Heita Nína ... og pínku bold

Heita Nína, Hæ kanínaOkkur Vikukonum leist illa á saltfiskinn í mötuneytinu í dag og fórum á Taí-matstofuna hinum megin við götuna. Fínasti matur og bara ágætlega huggulegir menn sem þar snæddu.

„Hahahaha,“ hló Íris Hrund samstarfskona mín skömmu eftir að við komum í vinnuna aftur. Tilefnið var spjall um textamistök hjá fólki þegar það sönglar með vinsælum dægurlögum. „Ég söng alltaf „Hæ, Kanína,““ viðurkenndi Íris og flissaði. „Uuuu, það á að vera þannig,“ sagði Björk hissa. Íris starði á hana og sagði: „Ég hef alltaf haldið að það væri Heita Nína?“ Auðvitað hlógum við illgirnislega og ég mundi eftir stelpunni í barnakórnum hennar mömmu sem söng þjóðsönginn á skólaskemmtun: Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tær ... Einn aðalbrandarinn í æsku minni.

Boldið gerist æ æsilegra. Nick réðst á Stefaníu og ætlaði að neyða sannleikann upp úr henni, eða að hún hefði hrint Jackie, mömmu Nicks, niður stigann. Donna, sjónarvottur og þó varla, kjaftaði í Nick sem rauk beint heim til Stefaníu, braut rúðu í bakdyrunum þegar hún neitaði að opna, rauk inn með látum. Henni tókst að ná í byssu og hélt honum í fjarlægð þar til Eric, maður hennar, og Ridge, sonur hennar og hálfbróðir Nicks samfeðra, komu hlaupandi til að bjarga henni. Í þættinum í kvöld, sem ég sá nú ekki allan, neitar Nick að þiggja fébætur fyrir þetta, þótt Stefanía hafi alls ekki hrint Jackie, hann heimtar tískufyrirtæki Forresteranna, annars sendir hann Stefaníu í fangelsi!  

P.s. Ég hef fengið þrenn skilaboð frá bloggvinum í gær og í dag sem ég held að séu mér ekki ætluð, sjálf hef ég sent skilaboð sem ég held að hafi farið á ranga staði. Vona að kerfið sé ekki að klikka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ja ég sendi þér skilaboð, þau voru þér ætluð hehe

Ragnheiður , 21.8.2008 kl. 21:31

2 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Já spennan er orðin gífurleg í Boldinu...er vöknuð fyrir allar aldir...veit nú ekki hvort það sé Boldinu að kenna eða hvað...ég allavega hlamma mér fyrir framan imbann á morgnana úr því að ég er að vakna þetta snemma nú orðið..

Það eru margir textarnir í mörgum lögum sem sungið hefur verið vitlaust meira að segja ég hef staðið mig að þeirri vitleysu......hehehe..bara fyndið sko.. kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 21.8.2008 kl. 22:02

3 Smámynd: Marilyn

Ég hef áfengisástand mér til afsökunar en ég hélt að sssól væri að syngja "þú ert eins og köttur - það eru ormar inní þér" á einhverju ballinu.

Marilyn, 21.8.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 61
  • Sl. sólarhring: 350
  • Sl. viku: 1777
  • Frá upphafi: 1454357

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 1488
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Bakklóra
  • Snorri og Patrik
  • Vifta

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband