Magnað lífshlaup ...

Var klukkuð og ákvað að afplána það þótt margt skrýtið hafi uppgötvast, t.d. það að ég hef aldrei farið sérstaklega í sumarfrí til útlanda, alltaf átt erindi ... kórferðalag, árshátíð (í hittiðfyrra til London), vetrarheimsókn til Elfu vinkonu og slíkt.

AnnaEitt sumarfríið skrapp ég til Önnu og Ara á Álftanesið-gáfaða og varði með þeim skemmtilegri kvöldstund. Var síðan skutlað heim í Vesturbæinn í stórum jeppa þar sem svokallað “lóran”-tæki (minnir mig að það heiti) sýndi nákvæmlega leiðina vestur í bæ. Það stóð upp sem skemmtilegasta ferðalag þess sumars ef ég tel strætóferðirnar ekki með, hehhehe. Annars, meðan það mátti, seldi ég iðulega sumarfríið mitt. Mikill misskilningur að einstæðar mæður hafi það svo gott. Venjulegur mánuður: Konulaun + 10 þús. í meðlag + 5 þús. í mæðralaun. Það voru pörin sem þóttust vera „einstæðar“ sem gátu mögulega lifað mannsæmandi lífi og þar lá misskilningurinn. Jamm! Þetta átti nú ekki að fara út í eitthvað svona, lenti bara oft í rifrildi yfir því hvað við, þessar einstæðu, hefðum það nú gott á öllum þessum bótum. Hlátur minn yfir því í dag er enn pínulítið beiskjublandinn.


VestmannaeyjarFjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

- Bakka- og vélastúlka í Ísfélagi Vestmannaeyja (hækkaði í tign úr orma- og beinatínslunni)

- Skartgripasölukona á Laugaveginum

- Skrifstofustúlka í ýmsum fyrirtækjum

- Útvarpskona (lengst af á Aðalstöðinni)

 

 

Empire of the SunFjórar bíómyndir sem ég held upp á:

- Empire of the Sun

- Sound of Music

- True Lies

- Allt um móður mína

(svona sem ég man eftir ...)

 

ÆvintýrasirkusinnFjórar bækur sem ég hef lesið oftar en einu sinni:

- Allar bækur Enid Blyton

- Vinur minn, prófessorinn (rómantísk spítalasaga)

- Snjallar stúlkur (útg. 1946, í eigu mömmu, spennubók fyrir krakka)

- Málsvari myrkrahöfðingjans (ja, þótti hún mjög skemmtileg á unglingsárunum)

(marglas bækurnar í gamla daga, geri það ekki lengur, nema Harry Potter)

 

24Fjórir sjónvarpsþættir:

- House

- 24

- Illt blóð

- Útsvar/Silfur Egils/Kiljan/Simpsons ... get illa gert upp á milli, gleymi örugglega e-u


Indverskur maturFjórar fæðutegundir sem ég elska:

- Kjúklingur

- Nautakjöt

- Indverskur matur

- Mexíkóskur matur

 

 

La ConnerFjórir staðir sem ég hef farið á í sumarfrí:

- Álftanes

- Höfn í Hornafirði (sumarbústaður yfir helgi með mömmu og systkinum)

- La Conner (Washington-fylki USA, 2 vikur í jan. 2002)

- Austurríki, Þýskaland, Ítalía; kórferðalag í júní 1985


HimnaríkiFjórir staðir sem ég hef búið:

- Akranes (þrisvar: 2-12 ára, sem ung, nýgift, nú sem pipruð kattakerling í himnaríki)

- Reykjavík (0-2 mánaða, 13-18 ára, 24-48 ára)

- Sauðárkrókur (16-17 ára)

- Stykkishólmur (til 2 ára) (og Vestmannaeyjar hálft ár 1974)

 

 

Ég klukka  ... Hnakkus, Björn Bjarnason, DoktorE og Egil Helgason.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þú ert huguð kona að klukka Hnakkus, en mikið svakalega væri gaman að sjá hans lista hehe.

Ragnheiður , 14.9.2008 kl. 16:16

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég gat ekki hugsað mér að gera bloggvinum mínum það að klukka þá ... valdi bara nokkra góða sem ég stórefast um að taki áskoruninni, hvað þá lesi bloggið mitt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.9.2008 kl. 16:25

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég var nú hálfhikandi þegar ég klukkaði þig, var ekkert viss um að þú tækir því vel.  Nú er ég rosalega ánægð, elska þegar fólk gerir eins og ég segi því.

Helga Magnúsdóttir, 14.9.2008 kl. 16:29

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheh, ég þorði ekki annað en að hlýða þér, maddama Helga!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.9.2008 kl. 16:37

5 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Ég var að klára eitt svona klukk,nema ég var ekki eins hugrökk og þú,sendi bara engum klukker bara algjör hæna

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 14.9.2008 kl. 17:00

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég kemst að því þegar ég les þitt klukk að það eru ekki eins spurningar hjá okkur! Ætli það séu tvær útgáfur af klukki!

Það voru engar bókaspurningar hjá mér og nú er ég súr.

Edda Agnarsdóttir, 14.9.2008 kl. 18:42

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það vantaði líka eitthvað hjá mér, m.a. hvaða netsíður ég kíki á daglega ... ætli það séu ekki mbl.is, dv.is, jenfo sjálf og yr.no (norsk veðursíða) ... og á sem flesta bloggvini. Reyni grimmt að halda aftur af mér að sitja öll kvöld yfir blogginu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.9.2008 kl. 18:48

8 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hahaha, snilldar klukkun, til hamingju.  Verður samt eiginlega að linka á þá svo þeir taki eftir þessu

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.9.2008 kl. 21:04

9 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

og hvers á Mengella að gjalda?...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 14.9.2008 kl. 21:04

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, steingleymdi Mengellu, hélt að hann væri hættur!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.9.2008 kl. 21:06

11 Smámynd: Jens Guð

  Já,  bjóst á Sauðárkróki.  Ég hef áreiðanlega séð þig þar.

Jens Guð, 14.9.2008 kl. 22:50

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jamm, Jens, ég var kölluð Mafíuforinginn á tímabili þar! Gallabuxurnar mínar voru með hekluðum, marglitum dúllum á og beinar niður (þarna voru pressaðar, útvíðar terlínbuxur í tísku), gekk í vinnuskyrtu og svartri Álafossúlpu, stældi stórusystur, hippann. Einhver lagði saman tvo og tvo og fékk út mafíuna (!) og því fékk ég þetta viðurnefni sem ég var stolt af. Mun skárra en margt annað. Hehehheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.9.2008 kl. 23:25

13 Smámynd: www.zordis.com

Alldeilis fínt klukk hjá zér kona.  Ég gleymdi hinu og zessu í mínu klukki .... er ad fara ad huga ad utanferd, hellisleit og ditten.

Álftanes er flottur stadur!

www.zordis.com, 15.9.2008 kl. 00:48

14 identicon

Leyfi mér að minna á Lundúnaferð, þar sem þú náðir þér í hyldjúpa flensu. Veikindin og lymskulegur áróður í Lundúnum urðu til þess að reykingafíknin fór í tímabundið hvarf.

Var þetta ekki sumarfrí, eða varstu að gera eitthvað allt annað?

Borghildur Anna (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 17:36

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, vissulega, en um miðjan vetur ef ég man rétt, eins og ferðirnar mínar hingað til. Það var þó eins og besta sumarfrí að koma til ykkar. Fórum við ekki á þorrablót Íslendingafélagsins?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.9.2008 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 218
  • Sl. viku: 641
  • Frá upphafi: 1505932

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 516
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband