Svæfandi Batman og kvikindislegur samferðamaður

darkknightDagurinn í gær var ofboðslega annasamur og enginn tími til að blogga. Við erfðaprins fórum á nýju Batman-myndina kl. 16 í Laugarásbíói og skemmtum okkur konunglega. Algjör snilldarmynd. Ætlaði að skemmta samferðafólki mínu á eigin kostnað og sagði stundarhátt og svolítið ein-voða-vitlaus við erfðaprinsinn þegar við gengum út úr bíóinu: „Ég hélt að Mamma Mia væri allt öðruvísi en þetta!“ Ég horfði á soninn breytast í ókunnan, kuldalegan mann sem hraðaði sér á bílastæðið. Þetta var greinilega algjörlega misheppnað grín. 

Ég klagaði í Sigurð M, blaðamann á dv.is og Skagamann, á stoppistöðinni í Mosó í morgun en sá hann fölna og Vá, hvað ég er heppinn að eiga heilbrigða móður-svipur færðist yfir andlit hans. Í einhverri fljótfærni sagði honum (og hlakkaði svolítið yfir því) að ég hefði orðið á undan honum í vinnuna tvo morgna í röð af því að Guðný á skannanum hirti mig upp í Ártúni. SM fer nefnilega alltaf út við hættulegu stoppistöðina á Vesturlandsveginum, fikrar sig niður háskabrekkuna, fer undir brúna og síðan upp Súkkulaðibrekkuna, svona eins og ég gerði þegar ég var ung. Með því að játa þetta og monta mig hurfu töfrarnir og Guðný kom ekkert í morgun Ég þurfti því að taka leið 18 upp í Árbæ og niður í Hálsaskóg. Það var náttúrlega samt snilld að hitta þýðandann í strætó og fá nýjustu fréttir af hvolpunum á heimilinu. Hann vaknaði einmitt tvisvar í nótt við væl í þessum krúttum. Ég talaði reyndar við Skagakonu, búsetta í Rvík, alla leiðina í strætó en náði spjalli við þýðandann á leiðinni upp tröppurnar í vinnunni og leiðir skildi ekki fyrr en rétt fyrir utan mötuneytið. Ég mætti Sigurði M. á leið minni inn en þá var hann að koma frá því að stela kaffi frá Birtíngi. Í mötuneytinu er kaffið frekar hræðilega vont og kostar að auki 100 kall bollinn. SM sagði hæðnislega: „Bara komin?“ við mig og hló tryllingslega innra með sér. Held ég verði að fara að taka strætó klukkutíma fyrr til að lgeta launað honum lambið gráa.

Þegar við komum heim í gærkvöldi upp úr kl. 19 (myndin var löng) var bara sest í leisígörl og beðið eftir glæpaþætti í sjónvarpinu ... en það var dottað og hrotið og loks steinsofnað. Ég sem ætlaði að blogga ... garg! Vaknaði nánast útsofin kl. hálffjögur í nótt við hlið steinsofandi erfðaprinsins í leisíboj. Þetta var bara fyndið, myndin var var stórkostleg en kannski við höfum verið svona þreytt eftir öll þessi flottu atriði sem dundu á okkur! Fólk með aldursfordóma myndi kenna aldrinum um hjá mér ef þetta hefði verið þannig en erfðaprinsinn er bara á þrítugsaldri og búinn að hlakka til að sjá þessa mynd um langa hríð. 

Annasamur og líklega langur föstudagur fram undan og best að fara að vinnnnnnna!!! Bendi á að nýja Vikan er mögnuð að vanda. Nú er forsíðuviðtal við Sigfríð Þórisdóttur, eiganda Pottagaldra og fv. dýrahjúkrunarkonu. Fyrir þremur árum fékk hún höfuðhögg og í kjölfarið heilablæðingu sem breytti lífi hennar algjörlega. Hún er t.d. algjörlega ófær um að gleðjast eftir blæðinguna. Ég fékk einmitt fyrsta köttinn minn á Dýraspítalanum hjá henni, hann Guðbrand minn sáluga. Hún er mikið breytt og það var sannarlega áfall að sjá þessa hressu konu breytast svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

 ég hélt að mama mía væri allt öðrvísi en þetta snillingur elska svona húmor En þið hafið verið krúttleg þú og Erfðarprinsinn sofandi í sitt hvorum stólum um miðja nótt já dæs það tekur sko á að fara í bíó En hafðu ljúfa Helgi elskuleg

Brynja skordal, 25.7.2008 kl. 10:51

2 identicon

Já þetta var frábær mynd.

Takk fyrir skemtilega bíóferð móðir góð. ;)

Einar (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 11:43

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Tja, hélt að maður yrði helst úrvinda eftir bióferð, ef "átök" með strák/stelpu á aftasta bekk, hefðu átt sér stað!? (nú eða VIÐ eftir atvikum)

Magnús Geir Guðmundsson, 25.7.2008 kl. 11:47

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Neine!

Fyrsta skipti sem Einar upplýsir að þú sért móðir hans svo ég sjái!

Skildu margir aðrir vita af þessu?

Magnús Geir Guðmundsson, 25.7.2008 kl. 13:03

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég fer ekki að sjá Mamma Mía með öllu þessu ofbeldi.

Þú ert ömurleg mamma.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.7.2008 kl. 13:05

6 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

sammála Jenný, ekki viss um að mig langi að sjá mamma mia

Magnús, strákurinn er að fullorðnast og veit að maður velur sér ekki ættingjana hehehehe

sorrý Gurrí mín

Guðrún Jóhannesdóttir, 25.7.2008 kl. 14:33

7 identicon

Jahérna...

Einar (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 14:37

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.7.2008 kl. 14:58

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já elskan, hlæðu og það sem mest, veit fátt betra en að hlæja!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.7.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 194
  • Sl. sólarhring: 360
  • Sl. viku: 886
  • Frá upphafi: 1505893

Annað

  • Innlit í dag: 154
  • Innlit sl. viku: 720
  • Gestir í dag: 148
  • IP-tölur í dag: 142

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband