Karlarnir í strætó sögðu "sæt, sæt, sæt!"

Daðrað í strætóFann mikinn mun á öllu umhverfi mínu í morgun og hvernig það brást við tilveru minni og andliti. Karlarnir í strætó sögðu sæt, sæt, sæt og strætóbílstjórarnir heimtuðu ekki að sjá græna kortið mitt tvisvar, sem samsvarar því að borga tvöfalt í strætó, en það hafa þeir gert undanfarið. Jú, leðurfésið fer hverfandi, eins og glöggir lesendur hafa án efa áttað sig á, og týnda fegurðin er alveg við það að finnast. Indverjunum mínum heldur áfram að fækka, voru bara þrír eða fjórir í leið 18 morgun og fóru út á sama stað og ég. Ógreiddi maðurinn enn horfinn!

Góði strákurinnTókst að lesa aðra frábæra spennubók í slapplegheitunum og að þessu sinni nýútkomna þýðingu á bók eftir Dean Koontz, The Good Guy! Góði strákurinn. Tim Carrier situr í sakleysi sínu á barnum þegar inn kemur maður og fer að tala við hann. Fljótlega áttar Tim sig á því að maðurinn heldur að hann sé leigumorðingi og áður en hann veit af er hann kominn með umslag með peningum, mynd af konu sem á að myrða og gaurinn horfinn. Honum tekst ekki að stoppa manninn en þegar rétti leigumorðinginn kemur inn og heldur að Tim sé leigutakinn segir Tim honum að hann geti hirt peningana en áð hann sé hættur við samninginn. Hann veit þó að þetta virkar ekki til lengdar til að stoppa leigumorðingjanna af og ákveður Tim að reyna að bjarga fórnarlambinu frá grimma en góðlega leigumorðingjanum ... Þegar ég beið í apótekinu eftir nýja ofnæmislyfinu mínu stóð ég þar eins og þvara á miðju gólfi í korter og las ... það var engin leið að hætta. Mér brá samt svolítið fyrst þegar ég sá bókina og las aftan á hana og hélt að íslenski útgefandinn hefði ruglast eitthvað og gefið út sömu bókina tvisvar í röð. Fannst eitthvað líkt með byrjuninni á bókunum báðum en það var algjör ímyndun hjá mér. Léttir, léttir ...

Jæja, vinnan bíður. Óska ykkur bæði frama og/eða friðsældar í dag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra að þér er farið að batna.

Eigðu góðan dag kæra Gurrí

Skagakona (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 13:25

2 Smámynd: Aprílrós

Mjög gott að þér sé að batna Gurrí mín. Hvað hefur orðið um ógreidda manninn ? verður hann ekki að finnast ?

Það er alltaf jafn gaman að lesa bloggin þín ;)

'Kveðja Guðrún Ing.

Aprílrós, 17.7.2008 kl. 13:33

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Mér finnst nú misgaman að lesa bloggin hennar Gurrýar, og held að það eigi eftir að misversna eftir að hún flytur yfir á Díví.is.

Þröstur Unnar, 17.7.2008 kl. 14:15

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gæfa og gjörvuleiki eru þín einkunnarorð. Hvað er Þröstur að tala um Díví.is??? knús    og til lukku með framhliðina.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.7.2008 kl. 14:30

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Loksins þori ég fram á daginn. Ég lagði ekki í að fara í þinn helming á húsinu þegar ég átti von á Leðurfési handan við næsta horn. Flott að þú ert að endurheimta þína rómuðu fegurð.

Helga Magnúsdóttir, 17.7.2008 kl. 16:05

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég sé að maður þarf að flytjast til Akraness og taka strætó í bæinn til að vera metinn að verðleikum! Hvernig er húsnæðisverðið á Skaganum? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.7.2008 kl. 23:07

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Rétt Lára Hanna. Og ég er ekki metin að verðleikum vegna þess að mér er meinílla við strætó.

Húsnæðisverð rýkur niður, allir kranar stoppaðir í byggingum og bölvaður vesældómur í gangi, en skelltu þér bara.

Hvar er konan?

Þröstur Unnar, 17.7.2008 kl. 23:12

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Humm, hér er hún, Þröstur! Enn á lífi.

Húsnæðisverð hér er mun hagstæðara en í bænum. Ég fékk helmingi stærri íbúð, 20 árum yngri og með glæsilegt útsýni fyrir nokkuð minna verð en litla Vesturbæjaríbúðin kostaði. Og þægilegri strætóferðir í kaupbæti. Komdu bara á Skagann, Lára Hanna. Hér er gott að búa, yndislegt fólk og góður mórall.

Góða nótt, elskurnar mínar. Sjáumst á morgun, Helga, ég er hætt að hræða fólk! Heheheh. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.7.2008 kl. 23:33

9 Smámynd: Letilufsa

Er ekki bara ógreiddi maðurinn búin að greiða sér fyrir þig ;)

Alltaf gaman að kíkja á pistlana þína 

Kv Fjóla 

Letilufsa, 17.7.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 191
  • Sl. sólarhring: 357
  • Sl. viku: 883
  • Frá upphafi: 1505890

Annað

  • Innlit í dag: 152
  • Innlit sl. viku: 718
  • Gestir í dag: 146
  • IP-tölur í dag: 141

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband