Bland í poka ...

Formúlan ætti að verða ansi spennandi í fyrramálið.  Sérstaklega ef það rignir eins og í tímatökunum í morgun.

Fínasta viðtal var við Línu í Fréttablaðinu í dag þótt hún hafi reyndar verið kölluð Lena þar. Ætla að gefa henni frí frá mér núna en Kjartan og Ella munu að aðstoða hana við að sækja hjólið og sitthvað fleira. Ég þarf að komast að því hjá hinum stuðningsfjölskyldunum hvort aðrar konur í hópnum langi í hjól. Ég hélt í fávisku minni að verið væri að dytta að mörgum gömlum hjólum, sem nægði fyrir krakkahópinn en þau hjól eru víst bara fjögur eða fimm. Þannig að ... ef einhver lumar á hjóli í bílskúrnum/geymslunni, fyrir börn sem fullorðna, þá veit ég að þau munu koma að góðum notum og lenda í þakklátum höndum. Netfangið mitt er gurrihar@gmail.com. Er viss um að hjóla-aðdyttarinn okkar getur gert við litlar bilanir. Ef einhver á barnastól á hjól þá væri það náttúrlega æði!

Á LangasandinumSá stuðningskonu áðan í gönguferð við Langasandinn með „sína konu“ og eitt barn. Það er hvasst og frekar svalt í veðri svo göngutúrinn stóð ekki lengi en virkaði fjörugur, þær hlógu mikið stöllurnar í rokinu, sá ekki betur úr glugganum mínum. Brrrrrr. Veturinn fer að skella á með öllum sínum fjölbreytileika í veðri. Get þó ekki sagt með sanni að ég kvíði fyrir! Alltaf gaman að fylgjast með öldunum (í réttri vindátt) héðan úr himnaríki. Ég er eins og argasti njósnari. Nú eru fleiri niðri á sandi með stuðningsfólki og krakkarnir hlaupa um þrátt fyrir veðrið. Það styttist reyndar í flóð en eitthvað má nýta mjóu sandræmuna sem sést enn í.

Walk HardLangar að mæla með bráðfyndinni mynd á DVD, Walk Hard heitir hún. Erfðaprinsinn sá hana á undan mér og sagði ekki mikið annað en að ég yrði að sjá hana svo ég hlýddi bara eins og góðri móður sæmir. Fegin að ég gerði það. Líst líka vel á heimildamyndina um Rolling Stones, er hálfnuð með hana.

Vona svo að dagurinn ykkar verði hreint út sagt frábær!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Sömuleiðis, kellan mín!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.9.2008 kl. 18:08

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

takk sömuleiðis mín kæra, megi sunnudagurinn færa þér brim

Guðrún Jóhannesdóttir, 13.9.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 175
  • Sl. sólarhring: 343
  • Sl. viku: 867
  • Frá upphafi: 1505874

Annað

  • Innlit í dag: 141
  • Innlit sl. viku: 707
  • Gestir í dag: 136
  • IP-tölur í dag: 132

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband