4.7.2008 | 11:21
Hjartalæknir í Skagastrætó - ný lífsreynslusögubók komin út!
Loksins mætti ég með galopin augu í strætó í morgun eftir langþráðan mátulega langan nætursvefn. Bjóst alveg eins við að splunkunýi bílstjórinn úr móðu undanfarinna morgna væri jafnvel kona eða þaðan af verra ... eftir gott frí hef ég ekki verið nema skugginn af sjálfri mér eftir að þurfa að vakna uppúr sjö á morgnana, les lengi frameftir og sýni vítavert kæruleysi í því að reyna að fá almennilegan nætursvefn. Bílstjórinn reyndist alveg vera hinn skemmtilegasti karl, eins og mig minnti, og sagðist hafa sett met í morgun ... eða ekið með heila fjóra farþega frá Mosó til Akraness í fyrstu ferð. Helmingur farþega voru víst læknishjón, karlinn hjartasérfræðingur og á helgarvakt á sjúkrahúsinu. Það datt óvart af mér andlitið eitt augnablik ... læknir í strætó?? En hví ekki? Er ég ekki virðulegur blaðamaður, meira að segja aðstoðarritstjóri? Hví kýs ég strætó? Ja, ekki er það af neinum lúðahætti, ég þori bara ekki að keyra bíl ... Læknirinn tók víst rándýrar endurbætur á stofu sinni framyfir að eiga bíl ... og vá hvað ég skil hann. Öruggur með sig, þarf ekki stöðutákn á borð við jeppa. Er ekki líka svolítið flott að aka um í stórum, dýrum bíl og hafa einkabílstjóra?
Yfirleitt eru ansi fáir með fyrstu ferð á Skagann á morgnana á meðan fara tvær rútur af fólki í hina áttina, eða til Reykjavíkur. Notkun hefur greinilega aukist eftir skelfilegar bensínhækkanir síðustu vikna því það nægði að hafa bara einn vagn í fyrstu ferð allt sumarið í fyrra. Ég fór meira að segja stundum heim á Skagann með rútukálfi sl. sumar. Engin Elín kom upp í strætó í Mosó í morgun, ég sat með þrumusvip á andlitinu til að enginn þyrði að setjast hjá mér (eftir sundurstíun á okkur Elínu undanfarna morgna). Þegar mér loks tókst að taka frá sæti þá klikkar hún ...
Ógreiddi maðurinn sat í sama sætinu og í gær og breiddi svo vel úr sér að ég sá að hann var í brúnum, mjög illa burstuðum skóm. Sumir þjást af hræðslu við kóngulær eða töluna 13 og aðrir óttast skuldbindingu, þessi ungi maður gæti verið burstafælinn (hárbursta-, skóbursta- osfrv.) Svo var allt gert til að rugla mig og þýðandann í ríminu, nú fór hluti Indverjanna út á gamla staðnum og stærri hluti út um leið og við, nema sá ógreiddi kom út um leið og við, eins og í gær. Einhvern morguninn ætla ég ekki í vinnuna, heldur elta samferðamennina, bara til að geta sagt ykkur hvert liðið mitt fer. Við verðum alla vega að komast að því hvar sá ógreiddi vinnur, ekki satt? Minnir að Indverjarnir (karlar plús ein kona) séu hjá Glitni við tölvuforritun.
Nú var að koma út bókin 50 íslenskar lífsreynslusögur, fallega túrkísblá að lit og inniheldur 15 djúsí splunkunýjar lífsreynslusögur og 35 eldri sögur sem hafa birst í Vikunni áður. Vá, það var svo gaman að rifja þessar sögur upp. Sigurjón M. Egilsson, ritstjóri Mannlífs, sá mig handleika fyrsta eintakið (ógurlega montna, eins og Þingeyinga aftur í ættir er siður) og sagði vingjarnlega: Ég veit að þú samdir allar þessar sögur sjálf ... og þar að auki ertu völva Vikunnar! Ég vissi ekki hvort ég ætti að vera upp með mér yfir þessu áliti hans eða móðguð fyrir mína hönd, völvunnar og fólksins sem hefur sagt mér sögur sínar ... Ég hallast að því að þetta teljist hrós og SME álíti mig einstaklega hugmyndaríka, fallega, gáfaða og að auki með miðilshæfileika. Hver annar en miðill (völvan okkar) hefði getað sagt fyrir um lætin í borginni og að borgarstjórin myndi springa, hún segir reyndar að ríkisstjórnin springi líka ... Eina sem mér finnst ólíklegt að rætist hjá völvunni er að ÍA berjist um fyrsta sætið við Val í Landsbankadeild karla! Hún hlýtur að hafa lesið hugsanir mínar og tekið inn óskhyggjuna þegar ég tók viðtalið við hana ... ég held með ÍA og finnst Gaui Þórðar ekki fram úr hófi skapmikill, bara eðlilegur fótboltaþjálfari! Hverjum er ekki illa við dómara? Hér að ofan sést mynd af lífsreynslusögubókinni sem kom út í fyrra. Þessi nýja er næstum alveg eins í útliti ... nema túrkísblá!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Ferðalög, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 221
- Sl. sólarhring: 261
- Sl. viku: 913
- Frá upphafi: 1505920
Annað
- Innlit í dag: 179
- Innlit sl. viku: 745
- Gestir í dag: 172
- IP-tölur í dag: 166
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Hæ skvís. Ég á einmitt bókina síðan í fyrra, pabbi gamli er að lesa hana núna, ætla að ná mér í þá nýju. Þú mátt alveg vera montin (lesist hart) eins og góðir Þingeyingar. Ég held ekki með Gauja í þessu látum, finnst hann ótrúlegur. Hef verið að afla mér upplýsinga um Garðar dómara. Ég á eina dóttir og einn tengdason sem spila bæði fótbolta í þessari deild og Garðar hefur oftar ein einu sinni dæmt leiki hjá þeim og þeim líkar mjög vel við hann, þau eru líka búin að vera viðloðandi bolta síðustu 15 árin og treysti frásögn þeirra. En hafa ber í huga að sjaldan veldur einn þá tveir deila, nema deilt sé í með tveimur. Eigðu ljúfa helgi og ég hlakka til að fá næsta update af boldinu.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.7.2008 kl. 11:28
Ég var nú kannski að djóka pínkupons, mín kæra Ásdís! Jamm, dríf mig í að bolda innan tíðar. Knús austur
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.7.2008 kl. 11:35
Já, auðvitað maður verður að fá að djóka í bland. Maður á svosem aldrei að dæma neitt nema að hafa allar forsendur réttar. Knús.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.7.2008 kl. 11:43
Hafðu ljúfa og góða helgi sjáumst kannski á röltinu í írskum fíling
Brynja skordal, 4.7.2008 kl. 12:44
Komin ný Lífsreynslubók. Hm.. mér finnst ég nýbúin að lesa hina fyrri. Djö líður tíminn og þú ert alveg að fara að eiga afmæli. Nú drífum við Jóna okkur í afmælið ekki spurning.
Fundurinn var flottur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.7.2008 kl. 14:00
ætla kvitta hjá þér og óska þér innilega góða helgi mín kæra og takk að kvitta hjá mér kv Ólöf Jónsdóttir
lady, 4.7.2008 kl. 14:27
ERu sögurnar nýju þá kannski svolítið "Bláar" fröken Guðríður?
Nema hvað til lukku mín kæra og vonandi kæta sögurnar einhverja í allri sinni litadýrð!
Magnús Geir Guðmundsson, 4.7.2008 kl. 14:54
Búin að lesa bókina og hafði bara gaman af. Er ekki Bold á leiðinni? Maður er alveg orðinn út úr kú í Boldinu.
Helga Magnúsdóttir, 4.7.2008 kl. 16:22
Ég myndi nota strætó/rútu í og úr vinnu á hverjum degi ef aðstæður leyfðu - en hérna er það bara alveg úr kú að fara að taka 6 strætóbíla til að komast í vinnu og heim aftur - bara nenni því ekki.
Ég er sammála því að það eru örugglega margir sem nýta sér meira strætóferðir vegna tíðarinnar núna, enda bensínið komið uppúr öllu valdið í verði. Gott að vita til þess að margir geta nýtt sér þennan ferðamáta.
Hvar er svo hægt að nálgast þessar bækur með sögunum? Bara í bókó eða? Er alveg til í að nálgast þær því þessar sögur eru svo vel settar upp hjá þér og bara gaman að lesa (þær sem ég hef þegar lesið allavega). Skil vel að karlinn sé ánægður með fallega, gáfaða og hugmyndaríka miðilinn og rithöfundinn sinn - enda tók ég mér til fyrirmyndar hvernig þú bloggar (finnst uppsetningin svo frábær hjá þér) og fór að blogga í svipuðum/sama stíl og þú. Vona að mér fyrirgefist það.
Persónulega hefur mér aldrei líkað vel við Guðjón - finnst hann einhvern veginn virka eins og endalaus uppspretta af leiðindum, skapstyggð og það fylgir honum svo ótrúlega mikill ófriður. En það er svo sem bara mín skoðun sem þarf ekkert að vera neitt réttari en hvað annað..
En, knús á ykkur í himnaríki og vonandi eigið þið yndislega helgi framundan.
Tiger, 4.7.2008 kl. 17:04
til hamingju með þetta kæra kona! Það er kanski hægt að panta tíma hjá Völvunni með milligöngu þinni?? Verð pottþétt á skaganum þegar núllið klingir inn!
Sendi þér fjögurra blaða Smára inn í helgina.
www.zordis.com, 4.7.2008 kl. 18:32
fékkstu ekki póstinn frá mér þegar þú fórst í sumarfríið ? varstu búin að skoða hann ?
Hulda (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 21:46
Gurrí, þessar strætósögur þínar eru yndislegar, svei mér þá ef ég geri mér ekki ferð með strætó einhvern morguninn til að upplifa þetta! - Hef að vísu þrisvar notað strætó í fyrra og hitteðfyrra þegar ég þurfti að komast til og frá Akranesi á flugvöllinn. - Það hentar vel þvi leið 15 úr Mosó stoppar við flugvölinn í Reykjavík. - Hún er ótrúleg þessi stemning núna á Írsku dögunum, hef aldrei upplifað Skagamenn svona opna fyrr. Fór aðeins að kíkja á grillstemninguna áðan, þetta er frábært. - Sammála þér með Gauja og ÍA og dómarana, þetta er skrítið. - Er búinn að sjá tvo leiki núna eftir langt hlé frá úrvalsdeild og átta mig einfaldlega ekki á dómgæslunni. ! - Kveðjur á Jaðarsbakkann úr mýrinni í blíðunni. Þetta með rokið á Skaga er einhver útbreiddur misskilningur. - Heyrði það síðast í einhverri Bylgjuútsendingu héðan í dag.
Haraldur Bjarnason, 4.7.2008 kl. 22:25
Hulda, plata þig til að senda mér aftur bréf, það er búið að vera svo tryllt að gera. Skal svo sannarlega fara í málið. Var búin að senda þér svar, hélt ég, en það er líklega ekki rétt.
Knús á liðið og óskir um frábæra helgi ... og nei, Magnús, þetta eru ekki bláar sögur ... hehehhehe.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 4.7.2008 kl. 22:57
Knús á þig Gurrí mín og góða skemmtun um helgina, hvað svo sem þú tekur þér fyrir hendur.
Tína, 5.7.2008 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.