5.7.2008 | 13:50
Allt vitlaust hérna og enn meira í gangi í boldinu ...
Allt er að verða vitlaust hérna á Írskum dögum. Ég vaknaði upp eldsnemma um 11 leytið við lætin í sandkastalagerðinni hérna fyrir neðan. Það nísti hreinlega í gegnum merg og bein þegar litlir puttar klöppuðu á sandbyggingarnar ... jamm, eða þannig. Svona í alvöru þá er mikið um að vera. Mjög margt í boði. Mótokrossfólk keppir nú á sandinum, þyrla er á þyrlupallinum, held að það verði boðið upp á útsýnisflug. Tívolítæki á sundlaugarplaninu, Hemmi Gunn í íþróttahúsinu ... og allt er þetta í innan við þriggja mínútna göngufæri við mig. Ætla samt bara í laugardagsbaðið og skella mér svo í Borgarfjörðinn um fjögurleytið. Þar er a.m.k. sól, já, og útskriftarveisla.
Náði 17.45 strætó heim í gær og hitti í fyrsta sinn á konuna sem keyrir stundum strætó. Hún er bara frábær. Hin unga Krystina Cortes sat við hlið mér og var á leið til pabba, afa og ömmu í helgarheimsókn. Endastöðin er við pósthúsið þessa helgi og eftir að hafa kvatt Krystinu, sem bað kærlega að heilsa í sumarbúðirnar, enda dvalið þar nokkrum sinnum alsæl, ákvað ég að skella mér í Skrúðgarðinn. Ásgeir Páll stríddi Þorgeiri Ástvalds eitthvað í útvarpinu skömmu áður en við komum með strætó á endastöð og hló bílstýran mikið að því. Ég sagði henni að Þorgeir ætti ekkert gott skilið eftir að hann blekkti virðulega útvarpsþulu einu sinni. Hún kom til hans og spurði hvernig ætti að bera fram hljómsveitarnafnið hjá honum Boy George, eða Culture Club. Þorgeir horfði einlægur á hana og sagði: Súltúr slúbb. Þannig var lagið kynnt á Rás eitt við mikla ánægju þeirra sem heyrðu og föttuðu. Þegar ég kom í Skrúðgarðinn var búið að loka en ég fór upplýsingamiðstöðvarmegin inn og náði að kyssa Jóhannes tæknimann, minn gamla tæknistjóra og snilling af Aðalstöðinni. Hann leitar nú grimmt að símanúmeri Katrínar Snæhólm, svo ég komi því á framfæri, ég gleymdi að setja það í gemsann minn og gat því ekki hjálpað honum. Fékk líka kossa frá Þorgeiri og Ásgeiri Páli, enda gamlir og frábærir samstarfsmenn síðan ég var útvarpsstjarna á síðustu öld, svo létu þeir sig hverfa til höfuðborgarinnar. María bjó til hressandi latte handa mér þótt búið væri að loka og ég fékk far heim með Bylgjubílnum og gat vísað Jóhannesi á íþróttahúsið þar sem hann þurfti að tengja fyrir Hemma Gunn-útsendinguna sem fer fram í dag.
Þetta eru nú allt smámunir miðað við það sem gengur á í boldinu. Bridget segir Nick að hún elski hann enn ... jafnvel þótt hann sé kvæntur móður hennar. Hún ætlar úr landi til að nýta lækniskunnáttu sína til bjargar veikum börnum. Svo er kominn nýr maður til sögunnar, grunsamlegur garðyrkjumaður, sem reyndist vera dularfulli, ógnvekjandi maðurinn sem hræddi Phoebe svo hrikalega í myrkrinu rétt áður en Taylor, mamma hennar, kom henni til bjargar og keyrði óvart á Dörlu og drap hana. Hann kom í þeim tilgangi að kúga fé út úr Taylor, vill milljón dollara og þá mun hann þegja um það sem hann sá á slysstaðnum. Taylor misskilur hann á krúttlegan hátt, hélt að hann hefði séð hana kyssa ekkilinn, Thorne, og finnst svolítið fyndið að hann skuli segja að hann hafi séð allt. Áður en hann getur leiðrétt þetta kemur hinn nýlega blindi Hector slökkviliðsmaður og fær strax illan bifur á grunsamlega garðyrkjumanninum. Áður en sá síðastnefndi getur gert fleiri kúgunartilraunir sker Phoebe óvart af honum hendina þegar hún var að prófa garðyrkjuvélsög. Á sjúkrahúsinu lofar hún honum að sjá um hann, hann eigi bara að flytja heim til hennar og alles. Handarlausi maðurinn virðist glaður yfir boðinu ... þrátt fyrir allt.
Bridget svaf þarna hjá Nick, stjúpa sínum og fyrrum eiginmanni, þegar mamma hennar kyssti Ridge, fyrrum eiginmann til margra skipta, og nú þorir hún ekki að láta bólusetja sig fyrir góðgerðalæknisferðina nema tékka á því hvort hún sé mögulega ófrísk ...
Hvernig líst þér að við eignumst saman barn? spyr Nick konu sína, Brooke. Konurnar í boldinu eldast ekkert, eins og allir vita, það eru bara börnin sem verða gjafvaxta ansi hratt og byrja að taka þátt í ástarþríhyrningum og svona, sbr. Brooke, Bridget, Nick. Meira að segja Ridge, fyrri eiginmaður Brooke, var næstum byrjaður með Bridget einu sinni en það var eftir að hann fattaði að hún var ekki hálfsystir hans, enda Eric ekki blóðfaðir hans, heldur Massimo, faðir Nicks. Jamm. Hvers vegna er ekki hægt að innleiða fjölkvæni og fjölveri í þáttunum? Það myndi einfalda svo margt, Nick gæti verið kvæntur mæðgunum, Brooke gæti verið gift Nick og Ridge sem gæti þá verið kvæntur henni Donnu líka, systur Brooke og þegar Eric, pabbi (ekki blóðfaðir) Ridge, verður ástfanginn af Donnu, geta feðgarnir verið kvæntir henni báðir. Svo í framtíðinni í boldinu fer Taylor að halda við Rick, son Brooke og bróður Bridgetar, en áður á hún nú eftir að verða ófrísk eftir Nick ... og ganga með barn Brooke eftir hroðaleg mistök sem dr. Bridget gerir í eggjadeildinni. Ást Brooke til eggsins á síðan eftir að valda miklum flækjum ef marka má veraldarvefinn ... Rétt áður en ég ýtti á Vista og birta-takkann kom í ljós að BRIDGET ER ÓLÉTT EFTIR NICK, STJÚPFÖÐUR SINN OG FYRRUM EIGINMANN! Hálfsystir hennar, Felicia, kemur inn og heyrir: "Guð minn góður, ertu ófrísk?" Meira fljótlega! P.s. Ég var búin að gleyma því að mamma Bridgetar, hún Brooke, stal frá henni eiginmanninum Deacon og eignaðist Hope litlu með honum. Þetta er því hefnd við hæfi, ekki satt?
Erilsöm nótt á írskum dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 222
- Sl. viku: 640
- Frá upphafi: 1505931
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 515
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ó mæ god, þvílíkt drama, takk fyrir updeitið. Skemmtu þér vel með Irunum vona að allir hagi sér vel
Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2008 kl. 14:18
Til hamingju með daginn frú. Þú hebbðir nú bara gott af því að rölta í bæinn og skoða strákana. Það eru öngvir strákar þarna upp í eihnverjum Borgarfirði.
Þröstur Unnar, 5.7.2008 kl. 14:21
Pé ess: Vissir þú að þú ert að birta mynd af dóttlunni minni?
Þröstur Unnar, 5.7.2008 kl. 14:22
Mun sko skemmta mér vel, Ásdís, takk sömuleiðis, elskan!
Þröstur, alltaf gaman að kíkja á strákana en ég vil "versla" í minni heimabyggð og til að ég lendi ekki óvart á utanbæjarmanni þá ætla ég í Borgarfjörðinn ... heheheh.
Já, þetta er rammstolin mynd af Skessuhorni, hugsaði að þar sem ég er ákafur aðdáandi blaðsins og auk þess áskrifandi yrði mér fyrirgefið. Ég reyndar steingleymdi að geta þess hvaðan myndinni var stolið og biðst velvirðingar á því. Dóttir þín er náttúrlega bara sætust!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.7.2008 kl. 14:32
svo kemur Amber og giftist þeim öllum
Gunna-Polly, 5.7.2008 kl. 15:26
Samhryggist þér, Gurrí mín, að vera orðin uppvakningur!
Mbkv.
H.M. Sigurður
Sigurður Hreiðar, 5.7.2008 kl. 18:26
Djísús, hvað er alltaf æsispennandi líf þarna á Skaganum. Táp og fjör og frískir menn - og konur, - finnast hér á landi enn.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.7.2008 kl. 20:11
Þetta er nú meiri munurinn - maður þarf bara ekkert að eyða tímanum fyrir framan Boldið - Takk fyrir þetta!!!! Bið að heilsa Hildu!!!
Ása Ólafs. (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 20:44
Hehehhe, Siggi, ég ætlaði að hafa þetta hrökk upp og gleymdi að leiðrétta mig, svona óvönduð vinnubrögð, heheheheh
Jamm, boldið er sko æði og ekki verra fjörið á Írskum dögum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.7.2008 kl. 02:48
Held niðri í mér andanum. Gaman að fylgjast með fjölskylduflækjunni í Boldinu. Þegar ég horfði síðast (fyrir nokkrum árum) þá var Sallý Spectra tískutæfa erkióvinur og keppinautur Forresteranna, er hún og hennar slekt alveg dottin út? Fóru þau kannski í siglingu með Amber? Gaman að þessu.
kv. Kikka
Kikka (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.