Morgunstuð og fundinn kettlingseigandi ...

Georgía - RússlandMeð latte í annarri og latte í hinni var svifið niður tröppur himnaríkis og beint inn í Ástubíl. Klukkan var 6.50 og spennan í algjöru lágmarki, enda röng útvarpsstöð í gangi. Eins gott, við hefðum keyrt út af ef við hefðum munað eftir leiknum. Báðar grútsyfjaðar en auðvitað huggulegar ... Það var frekar kalt í morgun, næstum vettlingaveður fyrir Ástu hina handköldu en með hita í sæti og volgan blástur í lofti, tala nú ekki um morgunsólina í andlitið varð fljótlega hlýtt og notalegt.

Komst að því hjá Ástu að Kolla, aðstoðarstúlkan í afmælinu mínu, á litla kettlinginn sem var á vergangi í gær. Kolla býr rétt hjá Skrúðgarðinum en samt of langt frá fyrir "vitlausa" kettlinga sem rata ekki heim. Sjúkkitt. Taugar heimiliskatta himnaríkis voru því ekki truflaðar í gær.

Ég er að lesa svo skemmtilega bók núna, Hjarta Voltairs, og hún hélt fyrir mér vöku fram yfir miðnætti. Hún er í tölvuskeytaformi og þótt hún sé ekki spennubók þá er hún svo spennandi að ég tími varla að sleppa af henni hendinni.

Megi dagurinn ykkar verða ævintýraríkur!

P.s. Dásamleg mynd hér að ofan sem segir allt ... takk, Vera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er að lesa sömu bók.  Hehe, var svolítið lengi að komast í gang, en svo rúllaði þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2008 kl. 15:48

2 Smámynd: Brynja skordal

Gott að kisa litla komst í réttar hendur Hafðu svo góða heimferð í Himnaríki

Brynja skordal, 20.8.2008 kl. 15:53

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Verð að segja það að ég hef áhyggjur af höfundi. Er hún alfarin á dévaffið?

Þröstur Unnar, 20.8.2008 kl. 16:49

4 Smámynd: www.zordis.com

2 Latte .... með eða án koffeins?

Á alveg eftir að taka rúnt og prófa göngin ... er ekki alltaf sól þín megin.

www.zordis.com, 20.8.2008 kl. 17:34

5 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Latte hljómar vel.... kl 6,50 ekki eins, úff hvað ég á erfitt með að vakna þessa dagana, enda fer ég alltaf of seint að sofa.    Gott að eigandi sætu kisu fannst.

Sigríður Þórarinsdóttir, 20.8.2008 kl. 17:45

6 identicon

mmmmmmmmm latte kl 06:50 dásemd!!

alva (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 23:41

7 identicon

hvort er ég B eða A manneskja fer seint að sofa og allt of snemma á fætur er ég þá C manneskja ?

kveðja tanta

tanta (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 221
  • Sl. sólarhring: 261
  • Sl. viku: 913
  • Frá upphafi: 1505920

Annað

  • Innlit í dag: 179
  • Innlit sl. viku: 745
  • Gestir í dag: 172
  • IP-tölur í dag: 166

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband