Hjólasaga, kjúklingur og smá bold

Sjúkrahúsið á AkranesiDagurinn gekk bara vel.  Eitthvað skolaðist til tíminn sem fjölskyldan átti að mæta á spítalann þannig að strætóferðin verður að bíða til næstu viku. Fengum erfðaprinsinn til að keyra okkur á sjúkrahúsið í einum grænum hvelli, það var sem betur fer eyða í stundaskránni hans þannig að þetta bjargaðist. Litlan mín, Nadeen, var að vonum harla ósátt við að vera stungin með sprautu en öll börnin fengu verðlaun fyrir dugnaðinn, flotta blýanta og þau minnstu blöðrur. Móttökurnar á sjúkrahúsinu voru þvílíkt hlýlegar, allir brosandi og glaðir. Hef ég ekki stundum sagt sögur um þetta frábæra sjúkrahús hérna á Skaganum?

Mér hefur farið ótrúlega fram í arabísku og má teljast nokkurn veginn altalandi ...

اولاد بلدي ، وعبد الله محمد ، سعيد علي الدراجات الهواءيه. Í þessarri setningu var ég t.d. að tala um hvað strákarnir mínir væru ánægðir með hjólin sín.

ReiðhjólInga fékk frábæra upphringingu í dag, svona áður en hún skrapp til Ameríku. Lína er búin að eignast hjól en Ragga Theódórs hjúkka á eitt gamalt og gott í geymslunni sinni sem hún vill gefa henni og við Kjartan sækjum það á morgun ef það hentar Röggu. Bara æði. Inga hélt að hún ætti einhvers staðar barnastól til að setja á mömmuhjólið og þá verður þetta „fjölskyldan hjólandi“.

Lína var að elda kjúkling þegar ég fór, hún var komin með góð krydd frá Pottagöldrum, kjúklingakrydd og pipar, fannst lyktin af þessum kryddum mjög góð og notaði óspart á kjúllann. Hún skar niður tómata og lauk og setti með kjúklingnum og lyktin var orðin mjög góð þegar ég yfirgaf samkvæmið. Okkur tókst að þvo eina vél og hengja út á svalir á þurrkgrind, vona bara að mér hafi tekist að koma henni í skilning um rokið sem von er á í kvöld, að hún verði að taka grindina inn. Held að ég sýni stundum svolítið leikræna þjáningu í stað tjáningar ... hehehhe. Er búin að komast að því að fjölskyldan er ekki hrifin af mjólkurvörum, jógúrti og slíku, enda eflaust ekki mikið borðað í Írak. Ávextir eru aftur á móti í miklu uppáhaldi.

GhostbustersÉg færði yngri stráknum, afmælisbarninu f. 090999, tvær DVD-myndir, Spiderman I og hina sígildu, fyndnu og góðu Ghostbusters í afmælisgjöf frá okkur Ingu. Strákarnir þekktu Spiderman heldur betur og urðu voða glaðir. Held að gamla DVD-tækið, sem þau fengu lánað, sé eitthvað ryðgað, það gekk ekki nógu vel að horfa á Spiderman. Kannski tölvusnillingurinn Kjartan kíki á tækið á morgun, mögulega þarf bara að hreinsa það. Hef tröllatrú á honum þótt hann hafi víst argað þegar hann sá flókið stjórnborðið á þvottavélinni. Okkur Línu tókst þó í sameiningu að setja í vél! Múahaha ..

Bold: Stefanía, sem er í rosa sálfræðimeðferð hjá Taylor, viðurkennir að hún eigi móður á lífi og Pam, „litla“ systir Steffíar, eftirlæti pabbans heitins, sjái um hana. Stefanía er beisk út í aldraða móður sína og hefur ekki talað við hana í 30 ár, mamman tók málstað pabbans sem barði Stefaníu með belti þegar hún var krakki ... Nú er allt að koma upp á yfirborðið og geðlæknirinn geðþekki, Taylor, á heiður skilinn fyrir að ná þessu upp úr Steffí, enginn í fjölskyldunni veit þetta. Nick, nýi eigandi Forrester-tískuhússins, rekur nokkra starfsmenn og aðrir ganga út. Ég flissaði þegar hann kynnti Donnu, systur Brooke, sem einhvers konar stjóra. Garrison, óþolandi hönnuður sem var hjá Spectra, kjaftakarl og leiðindapúki, er orðinn aðalhönnuður hjá Nick þannig að ... Nick finnst að honum hafi tekist að láta Forrester-fjölskylduna axla ábyrgð og er hreykinn af því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Setti hón tómata í ofnskúffuna með lauknum?  Sounds like a plan.

Þú ert gimsteinn Gurrí.  Alveg á hreinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.9.2008 kl. 23:07

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Skar tómatana niður og kryddaði og laukinn líka. Sýndi mikla snilld með hnífinn, þurfti ekki bretti ... vá, bara flott.

Guðríður Haraldsdóttir, 12.9.2008 kl. 23:22

3 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Jógúrt er mjöööög algeng í Írak og mikið notuð í írakskri matargerð, enda upprunnin einhvers staðar á þessum slóðum, en það er auðvitað alvörujógúrt, ekki þetta sæta ávaxtablandaða sull ... Prófaðu að benda þeim á hreina jógúrt og segja þeim að þetta sé laban (eða liban); hún er reyndar líklega töluvert þynnri og verri en þau eiga að venjast en það má þó stundum notast við hana.

Nanna Rögnvaldardóttir, 12.9.2008 kl. 23:42

4 Smámynd: Brynja skordal

En frábært að Lína sé að fá Hjól og stól á hjólið fyrir litlu skvísuna þegar maður sér arabísku skrifaða finnst mér það koma út sem mikil list skrautskrift ótrúlegt að geta lesið úr þessu en væri kannski auðvelt ef maður kynni það já missti af bold í dag svo takk fyrir upplýsingar maður er farinn að skilja reiði steffý ef hún hefur fengið svona uppeldi kellan sú hafðu ljúfa nótt elskuleg

Brynja skordal, 12.9.2008 kl. 23:53

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Held að þetta sé hárrétt hjá þér, Nanna, þau hafa bara ekki fílað allan sykurinn í jógúrtinu. Spyr hana um laban/liban á morgun.

Já, og góða helgi!

Guðríður Haraldsdóttir, 13.9.2008 kl. 00:00

6 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Beið spenntur eftir ykkur í dag,en sjáumst vonandi í næstu....

Halldór Jóhannsson, 13.9.2008 kl. 00:03

7 identicon

Ertu með tölvupóstfang? Mundi vilja gefa dvd spilara sem virkar til fjölskyldunnar.

Sirrý (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 00:11

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

gurrihar@gmail.com

 Já, það voru vonbrigði, Halldór, að komast ekki í strætó. Reynum að komast á þriðjudaginn.

Guðríður Haraldsdóttir, 13.9.2008 kl. 00:15

9 Smámynd: Aprílrós

Góða helgi mín kæra Gurrí

Aprílrós, 13.9.2008 kl. 00:18

10 Smámynd: Nanna Rögnvaldardóttir

Það eru líka uppskriftir að heimagerðri jógúrt í íröksku matreiðslubókunum mínum ef er einhver hjálp í því.

Nanna Rögnvaldardóttir, 13.9.2008 kl. 00:36

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég kynntist palentískri fjölskyldu í DK og konan í þeirri fjölskyldu notaði jógurt. Það héngu iðulega þrjár léreftstuskur á höldum skápanna yfir eldhúsvasknum með jógurt í til að láta mysuna renna frá og svo var þetta notað í allskonar bakstur og mat.

Gott að fá framhald.

Edda Agnarsdóttir, 13.9.2008 kl. 01:57

12 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.9.2008 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 614
  • Sl. sólarhring: 617
  • Sl. viku: 2564
  • Frá upphafi: 1457317

Annað

  • Innlit í dag: 458
  • Innlit sl. viku: 2113
  • Gestir í dag: 411
  • IP-tölur í dag: 402

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Elsku Tommi
  • Elsku Tommi
  • Mamma hjúkka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband