5.7.2008 | 22:24
Skúrkur og bjargvættur
Samstarfsmaður minn sagði mér skemmtilega björgunarsögu fyrir skömmu, sögu sem gerðist fyrir kannski 15-20 árum, og sú rataði beint í nýju lífsreynslusögubókina sem var að koma út.
Töffari gengur eftir Njálsgötunni að nóttu til um helgi með dömu sér við hlið, sér reyk leggja út um glugga húss, gerir sér lítið fyrir og hendir sér á rúðuna (hann var í mótorhjólaleðurgalla) og rúllar inn í stofuna á glerbrotunum, leitar í íbúðinni þar til hann finnur gamla, sofandi konu í svefnherbergi við hlið stofunnar. Vekur hana og ber í fanginu út og bíður svo eftir slökkviliði og löggu. Þetta var mikið upplifelsi fyrir gömlu konuna sem lýsti þessu sífellt æsilegar eftir því sem hún sagði söguna oftar og ekki var verra að hún fékk að vera í heila þrjá tíma um nóttina í löggubílnum, enginn tími til að skutla henni heim til samstarfsmanns míns og konu hans fyrir fylleríslátum í miðbænum. Gömlu konunni þótti víst ógurlega gaman að tala við glæpónana sem komu aftur í löggubílinn til hennar og reyndi eftir bestu getu að vísa þeim rétta leið í lífinu. Hún var á náttkjólnum en kápu utanyfir og hárkollulaus en það var allt í lagi, þetta var svo spennandi.
Samstarfsmaður minn fór á Bíóbarinn nokkru seinna og hitti þar nokkra kunningja sína. Hann fór að segja frá þessu og einn maðurinn við borðið sagði: Aha, þetta var ég! Og já, það var maðurinn í meðfylgjandi frétt (sjá nánar á visir.is) sem bjargaði gömlu konunni frá bráðum bana á Njálsgötunni forðum. Leiðinlegt að vita til þess að hann tengist mögulega þessu máli.
Við Halldór frændi skruppum í Borgarfjörðinn í dag og áttum skemmtilega stund með Önnu vinkonu okkar og fleira fólki í fallega sumarbústaðnum hennar. Þar var glatt á hjalla, enda þekkir Anna bara fyndið og skemmtilegt fólk (eins og t.d. okkur Halldór) ... Sjálf sagði hún frá því að það væri þekkt innan sagnfræðinngar (hún er m.a. sagnfræðingur, tölvunarfræðingur og myndlistarkona) að það væri gefið út fyrra bindi, annað bindi og þriðja bindi af sagnfræðiritum ... mér fannst það mjög fyndið. Halldór sagði um tvær drykkfelldar konur sem hann kannast við ... að það hefði slest upp á vínskápinn hjá þeim og við orguðum úr hlátri. Stundum er gott að vera með penna og blað á sér til að hripa niður ... hugsaði það stundum þegar Tommi bílstjóri fór á kostum í strætóferðunum í denn. Nú ekur Tommi bara fyrir BYKO og er sárt saknað af okkur farþegum.
Erfðaprinsinn sótti mig á bílaplanið við Hvalfjarðargöngin af því að Halldór hatar mig og nennti ekki að skutlast með mig á Skagann á heimleiðinni, laug því að hann væri tímabundinn. Við Halldór vorum aðeins seinni þangað og hvað gerir löggan ef hún sér rauðan sportbíl standa kyrrstæðan og bílstjóri með sólgleraugu undir stýri? Jú, hún tékkar á málum ... Þegar hann sagðist vera að bíða eftir MÖMMU sinni þá þótti það nógu meinleysislegt til að hægt væri að kveðja brosandi án þess að vilja einu sinni sjá ökuskírteinið. Mig grunar að erfðaprinsinn fái sér Toyotu (ekki sporttýpu) næst! Við Halldór mættum svo þessum löggum skömmu seinna og vorum blessunarlega á 90 km/klst. Auðvitað, annað væri bara hálfvitalegt! Halldór fékk reyndar mjög góða útrás í síðustu viku þegar hann ók á bílaleigu-Benz á 270 km/klst á hraðbraut í Þýskalandi og var samt ekkert hraðskreiðari en flestir aðrir þar. Ég ætla sko með honum næst til Þýskalands á hraðbrautina, alla vega ætla ég að horfa á Formúluna á morgun. Vá ... 270, það hlýtur að vera gaman!
Annar handtekinn í húsbílasmygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 221
- Sl. sólarhring: 266
- Sl. viku: 913
- Frá upphafi: 1505920
Annað
- Innlit í dag: 179
- Innlit sl. viku: 745
- Gestir í dag: 172
- IP-tölur í dag: 166
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Farðu varlega stelpa, aldrei að vita hver smyglar hverju og með hverjum, ertu ekki annars á Íra veiðum í kvöld?? bið að heilsa herra Erli.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2008 kl. 22:26
Búinn að rot´ann Ásdís.
Held ég hafi sé prinsinn ráfandi um á "Tívolíplaninu" seinnipartinn, og hann var ekki með sólgleraugu, og aftur skömmu síðar á spjalli við einhverja ljósku.????????
Þröstur Unnar, 5.7.2008 kl. 22:32
Heheh, einhverja ljósku? Þetta var virðuleg nágrannakona úr "nýju blokkinni". Komst að því eftir strangar yfirheyrslur!
Já, Ásdís, ég fer varlega ... hérna yfir sjónvarpinu! Hehehhe! Hann er þó írskur leikarinn sem leikur í myndinni, Pierce Brosnan, sem yfirgaf Írland á afmælisdaginn minn, 12. ágúst 1964 (þann dag lést Ian Fleming, höfundur James Bond) til að gerast leikari í USA. Þessi fræðslumoli var í mínu boði.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.7.2008 kl. 23:30
Takk fyrir daginn, það var MJÖG gaman að fá þig uppí bústað og greinilega þörf á að þú kíkir oftar, fyrst það hafði breyst svona mikið frá því þú komst síðast.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.7.2008 kl. 00:10
sjiii ég var næstum farin að leiðrétta þig ég var svo viss um að Pierce brosnan væri frá Whales - ég hef greinilega alveg misskilið eitthvað
Marilyn, 6.7.2008 kl. 00:57
Já,nokkrum sinnum hef ég víst verið staddur undir sama þaki og þessi "Svarti riddari" og kannski spjallað við hann!?
Kannski var snótin sem hann leiddi þarna um árið ljóshærð kvinna með djúpa rödd sem komikð hefur nálægt störfum fyrir ákveðin stóran stjórnmálaflokk og varð svo fyrir nokkrum árum þekkt fyrir ákveðna siglingu?
Já, hver veit!?
Magnús Geir Guðmundsson, 6.7.2008 kl. 02:07
Anna, takk sömuleiðis fyrir frábæran dag, ég kíki sko oftar upp í bústað!
Marilyn, ég þarf að kanna málið betur, en ég hef alltaf haldið að PB hefði siglt frá Írlandi á 6 ára afmælinu mínu og út í hinn stóra heim.
Magnús, þú gerir mig brjálaða úr forvitni! Þetta hringir engum bjöllum hjá mér!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.7.2008 kl. 02:11
love you.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2008 kl. 10:32
góða vinnuviku gellan mín
Guðrún Jóhannesdóttir, 6.7.2008 kl. 11:22
Sé þig eftir helgi. Verð á kvöldvakt þannig að ef þú sérð gaddakylfuna máttu lauma henni á borðið hjá mér.
Helga Magnúsdóttir, 6.7.2008 kl. 14:51
Innlitskvitt og bestu kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.7.2008 kl. 20:52
Vonandi hefurðu átt góða helgi, og hitt marga rauðhærða hláturmilda Írska gleðipinna. En hvort vildir þú heldur fá Íslenska eða Írska tengdadóttir ?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.7.2008 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.