Kettlingskrútt í Skrúðgarðinum

Myndin er sviðsettKíkti aðeins í Skrúðgarðinn eftir sjúkraþjálfun og sá að starfsfólkið þar var í stökustu vandræðum með lítinn kettling í óskilum, þrílitan og algjöra kelirófu. Ekki nema um tveggja til þriggja mánaða og rataði greinilega ekki heim. Hann er með ól og bjöllu en ekkert nafnspjald. Ef einhver Skagamaður situr nú í öngum sínum og finnur ekki kettlinginn sinn, læðu eða högna, þá er lag að skreppa niður í Skrúðgarð og ná í dúllurúsínuna. Of mikil bílaumferð er á Kirkjubrautinni til að óhætt sé að sleppa honum lausum og skiptast gestir og gangandi á að halda á honum. Ég tók hjartkæran innanbæjarstrætó heim og bílstjórinn, sem er gjörkunnugur öllu og öllum, lofaði að fylgjast með fólki í kettlingsleit. Ef enginn eigandi gefur sig fram í dag mun kettlingurinn mögulega koma hingað í himnaríki ... og gera allt vitlaust þar til eigandinn finnst. Held að það yrði aldeilis upplit á Tomma og Kubbi!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Halló sæta kattamamma, bara stutt kíkk, átt núna viku afmæli á nýja ungdómsæviskeiðinu!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.8.2008 kl. 15:20

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég legg enn og aftur til að við breytum þessu með aldurstal, við erum núna fimmtugs, fimmtíu og eitthvað, svo verðum við sextugs, sextíu og eitthvað.  Kapíss??  ó þú hefur svo gott hjarta, enginn köttur þyrfti að þjást ef þú réðir heiminum. Þú ert nú í himnaríki og ættir að fá að ráða smá meira, ekki satt?  Cat  Cat Cat 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 16:03

3 Smámynd: Brynja skordal

Ææ vonandi finnst eigandin fljótt vont að tapa kisu litlu en mikið eru þær góðar þarna í skrúðgarðinum að passa hana og þú fyrir að ætla að bjarga henni ef engin fynnst sem á hana en er þetta myndin af kisu?

Brynja skordal, 19.8.2008 kl. 16:09

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er "sviðsett" mynd af kisu, gerð af google.is ... en samt ekkert rosalega ólíkt henni. Veit nú ekki hvort ég gæti tekið hana að mér, Anna, en væri til í að leyfa henni að vera hérna þar til heimili hennar finnst.

Já, Ásdís, er heldur betur til í þetta.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.8.2008 kl. 17:45

5 identicon

Tek undir með nöfnu minni, reyndar held ég að allir kattarvinir eigi vísa vist í himnaríki:) Gaman að sjá hvað margir eru með stórt hjarta og gefa af sér.

Ásdis (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 18:38

6 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Sæl öll !

Vonandi finnst eigandinn. Gurrý ég er líka með fallegan hund sem vantar heimili.

Voðalega sætur hundur hreinræktaður american cokker spanel rúmlega eins árs. Þetta er stelpuhundur og heitir Tinna.

Endilega láttu berast..

kv Hanna Rúnsí fyrrverandi skagakelling

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 20.8.2008 kl. 00:05

7 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

æji litla krúsímúsin..vonandi finnst eigandinn hennar/hans..en ég skil ekki afhverju fólk merki ekki dýrin sín, það er ekki nóg að setja bara ól en ekkert merkispjald. kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 20.8.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 211
  • Sl. sólarhring: 340
  • Sl. viku: 903
  • Frá upphafi: 1505910

Annað

  • Innlit í dag: 170
  • Innlit sl. viku: 736
  • Gestir í dag: 163
  • IP-tölur í dag: 157

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband