Sundferð, leikfélagi og snilldarhugmynd Ellu

SundlauginStrákarnir mínir fóru í sund í dag. Fóru með Jóni, stuðningsmanni fjölskyldunnar úr næsta húsi, og tveimur strákum úr þeirri fjölskyldu. Þeim fannst það dásamleg upplifun. Ella og Kjartan kíktu í stutta heimsókn til Línu á meðan. Eygló, tveggja ára dóttir þeirra, kom með og urðu þær Nadeen samstundis góðar vinkonur. Önnur spjallaði hástöfum á íslensku, hin á arabísku og það ríkti fullkominn skilningur á milli þeirra. Eygló var ekkert til í að fara svona fljótt frá nýju Lara Croftvinkonunni eins og raunin varð en okkur langar til að gefa Línu andrúm, það má ekki kæfa fólk þótt í góðri meiningu sé. Það er komið betra sjónvarp hjá Línu og nú er hún kannski að horfa á Láru Croft, eins og ég. Snillingurinn hún Ella var búin að búa til nokkur kort með algengum orðum og orðatiltækjum, öðrum megin á kortinu var setningin/orðið á arabísku og hinum megin á íslensku. Lína varð himinlifandi og byrjaði strax að æfa sig í að tala íslensku og gekk bara ansi vel. Hún er greinilega ákveðin í því að læra málið fljótt. Ég efast ekki um að það gangi upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Mér heyrist á öllu að hún Lína sé hörkukona, og mikið er yndislegt að hún sýni íslenskunni mikinn áhuga, dugleg hún Ella að gera svona kort handa Línu. Ég er ekki alveg að fatta, en býr Lína í sömu blokk og þú, Gurrí mín? Varstu ekki líka að segja að það var viðtal við eitthvað af flóttafólkinu í vikunni sem er að líða? Mig langar svo að kíkja á það, ætli það sé ekki í Kastljósi þá. Allaveganna, hér er afmælisdagur hjá syni mínum í dag, hann Kalli minn er orðinn níu ára gamall, takk fyrir, hvert fór tíminn? Hafðu það gott, í dag og alla daga, gaman að fylgjast með þér, kíki alltaf inn til þín í bloggsopa

Bertha Sigmundsdóttir, 14.9.2008 kl. 00:54

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég gæti trúað að hljóðkerfislega séð sé ekki mjög erfitt fyrir arabískumælandi fólk að læra íslensku - og öfugt. En þetta veit hún Jóhanna Kristjóns betur en ég.

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.9.2008 kl. 01:11

3 Smámynd: Aprílrós

Mér heyrist líka að allt gangi vel hjá öllum, góð samskipti og skilningur. ;)

Hafðu góðan sunnudag mín kæra .;)

Aprílrós, 14.9.2008 kl. 05:22

4 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Frábært starf sem þú ert að gera. Virðist vera mjög vel tekið á móti flóttamönnunum á Skaganum.

Einn af færustu kvikmyndagerðarmönnum Svía, Josef Fares frá Líbanon, gerði bíómynd um hvernig það er að missa fjölskyldu sína í stríðinu og flytja svo í nýtt land. http://www.norden.org/webb/news/news.asp?id=6391&lang=1

Myndin hlaut mjög góða dóma og fékk norrænu kvikmyndaverðlaunin 2006. Hún var sýnd í Norrænuhúsinu 2007, en það voru ekki margir sem sáu hana. Mér finnst hálfskammarlegt að Sjónvarpið hafi ekki sýnt þessa mynd. Hún gæti held ég minnkað útlendingahatur og gefið íslendingum aukinn skilning á hvernig það er að koma inní svo ólíkt samfélag. http://www.aftonbladet.se/nojesliv/film/article308829.ab

Gangi ykkur allt vel

Ásta Kristín Norrman, 14.9.2008 kl. 06:50

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Gafst upp á Láru Krofft, þegar hún fékk 200 tonna steinklump í hausinn án þess að vankast.

Þessar litlu eru sko ekki í vandræðum með að tjá sig. Mín er oft að leika við eina þýska við hliðina á vinnunni og tungumálin vefjast sko ekki fyrir þeim. Þær fundu bara upp nýtt tungumál, þýsk-íslensku.

Þröstur Unnar, 14.9.2008 kl. 09:15

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Bertha, jú þú finnur viðtal í Kastljósi á www.ruv.is og svo ættir þú að geta séð viðtalið við Línu í Fréttablaðinu í gær á Netinu líka. Hún býr í næsta húsi við mig, ekki sama. Innilega til hamingju með strákinn þinn!

Lára Hanna, held að eitthvað sé til í því, mér hefur fundist framburður Línu og barna mjög góður á íslenskunni og hún hefur ekki kvartað yfir mínum á arabískum orðum ... kannski svona kurteis. Hehehhe

Krútta, sömuleiðis, megi sunnudagurinn færa þér eintóma gleði!

Ásta Kristín, takk kærlega fyrir, kíki á þetta á eftir. 

Þröstur, þú misstir af miklu, þetta var hörkuspennandi mynd!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.9.2008 kl. 11:42

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Aðdáun mína færð þú alla. Þú ert að vinna kraftaverkavinnu, hygg ég. Það er hægt að bjarga mannslífum á marga vegu.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.9.2008 kl. 12:18

8 Smámynd: Gunna-Polly

fékkstu kveðjun frá mér?

Gunna-Polly, 14.9.2008 kl. 12:26

9 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Gurrý mín ég veit ekki hvort þú manst eftir mér,en við hittumst í gamla Geislanum í Keflavík fyrir mörgum árum,ég hef verið  að fylgjast með logginu þínu og mér finnst þú svo jákvæð og hress,mér finnst líka æðislegt þetta sem þið eruð að gera upp á Skaga,gangi þér allt í haginn ljósið mitt,kveðja Sigga

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 14.9.2008 kl. 12:52

10 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Gurrý mín ég veit ekki hvort þú manst eftir mér,en við hittumst í gamla Geislanum í Keflavík fyrir mörgum árum,ég hef verið  að fylgjast með blogginu þínu og mér finnst þú svo jákvæð og hress,mér finnst líka æðislegt þetta sem þið eruð að gera upp á Skaga,gangi þér allt í haginn ljósið mitt,kveðja Sigga

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 14.9.2008 kl. 12:52

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er frábært að Lína skuli tekin til við að læra íslenskuna. Tékkneskar stelpur sem ég þekki hafa náð alveg ótrúlega góðum tökum á íslenskunni. Vona að það sama eigi við um þær arabísku.

Helga Magnúsdóttir, 14.9.2008 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 213
  • Sl. sólarhring: 315
  • Sl. viku: 905
  • Frá upphafi: 1505912

Annað

  • Innlit í dag: 172
  • Innlit sl. viku: 738
  • Gestir í dag: 165
  • IP-tölur í dag: 159

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband