10.9.2008 | 00:46
Heimsókn, hittingur og klikkuð syfja ...
Þrátt fyrir klikkaða syfju ákvað ég að vaka eftir Jon Stewart en fyrsti þátturinn hans var á Stöð 2 í kvöld, seint. Hefði eflaust notið hans betur ef ég hefði náð blundi í dag en fannst samt gaman. Fékk líka skemmtilega heimsókn fyrr í kvöld ... en Katrín Snæhólm og Zordís kíktu í himnaríki, sú síðarnefnda í fyrsta sinn. Þær komu með gulrótarköku úr Björnsbakaríi og fengu guðdómlegt kaffi. Zordís færði mér frábært verk eftir sig, það fer beint á vegg í eldhúsinu sem hefur beðið eftir flottri mynd frá upphafi. Ég var farin að geispa eins og algjör dóni ... enda bara fimm tíma svefn sl. nótt. Það verður gott að sofa út í fyrramálið.
Eftir sjúkraþjálfun, súpu og salat á Skrúðgarðinum var orðið stutt í hittinginn við flóttakonurnar en hann var haldinn í Þorpinu, flottu unglingamiðstöðinni á Skaganum. Mjög gott var að hafa túlk en annars gengur okkur Línu bara vel að skilja hvor aðra. Leiklistarferill minn í Heilsubælinu í gamla daga (ég var bláa öxlin sem sást stundum í) hefur greinilega skipt sköpum. Við fengum ensk-arabískar orðabækur í dag, litlar og handhægar, og þær eiga eftir að koma sér vel þrátt fyrir leikhæfileikana.
Börnin léku á als oddi, búin að hvílast eftir ferðalagið langa, og unglingarnir litu ekki upp úr tölvunum. Eitthvað kannast maður við það ...
Litlan mín steinsvaf allan tímann í sófa í salnum þar sem við hittumst og rumskaði ekki þrátt fyrir hávaða í hinum börnunum. Yngsta barnið í hópnum, lítill krúttmoli, bræddi mannskapinn en hún var virkilega fjörug og athafnasöm, var uppi í fanginu á öllum, teiknaði á næstum allt sem hún náði í og prófaði snóker við litlar vinsældir strákanna minna sem voru í miðjum leik. Konunum fannst einstakt að heyra að innanbæjarstrætó hefði flaggað í tilefni af komu þeirra í bæinn og við Lína ætlum einmitt saman í strætóferð á föstudaginn með krakkana. Besti samgöngumátinn og krakkar elska að vera í strætó.
Virkilega fínn og skemmtilegur dagur. Væri reyndar alveg til í að endurtaka heimsókn Katrínar og Zordísar og vera þá ögn meira á lífi ... Vonandi koma þær aftur áður en Zordís flýgur heim til Spánar. Henni virðist hafa gengið hreint ágætlega að aðlagast menningunni ytra, mataræðinu, tungumálinu og fleira ... lætur bara vel af búsetu sinni á suðlægum slóðum þótt hún geti reyndar ekki nálgast þorramat þar.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 216
- Sl. viku: 641
- Frá upphafi: 1505932
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 516
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Úff ég grét yfir Kastljósinu. Þessi litla sofandi stal úr mér hjartanu.
Knús á þig elsku Gurrí.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2008 kl. 00:52
Þú hefur undurfagra kirtla Frú Gurrí!
hehhehhe .... hrútspungar, selshreifar og hákarl er það sem heldur íslendingnum í mér vakandi
www.zordis.com, 10.9.2008 kl. 01:23
Vonandi að allir taki jafnvel á móti hópnum og þú Gurrý en því er ekki vist að svo verði ...Því miður eru ansi margir íslendingar bölvaðir kynþátta og útlendinga hatarar inn við beinið..þó þeir þykist svo þess á milli að vera að drukkna úr náungakærleika...og víðsýni.. Kveðja úr Nesinu...
Agný, 10.9.2008 kl. 01:36
Ó það er svo gaman að fá að fylgjast með þessu hérna hjá þér. Gæðablóðinu heima hjá mér var eins farið og Jennýu, það blikaði á tár á hvörmum hjá gamla mínum. Hann er ofsalega ánægður með að þau séu hingað komin og ég fullvissaði hann um að það færi ekki illa um flóttafólk í höndum Gurríar og annarra Skagamanna
Ragnheiður , 10.9.2008 kl. 08:33
Gurrý mín, takk fyrir færslurnar undanfarið, sko extra takk! Það eru margir í Brekkubæjarskóla sem fylgjast með blogginu þínu, sérstaklega núna og kaffitímar fara í umræður um þig og þína nýju!
Knús krútta.
Edda Agnarsdóttir, 10.9.2008 kl. 09:19
Guðríður bara að þakka fyrir þitt framlag.Tek undir það sem komið er:)
Margrét (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 10:00
Ég tek undir það að maður varð ansi meyr þegar maður sá flóttamennina í sjónvarpinu. En það hressti lundina að vita hvað það er vel þekið á móti þeim.
Helga Magnúsdóttir, 10.9.2008 kl. 10:47
Brynja skordal, 10.9.2008 kl. 11:41
Alla höfuðklúta burt,jafnvel þótt einhver segi það verður nú að lofa þeim að hafa sitt. Vindurinn feykir þessm dulum út í hafsauga.Aldrei að skera sig úr,falla inn í fjöldann það er málið og læra málið.Gangi svo öllum vel.
Án höfuðklúta takk (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 12:49
Gaman að fá að fylgjast svona með.
Bíð spennt eftir meiri fréttum af flóttamönnunum og gangi þér sem best í hlutverki stuðningsaðilans!
I. Hulda T. Markhus, 10.9.2008 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.