Ansi hraðskreið rigning ...

Hraðskreið rigning 16. sept 08Hér á Skaganum fer rigningin ansi hratt yfir með tilheyrandi votum gluggum í himnaríki. Sjórinn er sjúklega flottur en flóð verður um sjöleytið í kvöld. Hér þarf mikinn undirbúning fyrir nóttina en þá á veðrið víst að versna einhver ósköp. Handklæði í glugga, eldhúsrúllubréf í opnanlegu fötin og dagblöð á gólfin. Svo er bara að vita hvort Ásta eða strætó þori að leggja í Kjalarnesið í fyrramálið.

Skrapp í örstutta heimsókn til Línu í dag og var voða gaman að hitta þau. Hef ekkert séð þau síðan á föstudaginn. Strákunum tókst að segja mér að þeir hefðu farið í sund og hvað það hefði verið gaman. Gaman að sjá hvað dóttur Kjartans og Ellu og krökkunum hennar Línu kemur vel saman en þau komu í heimsókn þegar ég var að fara.

Annað: Inga, það var sannarlega ekki ætlunin að upphefja „góðmennsku“ mína eða annarra Skagamanna á blogginu mínu eða segja frá einkamálum flóttamannanna. Ég hef hingað til bloggað um flesta þá hluti sem gerast í lífi mínu og síðasta vika var svo frábær og skemmtileg að erfitt var að sleppa því að blogga um það. Mér finnst ekki alvarlegt að skrifa um kaffiuppáhellingar eða þvottavélastúss, vissulega gerist sitt af hverju annað sem á ekkert erindi á bloggsíðu og ég skrifa ekkert um það. Mögulega hef ég vonað að þeir sem eru á móti komu flóttakvennanna og lesa þetta sjái að þetta er bara venjulegt og gott fólk sem getur fótað sig hér á landi. Millivegurinn er þó alltaf erfiður og ef ég hef farið yfir einhverja línu var það sannarlega ekki ætlunin.

Ég sá bara pínulítið af boldinu og sýndist Stefanía og Eric komin heim til mömmu Stefaníu. Þegar mamman var að tala fallega um mann sinn heitinn heyrði ég að það kom spennutónlist undir. Sé þetta betur á morgun en hvert andartak í þáttunum er teygt út í hið óendanlega, þess vegna skiptir varla máli þótt einn þáttur detti út. Jú, Taylor sagði Thorne að hann ætti ömmu á lífi og það kom undrunarsvipur á hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Mér finnst þetta bara fáránleg athugasemd frá frúnni þarna á blogspot.

Annars verður hann að sunnan í fyrramálið svo það verða ekki mikla hviður on the Kjalarnes.

Bold, no comment............

Þröstur Unnar, 16.9.2008 kl. 18:26

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Haltu þínu striki Gurrí, það hefur gaman að fylgjast með hversu vel hefur tekist til hingað til og vonandi áfram.  

Haraldur Bjarnason, 16.9.2008 kl. 19:04

3 Smámynd: Ragnheiður

Þú hefur ekki farið yfir neina línu, þú hefur hinsvegar stuðlað að því að mér sem lesanda er orðið hlýtt til flóttamannanna

Það er jákvætt

Ragnheiður , 16.9.2008 kl. 19:30

4 identicon

Hér í Selásnum (Reykjavík) er býsna hvasst og rigning skellur á rúðunum þessa stundina - á víst eftir að aukast þegar líður á nóttina - vona innilega þín vegna að ekki þurfi að setja handklæði í gluggasyllur og að rigningin fari bara framhjá ykkur!!!

Knús!!! Ása.

Ása (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 19:43

5 Smámynd: Aprílrós

Ég er í breiðholtinu og hér dynur rigningin á stofugluggunum hjá mér og ég verð að klæða gluggasillurnar með handklæðum í svona veðri.

Já Gurrí mín það er gaman að lesa frásagnirnar þínar, og ef ég missi af boldinu þá hugsa ég til þín, ég les bara hjá Gurrí á blogginu og missi ekki af neinu . ;)

Aprílrós, 16.9.2008 kl. 20:15

6 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Hér blæs úr öllum áttum liggur við, ég er í Hafnarfirðinum og rigninginn skellur á öllum rúðum. Ætla rétt að vona að ég vakni ekki á floti í fyrramálið..

En ég er sammála því að þú eigir að halda þínu striki Gurrí mín... ég skoðaði þetta sem Inga var að benda á og ég er ekki að skilja svona færslu. kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 16.9.2008 kl. 20:21

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég sit hér á vinnustaðnum okkar og hér er allt með kyrrum kjörum. Hvaða bull er þetta að þú sért eitthvað að opinbera einkalíf flóttafólksins? Þú skrifar bara svona almennt um þetta og það er mjög gaman og fróðlegt að fá að vita hvernig þetta gengur fyrir sig. Er bara góðar leiðbeiningar um hvernig við eigum að taka á móti næsta hópi. Go girl.

Helga Magnúsdóttir, 16.9.2008 kl. 20:24

8 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Hverjum dettur í hug að þú farir yfir velsæmismörk eða eitthvað,þegar þú bloggar um flóttamennina,mér finnst einmitt svo hugljúft að lesa bloggið þitt,það færir mann nær þeim raunveruleika sem þau og þið eruð að upplifa,haltu þessu áfram stelpa,þú ert flott það er líka mjög hraðskreið rigningin í Reykjanesbæhandklæði í hverjum glugga brrrrrrr og meðal annarra orða þú misstir ekki af neinu á boldinu,þú sérð þetta allt á morgunsólskinskveðja til þín í rigningunni ljúfust

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 16.9.2008 kl. 20:32

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta eru flottar og faglega unnar færslur hjá þér Gurrý og takk fyrir það

Sigrún Jónsdóttir, 16.9.2008 kl. 20:36

10 identicon

Sæl Gurrí

Ég er sammál þeim er rita hér að ofan, þú hefur alls ekki opinbera of mikið eitt né neitt í lífi flóttafólksins.  Hvað mitt heimili varðar, þá hefur þú gert það að verkum að okkur finnst áhugavert að gerast stuðningsfjölskylda fyrir fjölskyldu sem fær búsetu hér á landi (höfum verið stuðningsforeldrar fyrir börn og þetta er hreint ekki síður áhugavert) og því ertu jafnvel að opna augu einhverra sem síðar meir geta komið að því að vera í því hlutverki sem þú ert í, í dag, við vonumst svo sannarlega til þess að geta fengið tækifæri til að leggja fram okkar aðstoð á þennan hátt eitthvert árið. 

Vona svo sannarlega að þú haldir áfram þínum skrifum hér og það væri hreint ekki svo vitlaust ef þú settir inn smá lista eftir næsta fund hjá Rauðakrossinum yfir hluti sem fjölskyldurnar (allar) vantar, því hér er fullt af fólki að lesa skrif þín, sem geta orðið að liði.

Gangi þér ætið sem best og skrifaðu sem mest :)

kveðja, Kristín

Kristín (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 20:50

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk kærlega fyrir, ég var vissulega í miklum vafa hvað væri við hæfi og hvað ekki. Konan á blogspot hefur þó að mínu mati fullan rétt á skoðunum sínum og ég hef greinilega farið yfir mörkin hjá henni. Mun hiklaust halda áfram að blogga um Línu án þess að fara út í nokkur smáatriði, hún er vonandi orðin hluti af lífi mínu, þessi elska. Ef þakka á einhverjum fyrir góðmennsku og slíkt ætti það að vera Rauði krossinn og Akranesbær . Við stuðningsfjölskyldurnar erum nefnilega í skemmtilega hlutverkinu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.9.2008 kl. 21:01

12 identicon

Hæ, Gurrí. Gaman að lesa um flóttafólkið ykkar, til lukku með það.

Mig langaði að vita hvort einhvern úr hópnum vantaði kannski reiðhjól?

Ég er með eitt hérna, fyrir ca. 11-12 ára strák, notað í einn vetur í Danaveldi. Fallega grænt og stendur til boða fyrir þann sem það gæti brúkað, frekar en standa engum til gagns í skúrnum hjá mér. Hafðu samband á emilinn minn ef þú heldur að einhver gæti brúkað gripinn.

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 21:50

13 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Sæl, ég vil bara óska öllum flóttamönnunum alls hins besta og vonandi gengur þeim vel,

ég held að þú og hinar stuðningsfjölskyldurnar hafi staðið ykur rosalega vel að aðstoða fólkið fyrst um sinn,

gangi ykkur öllum vel með þetta.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 16.9.2008 kl. 22:17

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er svo viss um að þessar fróðlegu frásagnir af nýju fjölskyldunum hafa bara verið til góðs.

Það er langur vegur frá að segja almennt frá nýju lífi fólksins og fara að vaða yfir línur.

Það hefur ekki gerst hér.

Takk fyrir Gurrí mér og fleirum hefur þótt þetta frábær leið til að vera með og taka þátt þó með óbeinum hætti sé.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2008 kl. 22:20

15 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Gurrí, þú hefur sannarlega hvorki farið yfir strikið eða verið að monta þig af góðmennsku, langt frá því.  Hins vegar hefur þetta bókað verið til góðs, ekki hefði mér til dæmis dottið í hug að gamla hjólið hans Finns, ónotað hér úti í garði, ætti erindi upp á Akranes.

Það hafa ekki nokkur einkamál komið hér fram.  Vanir bloggarar kunna yfirleitt þau mörk.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 16.9.2008 kl. 22:39

16 identicon

Sæl Gurrý og allir hinir. Ég er sammála því sem skrifað hefur verið hér fyrir ofan. Það að Gurrý sé að uppphefja sjálfa sig er svo fjarri að það hálfa væri nóg. Það er svo rétt það sem Kristín skrifar hér fyri ofan. Ég held að þetta hafi opnað augu fólks fyrir því að við stuðningsfjölskyldurnar erum ekki einungis ,,gefendur " heldur o gekki síður þiggjendur. Við erum búin að læra þvílíkt mikið á einni viku og augu okkar hafa opnast fyrir mörgum nýjum hlutum. En ykkur lesendum Gurrýjar til upplýsingar þá vantar enn hjól, helst fyrir mömmur og  unglingana. Svo er alltaf gaman að hafa t.d eina stuðningsfjölskyldu á Höfuðborgarsvæðinu sem gæti hjálpað til þegar okkar konur fara í kaupstaðarferð.

Góða nótt Gurrý og ég þig kannski á Kjalarnesinu í fyrramálið. Verð á ferðinni kl 07.00

Heiðrún (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 22:50

17 Smámynd: Svava S. Steinars

Það er flott að sjá sjóinn út um gluggann hjá þér, það eina sem ég sé hér er regnið sem lemur rúðuna.  Svona athugasemdir eru ekki svaraverðar Gurrí mín, þetta eru bara skemmtilegar, mannlegar frásagnir sem eru til einskis annars en að hlýja manni um hjartaræturnar.  Keep up the good work!

Svava S. Steinars, 16.9.2008 kl. 22:59

18 Smámynd: Dagmar

Takk fyrir góðar móttökur og kaffisopann á sunnudaginn. Haltu þínu striki mín kæra og láttu ekki leiðindapúka draga úr þér. Ef ég hefði ekki lesið bloggið þitt hefði ég aldrei dröslast með þetta dót lengra en í tunnuna. Vona að þetta komi að góðum notum.

Knús, Dagmar og Matti

Dagmar, 16.9.2008 kl. 23:21

19 identicon

Gurrí mín !!!

Haltu þínu striki   

kv Sigþóra

Sigþóra (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 01:00

20 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hæ Gurrí, vegna athugasemdar Ingu og/eða spunakonunnar þá endilega ekki hætta að blogga á nákvæmlega þinn hátt um komu flóttafólksins og Línu. Þú hefur samviskulaust bloggað um strætóbílstjóra og fólk í mötuneyti án þess að leita ,,upplýsts samþykkis" og öllum til ánægju. Ég held einmitt að það sé mjög jákvætt að fá smá innsýn í sumt af því sem er að gerast raunverulega við móttöku þessara nýju Íslendinga og það geri okkur öll aðeins meiir þátttakendur í ævintýrinu að fá að vita hvernig gengur, frá ykkur sem komið nálægt því. Okkur er ekkert sama!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.9.2008 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 38
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 676
  • Frá upphafi: 1505967

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 545
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband