Snyrtipinninn nýi og ánægður femínistaboli himnaríkis

Í vinnunni kl. 9Mikið er sallarólegt hérna í vinnunni svona snemma á morgnana (7.30). Enginn annar í húsi, nema þá helst blaðamaðurinn á dv.is en hann er hinum megin í húsinu. Það er mikið stuð að vera fyrstur á staðinn, ég get sest í alla skrifboðsstólana í salnum og rúllað mér á milli borðanna ... og get á nýjan leik boðið prófarkalesurunum gott kvöld með hæðnistóni þegar þær mæta undir átta.

RæstikarlinnNýi þrífukarlinn okkar hefur greinilega ekki fengið neina tilsögn því að áður en ég gat hugsað mér að fá mér kaffi þurfti ég að fleygja ótrúlega miklu rusli sem var í kringum kaffivélina. Hella úr bollum afgangskaffi síðan í gær í sérstaka tilþessætlaða-fötu og síðan fleygja drykkjarmálunum í ruslafötuna, allt er þetta í innan hálfs metra radíus til að auðvelda okkur ... en sumt samstarfsfólkið gerir þetta ekki ... og ekki heldur ræstingamaðurinn í gærkvöldi.

Svona varð ég nú mikill snyrtipinni við það að bætast í hóp eldri borgara í síðustu viku. Jibbí! Þann 11. ágúst sl. á meðan ég tilheyrði enn ungu kynslóðinni, hefði ég horft kæruleysislega á þetta og vitað að þetta væri ekki mitt vandamál, einhver 50 plús gæti bara gert þetta. Múahahahahahaha!

Femínistanautið í himnaríki (erfðaprinsinn) verður sífellt ánægðara með mig, enda hef ég gengið einstaklega vel um í heila tíu daga. Ég vissi að eitthvað gott myndi fylgja aldrinum. Ég hef beðið árangurslaust (reyndar frá því ég varð fertug) eftir kostunum sem eiga að fylgja, m.a. fjarsýni (til að verða minna nærsýn-ef það virkar), minni svefnþörf en ekkert hefur miðað, ég er ekki einu sinni komin með alla endajaxlana, þrír þrjóskast enn við að láta sjá sig. 

SjónvarpsglápGífurleg þreyta kom óvænt yfir okkur stuðboltana, mig og erfðaprins, í gærkvöldi. Eina sem ég man er að hafa horft á Ghost Whisperer (sem er spúkí spennuþáttur) setið í leisígörl með elskuna mína í fanginu (mjúka teppið úr Rúmfatalagernum) ... þangað til ég vaknaði um miðja nótt, eða klukkutíma fyrir áætlaðan fótaferðatíma (6.15). Útlit mitt er einstaklega gott miðað við að hafa sofið upprétt næstum alla nóttina en leisígörl er þrjóskur stóll og vill ekkert láta halla sér mikið aftur ... það þarf alla vega mjög einbeittan vilja til þess. Það getur mögulega kannski skipt einhverju máli tískusýningardömuvaxtarlagið á mér; langar lappir á kostnað búksins þegar kemur að því að nota leisígörl rétt. Hverjum datt í hug að hanna stólinn svona asnalega? Lappirnar á mér standa langt út fyrir fótaskemilinn og ég hef ekki afl til að ýta mér aftur vegna skorts á búklengd. Hönnun þessa stóls er ekkert annað en aðför að mér.

Ásta vill breyta brottfarartíma frá himnaríki úr 6.50 í 6.40 á morgnana. Það verður bara stuð, ég er í eðli mínu algjör B-manneskja og get því staðið í ströngu um miðjar nætur.

Óska ykkur gleðilegs morguns, farsæls komandi eftirmiðdags og heillaríks kvölds.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú drepur mig einn daginn.  May it be on your head.

Var að skoða leisígörl týpu í IKEA í gær.  12 þúsund og eitthvað spírólur kostaði fyrirkomulagið.  En ég er svo hrædd um að ég eldist hratt ef ég festist í kvikindinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.8.2008 kl. 11:32

2 Smámynd: Jóhanna Sigrún Jónsdóttir

Sæl Gurry !

hvað er netfangið þitt. Langar að senda þér mynd.

kveðja Hanna Rúna

hannaruna@internet.is

Jóhanna Sigrún Jónsdóttir, 21.8.2008 kl. 11:49

3 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Leyfðu mér að leiðrétta þig, gæska: þú verður ekki eldri borgari fyrr en eftir áratug!

Njóttu lífsins!

Sigurður Hreiðar, 21.8.2008 kl. 12:08

4 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Ég er einmitt með tvo svona leisígörl stóla og það er ekki mikið setið í þeim eins og er, næ alveg að halla honum en hann tekur upp á því að rétta úr sér svona hægt og rólega...ég er greinilega ekki nógu stór og þung til að halda honum í lágréttri stöðu.. kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 21.8.2008 kl. 12:15

5 identicon

Starfið þér með Baggalúti? Þeir eru allavega þarna í bakgrunninum.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 12:37

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Jamm, Guðmundur, ég er leikfang mánaðarins hjá Baggalútum núna, múahahahahah!

Sigurður, takk fyrir leiðréttinguna, veit að ég á minnst 20 ár eftir í eitthvað slíkt, MINNST! Ef ég miða við mömmu.

Vildi, Guðrún, að ég gæti sagst vera of létt fyrir leisígörl 

12.000 er enginn peningur, Jenný. Minn kostaði rúmlega 20.000 í RL-Magasín. (Rúmfatalagernum) ...

Eins gott að þú sofnir ekki í vinnunni, Anna!

Guðríður Haraldsdóttir, 21.8.2008 kl. 13:49

7 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Nei, Gurrí, þetta er allt fest í lögum -- við verðum eldri borgarar 60 ára sama hversu síung og sprellfjörug við erum fram undir nírætt!

Sigurður Hreiðar, 21.8.2008 kl. 14:26

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mizrétti er lokzins náð hjá femínzyzdabeljum bloggsins , 'leizýgörlí stólar' kosta klárlega bara brotabrot af því sem við við aumir karlapar þurftum að 'púnga' út fyrir okkar 'lötustrákastóla'.

En við erum reyndar sáttir við okkar...

Steingrímur Helgason, 21.8.2008 kl. 14:51

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hahhah, já Steingrímur, það er rétt. Annars hef ég séð ansi ánægða karla í svona leisígörlstólum. Það eru örugglega svona femínistakarlar.

Guðríður Haraldsdóttir, 21.8.2008 kl. 15:07

10 identicon

Ég sakna þín úr strætó Takk fyrir mig, ógisslega fyndin og málefnaleg í senn. Kær kv Elín

Elín (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 15:53

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtileg að vanda gamla mín   hafðu það sem best. 

Ásdís Sigurðardóttir, 21.8.2008 kl. 16:14

12 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Oooog, enn ein færslan frá þér sem kom mér til að brosa, já jafnvel hlæja.....

Lilja G. Bolladóttir, 21.8.2008 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 43
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 1659
  • Frá upphafi: 1458976

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 1407
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fallegustu menn í heimi
  • hvernig íslend sjá Evrópu
  • Siegfriedungjoy

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband