Einstakar móttökur, stórgjöf og fyrirhuguð ... kaffiuppáhelling

Fékk yndislegan tölvupóst áðan frá Skagakonu sem sagði mér af móttökum sem ein fjölskyldan fékk í blokkinni sinni. Hér kemur úrdráttur úr bréfinu: 

Það kom hingað maður í vinnuna til mín og sagði mér það að ein fjölskyldan hefði verið að flytja í íbúð beint á móti hans fyrrverandi, syni hans, tengdadóttur (sem kom hingað til Íslands frá Gvatemala fyrir rúml.ári ) og eins árs tvíburum ;-)

Nema það að þessi maður fór inn á google-translate, http://translate.google.com/translate_t#  skrifaði þar á ensku og þýddi yfir á Arabísku: Verið velkomin í blokkina og ef ykkur vantar eitthvað þá endilega komið bara og biðjið um aðstoð, við búum í íbúðinni beint á móti. Þetta prentaði hann út, fór og keypti blómvönd og þegar hann rennir upp að blokkinni eru þau einmitt að koma heim ásamt stuðningskonu og túlkinum. Hann gefur konunni blómin og réttir henni blaðið sem hann prentaði út á Arabísku. Konan varð rosalega ánægð og túlkurinn alsæll og á leiðinni upp hittu þau tengdadótturina, börnin hlupu inn í íbúðina hennar og beint inn í stofu að skoða dótið hjá litlu tvíburunum.

Um rúmlega níu sama kvöld er bankað hjá þeim og þar fyrir utan stendur „flóttakonan“ og eftir smá líkamstjáningu ..hehe.. fara konan, sem heitir Anna og tengdadóttirin sem heitir Thelma, með henni yfir í hennar íbúð, þar var hún með fisk, ýmislegt meðlæti, eldavél og dósaupptakara ... sem hún var ekki alveg viss um hvernig ætti að nota. Svo þær tóku sig bara til og elduðu á staðnum fyrir konuna og börnin þessa dýrindis máltíð og þau voru svo alsæl.  

Þetta fannst mér svo frábært hjá þeim að ég mátti til með að leyfa þér nýbakaðri ömmunni að heyra.

Stóra myndaorðabókinFleiri yndislegheit ... Forlagið ætlar að gefa öllum fjölskyldunum Stóru myndaorðabókina en það er einstök bók sem á eftir að hjálpa fólkinu gríðarlega mikið í íslenskunáminu. Þetta er engin smágjöf, hver bók kostar um 15.000 krónur og þetta eru átta stykki!

Komst að því í gær að Lína er hrifin af kaffi (alvörukona) og fer núna á eftir og kenni henni að búa sér til góðan kaffisopa. Hún er með brúsa, plastkaffitrekt sem kom í söfnuninni í sumar, nokkra filterpoka og svo afgangskaffi úr afmælinu mínu sem er ekki slorkaffi, Krakatá frá Kaffitári. Nú verður búinn til góður sopi í dag. Held að það megi alveg drekka kaffi þótt það sé akkúrat Ramadan núna. Annars fær hún sér bara sopa í kvöld.

Viðbót: http://www.unhcr.org/news/NEWS/48c54ef44.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ þetta er allt eitthvað svo dásamlegt.  Nú er Jón með þinni og minni að kaupa inniskó. Vildi gjarnan vera fluga á vegg og fylgjast með honum með þær tvær upp á arminn - konur sem vita sko alveg hvað þær vilja. Vona samt aað ég hafi ekki náð að smita liðið. Er sem sagt heima í dag og ætla að ná þessu úr mér . Takk kæra Gurrý fyrir skemmtilega samvinnu hingað til.

Heiðrún (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 14:17

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sömuleiðis, Heiðrún. Mikið hefur þetta verið gaman allt saman og líka dýrmætt að kynnast svona mörgum skemmtilegum Skagamönnum í þessu verkefni. Sé alveg fyrir mér hann Jón þinn með þær upp á arminn. Hahahhahaah! Svo fer ég í kaffikennslu kl. 3 og sýni "minni" eflaust sitt af hverju meira. M.a. þýðingarvélina í google á tölvunni. Vona að þér batni sem allra, allra fyrst.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.9.2008 kl. 14:23

3 identicon

Hæ Gurrý mín. Sá þig í sjónvarpinu og datt í hug að kíkja í heimsókn... Það er satt sem þú segir; myndavélarnar bæta amk 20 kg. á fólk. Þú ert raunverulega tágrönn (til skýringar fyrir þá sem aldrei hafa hitt Gurrý í eigin persónu;-)

Mér finnst það sem þú og fleiri, eruð að gera, alveg frábært! Ég vil óska ykkur öllum alls hins besta og maður á eftir að fylgjast með hvernig hópnum gengu. Kv. Silja

Silja Dögg (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 14:26

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

OOOOH, Gurrí, það er algjörlega sálarupplyftandi (nýyrði) að lesa bloggið þitt þessa dagana, Frábært hvað þið Skagamenn eruð að strauja, stífa og standa ykkur.

Helga Magnúsdóttir, 10.9.2008 kl. 14:29

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið finnst mér þetta yndislegt að heyra ég verð bara klök

Kristín Katla Árnadóttir, 10.9.2008 kl. 14:29

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Hrpfmm,,,, kunna fleiri en ég að strauja og stífa.

Þið eruð snillar upp til hópa, addna stuðningsfólk.

Þröstur Unnar, 10.9.2008 kl. 14:34

7 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Nei nú skæli ég bara hreinlega....mikið er þetta dásamlegt - ég er eiginlega óvinnufær sökum tára.....

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 10.9.2008 kl. 15:13

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2008 kl. 15:41

9 Smámynd: Ragnheiður

Hvernig er þetta ? Á ég að grenja í allan dag ? Svona færslur um gott fólk koma út á mér tárunum....þetta er yndislegt !

Ragnheiður , 10.9.2008 kl. 19:16

10 Smámynd: Anna Gísladóttir

Þetta er yndislegt að lesa um ....... (og það tók á að halda aftur af tárunum)

Anna Gísladóttir, 10.9.2008 kl. 19:25

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Þetta er bara yndislegt og fallegt

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.9.2008 kl. 19:28

12 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Frábært að lesa þetta. Þær eru svo sannarlega heppnar, konurnar, að þarna á Skaganum skuli búa fólk eins og þú og þeir sem þú segir frá. :)

Svala Jónsdóttir, 10.9.2008 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 216
  • Sl. sólarhring: 281
  • Sl. viku: 908
  • Frá upphafi: 1505915

Annað

  • Innlit í dag: 175
  • Innlit sl. viku: 741
  • Gestir í dag: 168
  • IP-tölur í dag: 162

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband