18.8.2008 | 19:01
Fullur bíll af kjéddlíngum ... og smá bold
Heilmikið fjör var í strætó á heimleiðinni. Megn kaupstaðarlykt var af síðasta farþeganum sem kom inn í Mosó og sá var í glimrandi góðu skapi. Hann settist nálægt Haffa bílstjóra og reyndi mikið að fá hann til að gera eitthvað spennandi. Fullur bíll af kjéddlíngum, sérðu möguleikana? sagði hann en Haffi lét ekkert trufla einbeitinguna við aksturinn, sýndi bara manninum ótrúlega þolinmæði og aðrir farþegar virtust skemmta sér vel. Sú sem sat fyrir aftan mig hvíslaði að mér: Mikið er annars gott að vera á lausu. Hún meinti, held ég, að það væri gott að eiga ekki von á svona lítið edrú manni heim, frekar en að nú væri lag ... að veiða sér einn góðglaðan. Ertu til í að koma við hjá hesthúsinu? kallaði maðurinn skömmu áður en við komum í göngin. Já, já, sagði Haffi en ók samt beinustu leið á Skagann. Ég hefði ekki þurft að bölva því að vera búin með strætóbókina, en hún kláraðist í leið 15 á leið í Ártún í morgun, svo gaman var á leiðinni. Alltaf samt að vera með varabók!
Jæja, Brooke er búin að segja Nick upp sem pakkaði föggum sínum í pínulitla tösku, rétti henni giftingarhringinn og fór. Tár á hvörmum beggja og næstum því kveðjukoss. Brooke vill ekki leyfa systur sinni, Donnu, að segja Nick frá því sem hún sá, eða að Stefanía hafi hrint Jackie, mömmu Nicks, niður stigann. Stefanía sleit sig reyndar lausa af Jackie með þessum skelfilegu afleiðingum að Jackie er næstum í kóma eftir fallið.
Þú kynnir ekki Beð Brooke fyrir Forrester lengur, segir Stefanía við Donnu og er búin að láta Jason pakka niður dóti hennar. Stefanía veit sem satt er að Donna gæti haft truflandi áhrif á vonandi tilvonandi enn eitt hjónaband Ridge og Brooke. Donna er svo skotin í Ridge. Donna er auðmýkt og tautar bölbænir og við vitum (vegna kristalskúlu minnar) að Donna á eftir að stela karlinum frá Stefaníu sjálfri, honum Eric. Svaðaleg hefnd. Brooke eiginlega segir Ridge upp líka en hann veit að það er bara tímabundið á meðan fyrrverandi tengdó, Jackie, mamma Nicks, liggur svona stórslösuð á sjúkrahúsinu.
P.s. Fékk algjört lost þegar Nágrannar voru sýndir á undan boldinu en skv. Eyjunni (eyjan.is) var þetta með vilja gert og auglýst í dagskránni. Það er ekki hægt að treysta á neitt í þessum heimi, hvað næst? Kannski Latibær á besta tíma á laugardagskvöldum? Úps, það er víst þannig.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:02 | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 137
- Sl. sólarhring: 315
- Sl. viku: 829
- Frá upphafi: 1505836
Annað
- Innlit í dag: 109
- Innlit sl. viku: 675
- Gestir í dag: 107
- IP-tölur í dag: 103
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Fjandans lati bær, geta þeir ekki haft hann milli sex og sjö svo for eldrar fái frið við að elda og svo borða allir kátir áður en simpson byrjar. Takk fyrir bold update.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 19:39
Brooke and Ridge under the bridge.
Donna and Jackie under the Nicks.
Love it.
Þröstur Unnar, 18.8.2008 kl. 20:17
Shit rímar ekki só....
Brooke and Ridge under the bridge.
Donna and Jackie on top of the Nicks.
Þröstur Unnar, 18.8.2008 kl. 20:19
Jæja frú Guðríður, nú fer að styttast í að ég verði þér samferða á morgnana í strætó. Ég mun mæta eldfersk með Starbökks málið í hendi í fyrsta strætó ;-)
Vera Knútsdóttir, 18.8.2008 kl. 20:36
Ég veit ekki hvað þeim stóð til að hrella mann með þessum vitlausa sýningar-tíma á boldinu...en sem betur fer að þá var ég búin að sjá þáttinn, jamm sá hann í morgun. En ég er annars með plús-stöðvar.. ef út í hart fer...hehehe...kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 18.8.2008 kl. 21:35
Bergljót Hreinsdóttir, 18.8.2008 kl. 22:03
Frú Vera, heldurðu að ég sé ekki orðin löt og sofi út ... til 7.15 og taki ferð 2 á morgnana ... svo fer ég í sjúkraþjálfun á morgun ... vinn heima alla þriðjudaga. Ef þú sefur yfir þig þá sjáumst við. Hehhehe
Þröstur, flottar vísur! Jackie er reyndar mamma Nicks, setjum bara Bridget í staðinn, hún elskar þennan fyrrum eiginmann sinn og bráðum fyrrum stjúpföður enn, hann Nick. Passar líklega betur. Hvað finnst öðrum aðdáendum boldsins? Múahahahaha
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.8.2008 kl. 23:20
Ég mun sjá þig í 2. strætó á miðvikudaginn og mánudaginn frú Guðríður ;-) Sumarpróf alltaf jafn yndisleg.
Vera Knútsdóttir, 19.8.2008 kl. 00:25
Endilega pikkaðu í mig, gleraugun mín eru löngu orðin allt of dauf, ég er komin á það stig að ég veifa öllum sem heilsa mér úr fjarlægð og hef svo ekki hugmynd um hvaða fólk þetta er ... hehehheh
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.8.2008 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.