Afmælisdagar ýmissa óféta

FidelCastroDormaði mestalla leiðina í bæinn og vaknaði ekki almennilega fyrr en í leið 18 í Árbænum. Þegar við þýðandinn gengum út spurði ég: „Hvaða bók varstu að lesa í strætó?“ „Bók um Kastró,“ svaraði hann. „Aha, hann átti einmitt afmæli núna 13. ágúst,“ sagði ég og bætti við: „líka Hittskokk heitinn.“ „Tengdamamma á sama afmælisdag og Hitler,“ sagði þýðandinn grobbinn, „og hún er rosalega montin af því.“ Aha, svo hún á afmæli 20. apríl,“ sagði ég greindarlega. Þýðandinn horfði hræðslulega á mig. Ég flýtti mér að segja: „Sko, Fjóla, gamla kisan mín, átti afmæli þennan dag og líka Gyða vinkona.“ „Hnuss,“ sagði þýðandinn, alveg búinn að sjá mig út. „Ég veit að þú ert með myndir af Hitler upp um alla veggi heima hjá þér!“ Þarna skildu leiðir áður en ég gat sagt honum að ég væri svo sannarlega með myndir af verstu ófétum sögunnar um allt hjá mér í himnaríki. Þýðandinn fór svo að þýða einhverja hallærislega íþróttaþætti fyrir Stöð 2 Sport og ég að skrifa einhverja snilld í hinum enda hússins og ég steingleymdi að spyrja hann út í barnabörnin; litlu, sætu hvolpana sem tíkin hans eignaðist um daginn. Ég átti samt alveg eftir að segja honum að Megas og Breiðholtshatarinn eiga báðir afmæli 7. apríl og ýmislegt annað merkilegt um afmælisdaga sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina.

Það kemur sér vel að muna afmælisdaga. verst er bara þegar ég man ekki hvaða dagur er, þá klikka ég á því að hringja í vini og vandamenn á réttum degi. Úps, það er t.d. kominn 18. ágúst, æ, Þurí átti afmæli þann 15. ... Madonna þann 16. og ég gleymdi að hringja í þær.

Jamms, megi dagurinn ykkar verða hreint ótrúlega dásamlegur, fullur af ævintýrum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

sko, ég á afmæli á vinnuhjúaskildaga svona svo þú munir eftir að hringja


Guðrún Jóhannesdóttir, 18.8.2008 kl. 10:17

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég á afmæli 20. janúar sem og aðrir snillingar og gleðimenn sögunnar.

Nema hvað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2008 kl. 10:21

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég er hættur að eiga ammæli.

Blóm og kransar afþakkaðir fyrir löngu.

Þröstur Unnar, 18.8.2008 kl. 11:15

4 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Ég man líka alla afmælisdaga og ekki nóg með það að þá man ég öll símanúmer, jamm ég var gangandi símaskrá fyrir fólk hér áður fyrr..ég var alltaf spurð um númerið hjá þessum og hinum...stundum var líka hringt í mig...það er spurning hvort ég hefði átt að taka laun fyrir þetta þar sem ég var komin í starf fyrir 118 svona óbeint..hehehe... kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 18.8.2008 kl. 11:26

5 identicon

Genghis nokkur Kahn, mun hafa skilið við þetta tilvistarsvið á þessum mánaðardegi árið 1227, hanna reiknast því sem 781. ártíð þess ágæta illmennis.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 12:33

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef ofurminni á afmælisdaga, er notuð sem minnisbók í fjölskyldunni. Alltaf hægt að hringja í Ásdisi eða treysta því að hún minnir rétta fólkið á réttu dagana.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 15:05

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég er verða loðnari og eldri og man ílla alla daga!

Edda Agnarsdóttir, 18.8.2008 kl. 15:45

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha greindarleg á svip.... einmitt.

ég er með get-ekki-munað-afmælisdaga-syndrome. Veldur mér miklum áhyggju- og kvíðaköstum.

Til hamingju dúllan mín með ammmmmmælið um daginn. Mér þykir verst að hafa ekki getað verið með á Aðalstöðvarmyndinni. shitt. Og auðvitað líka að hafa ekki komið höndum (og kjafti) yfir þessar girnilegu brauðtertur.

Svo hefði auðvitað verið ljúft að smella kossi á þínar rjóðu yngismeyjakinnar.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.8.2008 kl. 16:34

9 Smámynd: Lilja Björnsdóttir

Múhahaha!

 Ég á þann heiður að eiga afmæli sama dag og þeir Jón Sigurðsson og Hrafn Gunnlaugsson. 17. júní..

Btw, það var lítil grein um mig og tvíburasystir mína í DV þann 17 júní.. Fyrir neða stóru greinina hans Hrafns Gunnlaugssonar.

Lilja Björnsdóttir, 18.8.2008 kl. 17:00

10 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Ég er með  gott minni á afmælisdaga ef þeir eru komnir inn á harða diskinn hjá mér, gaman að sjá að það eru fleiri með svona afmælisdagaminni. 

Sigríður Þórarinsdóttir, 18.8.2008 kl. 18:47

11 identicon

Gurrí, Hvað dettur þér í hug þegar ég segi 620 ?

Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 23:14

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Dalvík ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.8.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 181
  • Sl. sólarhring: 347
  • Sl. viku: 873
  • Frá upphafi: 1505880

Annað

  • Innlit í dag: 145
  • Innlit sl. viku: 711
  • Gestir í dag: 139
  • IP-tölur í dag: 134

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband