10.9.2008 | 14:04
Einstakar móttökur, stórgjöf og fyrirhuguð ... kaffiuppáhelling
Fékk yndislegan tölvupóst áðan frá Skagakonu sem sagði mér af móttökum sem ein fjölskyldan fékk í blokkinni sinni. Hér kemur úrdráttur úr bréfinu:
Það kom hingað maður í vinnuna til mín og sagði mér það að ein fjölskyldan hefði verið að flytja í íbúð beint á móti hans fyrrverandi, syni hans, tengdadóttur (sem kom hingað til Íslands frá Gvatemala fyrir rúml.ári ) og eins árs tvíburum ;-)
Nema það að þessi maður fór inn á google-translate, http://translate.google.com/translate_t# skrifaði þar á ensku og þýddi yfir á Arabísku: Verið velkomin í blokkina og ef ykkur vantar eitthvað þá endilega komið bara og biðjið um aðstoð, við búum í íbúðinni beint á móti. Þetta prentaði hann út, fór og keypti blómvönd og þegar hann rennir upp að blokkinni eru þau einmitt að koma heim ásamt stuðningskonu og túlkinum. Hann gefur konunni blómin og réttir henni blaðið sem hann prentaði út á Arabísku. Konan varð rosalega ánægð og túlkurinn alsæll og á leiðinni upp hittu þau tengdadótturina, börnin hlupu inn í íbúðina hennar og beint inn í stofu að skoða dótið hjá litlu tvíburunum.
Um rúmlega níu sama kvöld er bankað hjá þeim og þar fyrir utan stendur flóttakonan og eftir smá líkamstjáningu ..hehe.. fara konan, sem heitir Anna og tengdadóttirin sem heitir Thelma, með henni yfir í hennar íbúð, þar var hún með fisk, ýmislegt meðlæti, eldavél og dósaupptakara ... sem hún var ekki alveg viss um hvernig ætti að nota. Svo þær tóku sig bara til og elduðu á staðnum fyrir konuna og börnin þessa dýrindis máltíð og þau voru svo alsæl.
Þetta fannst mér svo frábært hjá þeim að ég mátti til með að leyfa þér nýbakaðri ömmunni að heyra.
Fleiri yndislegheit ... Forlagið ætlar að gefa öllum fjölskyldunum Stóru myndaorðabókina en það er einstök bók sem á eftir að hjálpa fólkinu gríðarlega mikið í íslenskunáminu. Þetta er engin smágjöf, hver bók kostar um 15.000 krónur og þetta eru átta stykki!
Komst að því í gær að Lína er hrifin af kaffi (alvörukona) og fer núna á eftir og kenni henni að búa sér til góðan kaffisopa. Hún er með brúsa, plastkaffitrekt sem kom í söfnuninni í sumar, nokkra filterpoka og svo afgangskaffi úr afmælinu mínu sem er ekki slorkaffi, Krakatá frá Kaffitári. Nú verður búinn til góður sopi í dag. Held að það megi alveg drekka kaffi þótt það sé akkúrat Ramadan núna. Annars fær hún sér bara sopa í kvöld.
Viðbót: http://www.unhcr.org/news/NEWS/48c54ef44.html
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:13 | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 216
- Sl. sólarhring: 281
- Sl. viku: 908
- Frá upphafi: 1505915
Annað
- Innlit í dag: 175
- Innlit sl. viku: 741
- Gestir í dag: 168
- IP-tölur í dag: 162
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Æ þetta er allt eitthvað svo dásamlegt. Nú er Jón með þinni og minni að kaupa inniskó. Vildi gjarnan vera fluga á vegg og fylgjast með honum með þær tvær upp á arminn - konur sem vita sko alveg hvað þær vilja. Vona samt aað ég hafi ekki náð að smita liðið. Er sem sagt heima í dag og ætla að ná þessu úr mér . Takk kæra Gurrý fyrir skemmtilega samvinnu hingað til.
Heiðrún (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 14:17
Sömuleiðis, Heiðrún. Mikið hefur þetta verið gaman allt saman og líka dýrmætt að kynnast svona mörgum skemmtilegum Skagamönnum í þessu verkefni. Sé alveg fyrir mér hann Jón þinn með þær upp á arminn. Hahahhahaah! Svo fer ég í kaffikennslu kl. 3 og sýni "minni" eflaust sitt af hverju meira. M.a. þýðingarvélina í google á tölvunni. Vona að þér batni sem allra, allra fyrst.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.9.2008 kl. 14:23
Hæ Gurrý mín. Sá þig í sjónvarpinu og datt í hug að kíkja í heimsókn... Það er satt sem þú segir; myndavélarnar bæta amk 20 kg. á fólk. Þú ert raunverulega tágrönn (til skýringar fyrir þá sem aldrei hafa hitt Gurrý í eigin persónu;-)
Mér finnst það sem þú og fleiri, eruð að gera, alveg frábært! Ég vil óska ykkur öllum alls hins besta og maður á eftir að fylgjast með hvernig hópnum gengu. Kv. Silja
Silja Dögg (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 14:26
OOOOH, Gurrí, það er algjörlega sálarupplyftandi (nýyrði) að lesa bloggið þitt þessa dagana, Frábært hvað þið Skagamenn eruð að strauja, stífa og standa ykkur.
Helga Magnúsdóttir, 10.9.2008 kl. 14:29
Mikið finnst mér þetta yndislegt að heyra ég verð bara klök
Kristín Katla Árnadóttir, 10.9.2008 kl. 14:29
Hrpfmm,,,, kunna fleiri en ég að strauja og stífa.
Þið eruð snillar upp til hópa, addna stuðningsfólk.
Þröstur Unnar, 10.9.2008 kl. 14:34
Nei nú skæli ég bara hreinlega....mikið er þetta dásamlegt - ég er eiginlega óvinnufær sökum tára.....
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 10.9.2008 kl. 15:13
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2008 kl. 15:41
Hvernig er þetta ? Á ég að grenja í allan dag ? Svona færslur um gott fólk koma út á mér tárunum....þetta er yndislegt !
Ragnheiður , 10.9.2008 kl. 19:16
Þetta er yndislegt að lesa um ....... (og það tók á að halda aftur af tárunum)
Anna Gísladóttir, 10.9.2008 kl. 19:25
Þetta er bara yndislegt og fallegt
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.9.2008 kl. 19:28
Frábært að lesa þetta. Þær eru svo sannarlega heppnar, konurnar, að þarna á Skaganum skuli búa fólk eins og þú og þeir sem þú segir frá. :)
Svala Jónsdóttir, 10.9.2008 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.