Í sveitasælunni ...

Dreif mig í hjartans elsku sumarbúðirnar í gær og var vakin af barni í morgun .... ekki sumarbúðabarni, heldur mínu eigin, 28 ára gömlu ...

Þar sem hvorki kettirnir voru slasaðir né himnaríki brunnið gat ég EKKI skilið þessa þörf fyrir að hringja klukkan fimmtíu og átta mínútur yfir ÁTTA!!! Þvílík ósvífni og ég í sumarfríi. Ætlaði að vakna klukkutíma seinna.

Ég var beðin um að lesa kvöldsögu fyrir hópinn hans Davíðs, Höfrungana, í gærkvöldi. Davíð fór að setja inn myndir á heimasíðuna og ég las þrjá spennandi kafla fyrir strákana úr hinni stórkostlegu bók, Benjamín dúfu. Við Úlfur, strákurinn hennar Ásthildar Cesil, náum svona líka vel saman og hann segir að ég sé langbesta ... jamm, best að hafa þetta ekki montblogg ... ekki einu sinni þótt ég hafi þingeyskt blóð í æðum. Svo á ég hérna unga vinkonu líka sem þjáist stundum af miklum söknuði.. en það er samt auðvelt að koma henni til að hlæja. Dásamlegir krakkarnir hérna. Sumarbúðabloggið er www.sumarbudir.blog.is og heimasíðan (fullt af myndum) er www.sumarbudir.is. 

Ég er í tölvunni hans Davíðs frænda, þess vegna rýkur ekki út úr eyrunum á mér ... við Makki eigum lilta samleið. Ættingjar og vinir Hildu systur hrista hausinn yfir vali hennar á tölvu. Ellen, dóttir hennar, klökknar stundum. 

Úps, er að fara að taka myndir af krökkunum í kvikmyndagerðinni í aksjón. Þau eru öll í búningum og æðislegt að ná þeim núna. 

Þangað til næst ... knús frá sumarbúðunum! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafðu það gott í sumarbúðunum.

Eigðu góðan dag

Skagakona (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 11:34

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Vona að þú hafir það gott og sért að fá eins gott veður og hér í Reykjavík. En líklega getur ekki verið sama sumarblíðan á öllu landinu og það um sömu helgina. Jæja aldrei að vita..

Hlý kveðja til þín. 

Kolbrún Baldursdóttir, 21.6.2008 kl. 20:11

3 identicon

Gulag????????......

Steinrikur. (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 00:54

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...uss Gurrí.....það er miklu flottara hér á Skaganum í sólskininu .....

Haraldur Bjarnason, 22.6.2008 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 224
  • Sl. sólarhring: 292
  • Sl. viku: 1766
  • Frá upphafi: 1460699

Annað

  • Innlit í dag: 203
  • Innlit sl. viku: 1427
  • Gestir í dag: 195
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ken
  • Krummi heitur
  • Galdraskjóða-Gurríar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband