Leið 15 - forgarður helvítis?

Múahahahaha„Hmm, hvað er í gangi? hehehehe“ sagði virðulegur maður í strætó 15 í morgun. Hann reyndi með hlátri að breiða yfir þá hallærislegu staðreynd að honum var allt of heitt á rassinum. Hann kíkti undir sætið sitt og róaðist eitthvað, enda sá hann bara það sem ég vildi að hann sæi, eða miðstöð. Ég stillti mig um að segja honum að hann sæti ofan á einum inngangi helvítis, strætó væri ekkert annað en forgarður. Ég hef fyrir slysni hrætt ansi marga menn frá mér með sannleikann að vopni. Þessi leit út fyrir að halda að ég hlyti að vera ofsatrúður (er þetta ekki gott orð?) ef ég færi að tala um helvíti. Þess vegna sleppti ég því líka að segja honum að ég byggi í himnaríki. Enda sat útlensk hjólreiðakona á milli okkar og truflaði algjörlega flæðið. Við Elín (Mosóbúi, hestakona og aðstoðarkona tannlæknis í miðbæ Reykjavíkur) höfum ekki getað setið saman í lengri tíma, eitthvað við útgeislun mína er ekki nógu fjandsamlegt þessa dagana og alls kyns ókunnugt lið, jafnvel útlenskt, hlassar sér hjá mér án nokkurrar miskunnar!

Slæmur héradagur ...Líf mitt er að komast í fullkomið horf, svona strætólega séð. Dagurinn í gær var greinilega eitthvað undarlegur, ljósaskiptalegur, svona tvælæt són. Indverjarnir fóru út á réttum stað í morgun, eltu okkur þýðanda og Sigurð Mikael ekki út úr strætó ... en það gerði ógreiddi maðurinn ... jamms, hann vaknaði greinilega á réttum tíma í morgun. Ég vildi ekki láta samferðamenn mína taka eftir því að ég fylgdist með þeim ógreidda og bar mig lymskulega að. Ætli sá ógreiddi vinni hjá Harðviðarvali eða jafnvel Europris? Annars koma ótrúlega mörg fyrirtæki til greina. Ef það væri vetur myndi ég segja að hann væri hæfilega undarlegur í útliti til að geta verið í Kvikmyndaskólanum.

Marley og égÞýðandinn var að lesa Oscar Wilde í strætó, ævisögu hans skrifaða af vini hans (Oscars). Á þessarri stuttu leið upp stigann bakdyramegin og að mötuneytinu gat  hann sagt mér ýmsar staðreyndir um Stalín. Það er ekki nóg með að strætóferðirnar mínar séu skemmtilegar, heldur eru stigagöngurnar lærdómsríkar í meira lagi. Ég sagði þýðandanum (sem reyndi að lesa OW) frá yndislegu bókinni sem ég var að enda við að lesa: Marley og ég. Bók sem situr á metsölulista New York Times og er gjörsamlega æðislega stórkostlega frábær!!! Hún er nýkomin út á íslensku og er í kilju, mæli heldur betur með henni. Þýðandinn sagði mér að konan hans hefði keypt hana í fyrra ... á portúgölsku en þau væru að reyna að læra það  göfuga tungumál Ronaldos og fleiri.

Megi dagurinn ykkar verða skemmtilegur og heppnin elta ykkur við hvert fótmál!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sææælar vinkona,

alveg er yndislegt að lesa skrifin þín hérna, ég hef kíkt reglulega en verð núna að skammast til að kvitta fyrst mín er ítrekað getið í þessu virðulega bloggi. Ég fór með leið 18 og varð ekkert smá hissa þegar allt þetta útlenda fólk hópaðist í vagninnn á leiðinni. Ég er afar glöð með að þetta var ekki rasismi í mér heldur greinilega staðreynd. Ég upplifði mig aleina og jafnvel hálf afvegaleidda því ég hafði aldrei tekið þennan vagn áður. Mitt ráð til þín varðandi ókunna fólkið sem sogast að þér á leið 15.... vertu alveg extra vinaleg við að gefðu því jafnvel knús og ástleitið augnaráð um leið og það sest í sakleysi sínu hjá þér, já eða hallaðu þér á öxl viðkomandi með sælusvip og ljúft bros á vör. Þá mun væntanlega verða autt sætið þegar ég mæti í strætó..hahahahaha, heyrumst síðar Gurrý mín,

kær kv Elín

Elín Mosóbúi með meiru :) (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 11:31

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhehe, þú hefur farið með leið 18 niður í bæ, ég fór í hina áttina, hef ekki prófað þessa leið líka.

Takk fyrir góðu ráðin, mun heldur betur kyssa sessunautana á næstunni, múahahahah

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.7.2008 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 174
  • Sl. viku: 652
  • Frá upphafi: 1505943

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 526
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband