30.8.2008 | 14:15
Símtöl, misskilningur og fullt af boldi ...
Fékk skemmtilega upphringingu áðan frá gamalli nágrannakonu í bænum. Hún vinnur við nýja, íslenska spennuþætti sem verið er að taka upp fyrir sjónvarp og vantaði góða manneskju til að sjá um kaffið ofan í mannskapinn á mánudaginn þegar tökur fara fram rétt við Akranes. Hefði hlaupið til sjálf ef ég væri ekki að fara að vinna. Er búin að finna góða og hressa Skagakonu í verkið og henni fannst þetta bara skemmtilegt. Samt sagði ég henni að það væri ekkert víst að Baltasar Kormákur væri einn leikaranna. Hún hló bara og sagðist eiga svo sætan karl að það skipti engu ... hehehe
Í vikunni fór ég á góðan og fróðlegan fund hjá Rauða krossinum vegna komu palestínsku flóttakvennanna á Skagann. Að mörgu þarf að huga og m.a. tungumálamisskilningi ... Flóttamannafjölskylda, sem hafði verið um hríð á Íslandi, fékk bréf frá Rauða krossinum sem hófst á Kæra fjölskylda. Konan sem opnaði bréfið þekkti orðið fjölskylda en fletti upp í orðabók á kæra ...
BOLD: Þessi rotta er að plana eitthvað, sérstakan kvöldverð kannski, sagði slökkviliðsmaðurinn Hector áhyggjufullur og átti við Shane, garðyrkjumanninn grunsamlega, sem hefur ofurást á Phoebe og hún þorir ekki að hafna því að hann er lykilvitni í réttarhöldunum gegn Taylor, móður Phoebe. Nokkuð er til í þessu þar sem sérstakur kvöldverður bíður Phoebe, kertaljós og krúttlegheit. Hún sendir Shane út í vínbúð til að kaupa kampavín og hringir síðan óttaslegin í Hector. Verst að Shane hafði gleymt veskinu og kom til baka þegar hún var að tala ... og hafði líka nýlega uppgötvað ljósmyndir af sjálfri sér uppi á vegg hjá Shane.
Harry, vinur Phoebe, og ég veit ekkert um, keyrir í ofboði og finnur heimili Shane og bankar upp á. Hann vill bjarga dömunni sem vill þó ekki láta bjarga sér, segist ráða við þetta. Phoebe segir við Shane að hún laðaðist vissulega að honum en væri ung og þetta gengi allt of hratt fyrir sig. Réttarhöldin eiga að vera daginn eftir og þau gætu vonandi fagnað saman eftir þau. Shane gleðst við þetta.
Saksóknari kallar dr. Taylor (geðlækni) lygara og morðingja í opnunarræðu sinni og kviðdómurinn horfir á doktorinn með viðbjóði. Þetta verður erfitt verk fyrir Storm lögfræðing sem er, held ég, bróðir Brooke.
Bridget talar við barnsföður sinn, Dante, mann og barnsföður Feliciu, systur Bridgetar, og segir að hún sé búin að missa fóstrið. Ó, ég trúi þessu ekki, barnið okkar! segir Dante. Ég er svo misheppnuð, segir Bridget en þetta er í annað skipti sem þessi elska missir fóstur.
Shane kemur ekki sérlega vel fyrir í vitnastúkunni, enda hefur hann unnið sem garðyrkjumaður hjá Taylor í einhverja mánuði og saksóknari lætur hann líta út fyrir að vera tryggan starfsmann sem myndi ljúga fyrir atvinnuveitanda sinn.
Þegar Storm verjandi gagnspyr Shane og er kominn vel af stað þarf dómarinn að gera hlé til næsta morguns ... og Phoebe í djúpum skít, þarf að hitta ógeðið hann Shane ... Harry liggur í leyni og þegar Shane gerist nærgöngull stekkur hann fram og kýlir Shane. Shane kýlir til baka og Harry rotast. Hector, sem BB-aðdáendur vita að blindaðist í eldsvoða, kemur með beisbollkylfu og slær út í loftið. Þátturinn endar áður en áhorfandinn fær að vita hvort hann hitti Shane eða Phoebe! Það blæðir alla vega úr einhverjum ...
Símtal áðan: Ég ætla að vera rosalega góð við þig ... og kynna þig fyrir Herbalife! Ég keypti auðvitað margra ára birgðir og svo er ég líka að hugsa um að verða Vottur Jehóva eftir fróðlegar heimsóknir undanfarið ...
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 134
- Sl. sólarhring: 312
- Sl. viku: 826
- Frá upphafi: 1505833
Annað
- Innlit í dag: 106
- Innlit sl. viku: 672
- Gestir í dag: 105
- IP-tölur í dag: 101
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
hehe "kæra" þannig að þau hafa haldið að þetta hafi verið kæra á þau. Æji greyin
Takk fyrir þetta bold "update" , missti einmitt af endursýningunni áðan og er alltaf að vinna þegar það er sýnt. Ætli hann hafi ekki rotað Phoebe greyið síðan, hjálplegi slökkviliðsmaðurinn hvað!? :D
Anna (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 14:40
Ég sá umfjöllun um þessar skelfilegu flóttamannabúðir í gærkvöldi held ég. Mikið held ég að það hljóti að vera mikill léttir fyrir konurnar og börnin að komast þaðan í burtu. Og mér sýnist eins og Akranes hljóti að vera góður staður. Allir boðnir og búnir til að taka vel á móti þessu fólki.
Þið eigið heiður skilinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2008 kl. 15:08
Gaman að vita að alltaf er jafn gaman í þínum bekk
Svo vona ég að innan flóttamannahópsins leynist góðir knattspyrnumenn sem eitthvað geta hjálpað til við að byggja upp Skagamannaveldið á nýjan leik
Bold kveðjur í bíbb-veldi
Kjartan Pálmarsson, 30.8.2008 kl. 15:33
What! Þekktirðu ekki Herbalife sjálfan. Hann er frábær jafnt fyrir granna og hrausta sem og Bold trausta.
Sá þessa frétt í gær og svei mér þá ef mig langaði ekki til að knúsa bara den hele family.
Þröstur Unnar, 30.8.2008 kl. 16:07
Góða helgi mín kæra ;)
Aprílrós, 30.8.2008 kl. 17:30
Góða helgi
Anna Ragna Alexandersdóttir, 30.8.2008 kl. 19:24
Úpps, kæra ... ég var líka næstum farin með pólska smiðinn sem vann fyrir okkur (æja, þú hittir einmitt hann Henrik) á körfuboltaleik, þegar hann langaði í kirkju, við fórum línuvillt í orðabókinni.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 30.8.2008 kl. 22:34
Kæra Gurrý - done, kæra borgarstjóran- done. Eins gott að passa sig. Takk fyrir boldið, bíð spennt eftir að fá að vita hvern hann sló.
Ásdís Sigurðardóttir, 30.8.2008 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.