Gray´s, bækur, bæjarferð, Kjötborg og draumur um Rúmfatalager

Grays AnatomyDásamlegur lokaþátturinn af Gray´s Anatomy. Myndin fraus í fimm mínútur og akkúrat þá var eitthvað dramatískt að fara að gerast. Held að speglun í sjónum á milli mín og útsendingarmastranna á Sementsturninum valdi þessu. Erfðaprinsinn sagði beiskur að þetta væri alveg týpískt, alltaf þegar eitthvað mjög spennandi væri í sjónvarpinu þá gerðist þetta. Af hverju fraus t.d. ekki þegar leiðindaþátturinn á undan var á dagskrá?

 

KonaFerTilLaeknisPlata DraumarÉg lauk við ansi góða bók í gær, Kona fer til læknis. Hún er með betri bókum sem ég hef lesið, svei mér þá bara. Nú get ég haldið áfram með spennandi strætóbókina mína, Morðin í Betlehem. Dexter var lesinn upp til agna nýlega og var alveg magnaður. Ég óttaðist svolítið að sjónvarpsþættirnir um hann væru byggðir á þessarri bók en svo er sem betur fer ekki.

Svo hef ég verið að hlusta á ansi hreint skemmtilega plötu/disk sem mér áskotnaðist nýlega og inniheldur tónverk eftir Einar Braga, bloggara, tónlistarmann og skólastjóra Tónlistarskólans á Seyðisfirði. Tónverkið heitir Draumar.

 

Reykjavík

Bæjarferð er fyrirhuguð á morgun, aðeins að viðra sig, hitta góða vinkonu og borða með henni hádegisverð. Svo finnst mér ekki ólíklegt að ég fari til Hildu í sumarbúðirnar. Það er svo brjálað að gera að hún annar því varla. Fólk hringir allan daginn og skráir börn ofan á allt annað og lausum plássum fækkar ört. Oft um miðjan júní og í byrjun júlí eru komnir biðlistar.

Rúmfatalagerinn á Akranes plísErfðaprinsinn fór í litlar og sætar sumarbúðir í Tungu í Svínadal eitt árið. Allt var fullt en Linda aumkaði sig yfir mig og stráksi fékk að vera með en gista í húsi við hliðina, hjá mömmu Lindu, yndislegri konu. Hann á frábærar minningar frá þessum stað. Vona að hann muni eignast jafnfrábærar minningar frá ferðinni til tannlæknisins sem fyrirhuguð er kl. 10 í fyrramálið. Sem minnir mig á, ætli Ósk tannlæknir sé búin að henda mér út af kúnnalistanum sínum? Ég þarf að kanna það, komin rúm tvö ár síðan ég fór síðast til hennar. Hún er það eina sem ég ætla að halda í frá Reykjavík, fyrir utan vinnuna, vinina og árlega Þorláksmessuheimsókn í Kjötborg. Allt annað fyrirfinnst hér á Skaganum ... nema auðvitað Rúmfatalagerinn. Vona að færeyski snilldarkaupmaðurinn fái hugljómun um að opna stað hérna, t.d. þar sem BT var þar til kreppan skall á fyrir nokkrum vikum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Knús í daginn til þín Gurrí mín.

Ég er einmitt að lesa þessa bók "Kona fer til læknis" og finnst hún frábær. Bæði er hún afskaplega vel skrifuð en það sem mér finnst merkilegast við hana er að hún hjálpar mér að skilja manninn minn betur og það sem hann er að ganga í gegnum. Ég er sjálf í heilsubaráttu og gruna/veit að svoleiðis er oft jafnvel erfiðara (andlega) fyrir aðstandendurna heldur en sjúklinginn sjálfan, svo vilja þeir gjarnan gleymast í öllum þessum ferlum. Ég var einmitt búin að ákveða í gærkvöldi að biðja manninn minn að lesa þessa bók og segja mér svo hvort þetta sé svona sem honum líði.

Vona að þú hafir það annars afskaplega ljúft í fríinu.

Tína, 12.6.2008 kl. 07:23

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Horfði á upptöku af Gray's í gær þegar ég kom heim og það fraus ekkert. Þetta er greinilega sementsturninn sem er að angra þig. Láttu setja hann í umhverfismat og rífa hann svo.

Helga Magnúsdóttir, 12.6.2008 kl. 13:11

3 Smámynd: I. Hulda T. Markhus

Hahahaha!!!
Skondin tilviljun þetta.
Ég fór sem krakki 4 sinnum á 3 árum í Sumarbúðirnar í Tungu til hennar Lindu

I. Hulda T. Markhus, 12.6.2008 kl. 15:56

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Við liggjum einmitt í Grey's (ég held mig við ameríska ritháttinn á þættinum) milli lestrar og vinnurispna. Þegar Sara vinkona Hönnu er hér er hins vegar horft á Friends. Hanna er ekki með sjónvarp, þannig að þetta kemur í staðinn. Í dag var prófadagur og þess vegna ekki mikið lesið, heldur bara tvöfaldur Grey's. Var búin að steingleyma því að þú ert í fríi þessa dagana, aha, vona að þú njótir þess vel.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.6.2008 kl. 17:31

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já tek undir það, RL vöruhúsið á Skaga - Takk ! Besta búð for efer!

Edda Agnarsdóttir, 12.6.2008 kl. 17:51

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég horfði líka á Gray , S Anatomy og það fraus ekki hjá mér.

Knús

Kristín Katla Árnadóttir, 12.6.2008 kl. 17:57

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sammála. Dásamlegur lokaþáttur. Enginn sementsturn hér.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.6.2008 kl. 17:59

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Vissir þú að myndin á disknum hans Einars Braga er eftir Röggu bloggara og gott ef þetta er ekki hún sjálf sem situr þarna á bekknum.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.6.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 32
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 724
  • Frá upphafi: 1505731

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 585
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband