Leifar fellibyls, fagur máni og misheppnað Formúlugláp

Tunglið lágt á himni skínMikið hvín skemmtilega í himnaríki núna og fyrstu regndroparnir eru farnir að falla. Það er svolítið spennandi að fá leifar af fellibyl svona um hásumar. Sjá: http://esv.blog.is/blog/esv/entry/595578/  „Nú bregður svo við að allar líkur eru til þess að restar fellibyljarins Bertu stefni beint á landið á morgun.“ segir Einar veðurfræðingur orðrétt í pistli sínum í dag. Kannski kemur ekki mikið rok en það mun a.m.k. rigna einhver ósköp.

Það hefur verið gaman að horfa á tunglið koma upp á kvöldin og ég tók þessa mynd í fyrrakvöld. Svo hvarf það bak við ský eftir því sem það hækkaði á lofti. Nördinn í mér steingleymdi tilveru stjörnukíkis himnaríkis en þarna hefði verið flott tækifæri til að kíkja á mánann og það án þess að fá hálsríg.

Frosið sjónvarpVið erfðaprins gerðum heiðvirða tilraun til að horfa á Formúluna í hádeginu en sjónvarpið fraus í sífellu og líklega þarf að skipta um loftnet fljótlega. Ég held að minn maður, Hamilton, hafi unnið. Hann datt niður í þriðja sæti eftir að hafa tekið bensín í restina en eftir það ... bara truflanir í sjónvarpinu. Þá er ekkert að gera nema fara í bað, setja í þvottavél og slíkt. Nýlega keypti ég mér sjampó í Heilsuhúsinu, rosa vistvænt og náttúrulegt. Alltaf þegar ég helli úr brúsanum í lófann fer ég á huganum inn á fund hjá sjampófyrirtækinu. Framkvæmdastjóri: „Hvað eigum við að National Treasuregera til að auka söluna á þessu frábæra sjampói okkar?“ Starfsmaður: „Hvernig væri að víkka gatið á sjampóbrúsanum svo að fólk noti meira af því?“ Framkvæmdastjórinn: „Snilld, gerum það.“ Já, þetta er þannig sjampóbrúsi.

Held ég kúri mig bara undir sæng á eftir og horfi á eitt stykki vídjómynd, það er akkúrat veðrið til þess. Horfði á National Treasure II í gærkvöldi og hafði gaman af. Nú er það tölvuspennumorðmynd sem verður sett í tækið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Kúrílúrukveðjur !

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.7.2008 kl. 15:23

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Notalegur dagur til inniveru, alveg sammála þér. Ég er að horfa á Hallmark, vantar góða spennumynd.  Ég sá einmitt mánann í gærkvöldi, algjörlega blindfullur eins og fleiri sem ég sá út um eldhúsgluggann minn, það er nefnilega nýr bar í bænum í beinni sjónlínu frá mér ca. 500 metrar, þar er líf og fjör um helgar og mikið sungið og talað úti, þökk eða skömm sé reykingabanni.  Talandi um of víð flöskugöt dettur mér í hug tannkrem og sumir skítbillegir uppþvottalögs brúsar sem ég er reyndar hætt að kaupa. Njótt himnaríkis og innikúrs. Kisses

Ásdís Sigurðardóttir, 20.7.2008 kl. 15:27

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Jú, rétt til getið - Hamilton vann. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.7.2008 kl. 15:45

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hamilton vann, er í vinnunni og var að enda við að lesa um það. Bara flott að fá frí frá sjónvarpinu og ráða sinni dagskrá sjálfur.

Helga Magnúsdóttir, 20.7.2008 kl. 15:56

5 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Auðvita vann Hamilton en ÍA tapið enn og aftur..

P.S. prófaðu að skipta um afruglara,það fraus oft hjá mér en hæti þegar ég fékk nýjan ruglara...

Heimir og Halldór Jónssynir, 20.7.2008 kl. 23:39

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég var ekki alveg að átta mig á þessu með fellibylinn þinn, þar sem hér uppfrá hjá mér var eiginlega allt í rólegheitum frameftir degi. Hestamennirnir komu og settu hestana á beit á meðan við fengum okkur kaffi hér í rólegheitum, svo var farið með fyrri ferðina af hestum niður í Skorradal og þar var víst brjálað veður. Svo voru Ari og Steina formaður (Sóta, hestamannafélagsins á Álftanesi) komin aftur og ætluðu að taka restina af hestunum í bæinn og sögðu mér af brjálaða veðrinu í Skorradalum. En við tengdum samt, ekki, en þegar þau voru lögð af stað, þá datt mér nú samt í hug að tékka á þessu með veðrið og þá var það hreinlega snælduvitlaust undir Hafnarfjalli svo ég hringdi í hasti í Ara. Það er ekkert grín að fara með 5 hesta í kerru í hávaðaroki, hviður uppundir 35 metra á sekúndu og jafn vindur upp á 20 metrana. Ari var jafnvel að hugsa um að fara Dragann þegar ég sagði honum þetta, en svo var áttin frekar passleg á móti en ekki á hlið. Hann sagðist samt hafa verið óvenju stressaður á leiðinni, og það skil ég vel. Eina ástæðan fyrir því að ég varð eftir er sú að ég ætla að fá Stebba frænda og Guðrúnu ásamt fjölskyldum í mat hérna uppfrá á morgun, enda var upphaflegt plan að hestaferðin yrði áfram á morgun og þá hefði Ari verið hér í nótt eins og í fyrrinótt. En alla vega þá er þetta bara fínt mál, ég hef verið frekar vinnusöm meðan ég beið eftir símtölum frá Ara, og nú eru bæði hestar og fólk komin í öruggt skjól, sem betur fer.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 21.7.2008 kl. 00:12

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Flott útsýni hjá þér úr Himnaríki, og flott myndin af mánanum. - Lítill snáði sagði við mig einn daginn þegar við vorum að virða fyrir okkur fullt tunglið, - og skyndilega hvarf það á bakvið skýin. - Og það byrjaði rigna. - Veistu afhverju tunglið hverfur  þegar það rignir? spurði hann: Nei, svaraði ég. - Það má ekki blotna.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 21.7.2008 kl. 01:08

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það getur verið gott að fá svona fellibyl. Í kjölfar hans geta komið mikil hlýindi og gott veður en þarf þó ekki að gera það.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.7.2008 kl. 10:48

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk, Sigurður, þetta vissi ég ekki.  (smákrútttákn fyrir ykkur Mala)

 til ykkar hinna líka!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.7.2008 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 130
  • Sl. sólarhring: 309
  • Sl. viku: 822
  • Frá upphafi: 1505829

Annað

  • Innlit í dag: 102
  • Innlit sl. viku: 668
  • Gestir í dag: 101
  • IP-tölur í dag: 98

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband