Uppnám á svölum vegna klæðaburðar, smá sjónvarp og oggu bold

Svipað og hjá mérNáði góðu korteri á svölunum í dag ... sem er gott miðað við að sólböð eru ekki á dekurlistanum í himnaríki. Klæðaburður minn var skelfilegur. Blátt mynstrað pils og eiturgrænn fleginn bolur ... mávarnir görguðu af viðbjóði. Svo kom hafgola ég fauk inn enda lauflétt af hungri. Reyni að ná öðru korteri á morgun, þá er þetta orðið gott í sumar.

Saumaklúbburinn MissingEitt kvöldið fyrir stuttu horfði ég á spennuþátt sem heitir Missing. Skil ekki hvers vegna Stöð 2 kallar hann ekki saumaklúbb ... tvær konur í aðalhlutverkum, líklega af því að yfirmaður þeirra er karlkyns. Nema hvað, önnur konan fær alltaf flóknar sýnir um horfið fólk og þarf að reyna að ráða í þær með aðstoð samstarfskonu sinnar áður en týnda fólkið hverfur alveg. Ég var farin að hlæja eftir smátíma því að samstarfskonan truflaði alltaf sýnirnar með því að spyrja umhyggjusöm hvort allt væri ekki örugglega í lagi þegar sýna-konan stóð og horfði stjörf út í loftið eins og hún hefur gert til einhverra ára þegar hún fær sýnir. Þar með vaknaði sjáandinn sífellt upp úr transinum, samt ráðin í lögguna vegna þessarra hæfileika sinna. Frekar fyndið.

Nú verður tveggja tíma lokaþáttur Gray´s Anatomy í kvöld og hér ríkir mikil tilhlökkun. Erfðaprinsinn lætur engan segja sér hvað honum finnst skemmtilegt í sjónvarpinu og horfir á það efni sem hann fílar, hvort sem það heitir kjéddlínaefni eða kaddlaefni. Nú horfir hann á Simpsons á meðan ég fylgist með boltanum. Mikið rignir á aumingja fótboltamennina, þeir eru rennblautir.

HamstrahjóliðSumarbúðirnar hennar Hildu systur eru komnar á fullt og geta áhugasamir kíkt á sumarbúðabloggið (www.sumarbudir.blog.is) og dáðst að handbragðinu á skrifunum. Jú, einmitt, mín skrifaði þetta eftir fréttum úr sveitinni. Ég spurði Hildu hvernig hópurinn, sem kom í gær, væri og hún sagði að hann væri einstakur, gjörsamlega frábærir krakkar. Hún segir þetta alltaf í hverri viku og mér finnst það svo fyndið. Um 80 börn eru hjá henni núna en þegar hún var á Hvanneyri hafði hún pláss fyrir yfir 100. Ég man eftir því þegar sumarbúðirnar voru að byrja fyrir 10 árum og þá komu 30-40 börn á viku fyrsta sumarið. Svo jókst fjöldinn sífellt og síðustu árin þar voru alltaf 70-100 börn.

Taylor og StefaníaÞað er allt að verða vitlaust í boldinu enn eina ferðina. Þegar Taylor ætlaði að fara að kjafta öllu í Thorne rændi Hector henni og batt við handriðið. Svo fór hann að sveifla eldi til og frá, hún sparkaði í hann, hann rotaðist og bæði hefðu brunnið inni ef ekki hefði verið fyrir Stefaníu. Hún leysti ekki Taylor frá handriðinu fyrr en sannleikurinn var kominn í ljós, eða að Taylor hefði ekið á Dörlu. Þetta verður greinilega ættarleyndarmál, Stefanía er meira að segja búin að biðja löggumanninn um að hætta rannsókninni. Þegar Taylor kíkir á Hector á sjúkrahúsinu kemur í ljós að hann er orðinn blindur! Hún segir honum að Stefanía vilji að þessu verði áfram haldið leyndu og Hector er feginn að þurfa ekki að fara í fangelsi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og sólarkveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.6.2008 kl. 20:10

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Þú fengir nú nokkur korterin í sólinni ef þú hefðir drullast með mér, í stað þess að hanga daginn út og inn yfir stelpustöðinni. Hér á Albir er sko líka EM í gangi.

Eða var ég annars ekki búinn að bjóða þér með?

Þröstur Unnar, 11.6.2008 kl. 20:24

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, jú, þú bauðst mér með þarna við mjólkurkælinn forðum en ég sagði nei eins og fífl, hélt að það væri ekki EM í útlöndum ... nú naga ég mig í handarbökin. Skemmtu þér konunglega þarna úti, karlskröggur og passaðu þig á stelpunum .... heheheh

Knús og sól á móti til þín, Linda!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.6.2008 kl. 20:42

4 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ég hef lesið allar Missingbækurnar og þær eru þrælskemmtilegar. Dettur ekki í hug að horfa á þættina, samkvæmt orðspori eru þeir ekki nándarnærri eins skemmtilegir. Þetta eru unglingabækur en fullar af húmor.

Bannað að kjafta frá hvað gerist í Grey's... :þ

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 11.6.2008 kl. 21:02

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Stjáni er heima að taka upp Grey's fyrir mig. Ætla sko að horfa þegar ég kem heim.

Helga Magnúsdóttir, 11.6.2008 kl. 21:59

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Oh horfði á Grace.  Mikið rosalega er erfðaprinsinn vel upp alinn og skemmtilegur strákur, með almennilegan smekk.  Klónum hann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2008 kl. 22:53

7 identicon

Tvöfaldur Grays Anatomi og Sex and The City svísur hjá Opruh, oh my  god  

Minn reyndi hvað hann gat að bjóða mér í bíltúr, en sorry elskan, ekki í kvöld  Of mikilvægt sjónvarpskvöld til þess...........

Jonna (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 23:40

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég hringdi í Árna Finns áðan, hann mætir á morgun & verndar varginn sinn fyrir meinti sjónmengun þessari.

Nei Gurrí mín, ég er ekki að tala um fjarsýnitækiskassann.

Steingrímur Helgason, 12.6.2008 kl. 00:33

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Skepnan yðar, Steingrímur. Ég var örugglega stórglæsileg í augum þeirra sem sjá bara í svarthvítu.

Það væri gaman að lesa Missing-bækurnar, Hildigunnur, eftir hvern eru þær? Lofa að kjafta ekki frá Greysss! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.6.2008 kl. 00:53

10 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Meg Cabot :) Ég held að Fífa eigi þær allar, þú getur vel fengið þær lánaðar.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.6.2008 kl. 09:26

11 identicon

Ég er ekki frá því að mér finnist skemmtilega að lesa það sem þú skrifar um sjónvarp en að horfa á sjónvarp  Sparar líka tíma

Sigga (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 113
  • Sl. sólarhring: 298
  • Sl. viku: 805
  • Frá upphafi: 1505812

Annað

  • Innlit í dag: 90
  • Innlit sl. viku: 656
  • Gestir í dag: 89
  • IP-tölur í dag: 86

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband