndarmáli sem hann einn þekkir. En hann sleppur og eftir stendur prinsinn, heltekinn af trylltri löngun til að komast yfir leyndarmálið.
Bagdad árið 2003. Í brennandi eyðimerkurhitanum rekst herfylki í eftirlitsferð á leynilega rannsóknarstofu þar sem tugir karla, kvenna og barna hafa verið myrtir á hryllilegan hátt. Vísindamaðurinn sem ber ábyrgð á voðaverkinu kemst undan en skilur eftir vísbendingu, dularfullt tákn sem virðist búa yfir ógnarmætti.
Í Berút er fornleifafræðingnum Evelyn Bishop rænt og Mia dóttir hennar leggur upp í háskalega ferð til að finna hana og komast að leyndarmáli táknsins."

Nýbúið er að ræna Evelyn þar sem komið er sögu hjá mér og Mia, dóttir hennar, er enn í yfirheyrslu.

Megi annars kvöldið verða gott hjá ykkur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, elskan mín! Þótt okkur þyki þetta kannski gott þá eru flestir útlendingar skíthræddir við þetta skrýtna fæði sem lyktar! Múahahahhaha

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.5.2008 kl. 22:49

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Danir rúla  ....

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.5.2008 kl. 23:03

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

"Það var MJÖG gaman að hitta þig loksins í eigin persónu. Ætla að blogga um þá svaðalegu lífsreynslu eftir Evróvisjón" sagði Gurrí fyrr í kvöld þegar hún þakkaði bloggvini fyrir síðast. Hann harðneitaði að hún hafi klipið hann í rassinn en kleip hún eða kleip hún ekki...  Ef ekki í rassinn, hvar þá? Hver var hin svaðalega lífsreynsla Gurríar við mjólkurkælinn í Krónunni? Af hverju var hún þar en ekki í Einarsbúð? Hver var rasssári bloggvinurinn?

Þetta er efni góða spennusögu. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.5.2008 kl. 23:11

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehheheh, Lára Hanna, er bara verið að njósna um sína? Já, ég hitti sko einn bloggvin í fyrsta sinn í eigin persónu við mjólkurkælinn í Krónunni. Kleip eða kleip ekki? Hef ég siglt undir fölsku flaggi sem siðprúð eða er ég kannski bara glyðra? Þessu verður svarað á morgun eftir Formúluna!

Já, J'ohanna, Danir rúla!!!

Svo sá ég á Euro-síðu að við lentum í 8. sæti á fimmtudaginn og Svíar í því 10. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.5.2008 kl. 23:33

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Við vorum nú meiri svínin við Svíana, það segir þú satt. Næsta ár gefum við þeim 12 stig.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.5.2008 kl. 00:20

6 Smámynd: Jens Guð

  Takk fyrir upplýsingarnar um þær þjóðir sem gáfu íslenska hörmungarlaginu stig.  Ég set þær umsvifalaust í viðskiptabann. 

Jens Guð, 25.5.2008 kl. 00:34

7 Smámynd: Tiger

  Iss bara .. ég er búinn að gefa þessari keppni gula spjaldið. Ferlega fúlt að fá ekki fleiri stig - frá fleiri þjóðum. Alveg hreint hundleiðinleg lög sem náðu mun lengra en við, t.d. Spánn ... 14. sæti isss .. ég sem var að gæla við 8 -9 sæti .. uss.

En, knús á þig Gurrí mín og hafðu góðan sunnudag mín kæra!

Tiger, 25.5.2008 kl. 01:29

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hehehe, alltaf sami gamli góði grínarinn hann Jens! Og þið elskurnar Lára hanna ættuð skilið báðar tvær að ég klipi ykkur í augnhárin, eruð svo aðlaðandi gellurnar!

Kræf já í kælinum syðra,

kleip í ónefndan mann.

Því auðvitað Gurrí er glyðra

og GLEÐIKONA með sann!

Magnús Geir Guðmundsson, 25.5.2008 kl. 01:35

9 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Jú Gurrí mín, Sendu þeim þorrabakka -í hefndarskyni !

Fannst þér samt ekki finnski þulurinn sætastur ? 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 25.5.2008 kl. 04:14

10 identicon

þORRABAKKI.NAMMMMMMMM.................

Steinrikur. (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 10:34

11 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Var að vonast itl að hitta þig í afmæli KK í gær en bíður bara betri tíma. Kær kveðja til mömmu þinnar og systur.

Bylgja Hafþórsdóttir, 26.5.2008 kl. 13:34

12 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Las þessa bók fyrir nokkru síðan á ensku er ágætis afþreying. Ætlaði að fara að rjúka til og kaupa hana þegar ég fattaði  að þetta væri "Sanctuary". He he.

Bylgja Hafþórsdóttir, 26.5.2008 kl. 13:37

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æ, Bylgja, það er svo lítið samband eitthvað ... ég hef bara tvisvar hitt KK, fyrst á fæðingardeildinni hér á Skaganum og svo heima hjá mömmu þegar Helen var með hana. Heilmikill vilji samt hérna megin. Finn að bílleysi mitt hefur háð samskiptum við ansi marga. Ef þau byggju hér á Skaganum væri ég eins og grár köttur.

Gott að vita að bókin er fín, gengur eitthvað hægt að lesa þessa dagana.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.5.2008 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 70
  • Sl. sólarhring: 257
  • Sl. viku: 762
  • Frá upphafi: 1505769

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 618
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband