Rafmagnslaust í himnaríki og hjartahlýja&biðlund Ástu

Klikkuð rigningHrökk upp með andfælum við hringingu í gemsanum í morgun kl. 6.30. „Ertu ekki að koma?“ nöldraði Ásta á hinum enda línunnar og skildi ekki af hverju enginn kom trítlandi með latte í báðum eins og vanalega. Í ljós kom að rafmagnslaust var í himnaríki, hvorki rafmagnsklukkan né síminn (sem ég ætlaði að láta hringja til öryggis) létu nokkuð í sér heyra kl. 6 eins og þau höfðu verið beðin um.

Mikið var ég þakklát Ástu fyrir að nenna að bíða eftir mér, sem var ekki lengi, því sem betur fer var ég búin að klæða mig, tannbursta og mála, gerði það nefnilega í gærkvöldi og hárlakkaði svo yfir dýrðina til að hún héldist ... þannig að ég gat bara hoppað beint niður stigana og inn í bíl. Hafði ætlað að skipta út rennblautum handklæðum í gluggunum í morgunsárið en það lenti bara á erfðaprinsinum. Hann fer í skyndipróf í stærðfræði á eftir og vonandi gengur honum jafnvel og síðast en þá lenti hann ágætlega yfir meðaltali sem er vel af sér vikið miðað við að hann hefur ekki verið í skóla í rúman áratug. Verst að hann er ekki orðinn rafvirki, það slær alltaf út aftur, sagði hann mér áðan ... vatn hefur komist í eitthvað. Arggg. Sé fyrir mér tölvu-, kaffi- og sjónvarpsleysi seinnipartinn og í kvöld nema eitthvað verði að gert. Það er slæmt, ætlaði að klára eina grein heima og stærstur hluti hennar er fastur í tölvunni minni! 

En hva ... ný Vika var að koma í hús og fer í búðir í dag og á morgun. Langar að benda á að Viku-krossgátan er skítlétt (segir mamma) og alltaf góðar bækur í verðlaun. Nú til dæmis er það frábæra bókin Glerkastalinn eftir Jeannette Walls. 

Megi dagurinn ykkar verða friðsæll en skemmtilegur, fengsæll og frábær! Mæli svo um og legg á!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sá er heppin sem fær Glerkastalann, mér er sú bók áfkaflega kær.

Hvet alla til að lesa hana.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2008 kl. 11:09

2 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Innlitskvitt...og eigðu góðan dag. kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 17.9.2008 kl. 11:25

3 identicon

Rafmagnið er komið inn, og mér gekk mjög vel í stærðfræðiprófinu!!

ps. eru ekki 2 plús 2 örugglega 5 ?   

Eigðu góðan dag.

Einar (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 11:53

4 identicon

Þetta líst mér vel á, ef maður er ekki viss með að vakna í tæka tíð, þá er bara að lakka vel yfir tannburstun og allt og málinu reddað :). Á pottþétt eftir að nýta mér þetta ráð í trausti þess að það sé ekki varið með höfundarrétti. Annars vildi ég bara fá að þakka þér kærlega fyrir frábær skrif undanfarið, er til dæmis ekki frá því að það hafi örlítið lagað til í kolli manns míns til dæmis. Ef þú hefur ekki uppi hávær mótmæli þá langar mig að fá að setja þig á tenglalistann hjá mér.

ella (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 13:21

5 identicon

Hef litlar áhyggjur af sjónvarpsleysinu (nema boldið sé enn á dagskrá sem ég veit ekki af því ég fylgist svo illa með) en þeim mun meiri áhyggjur af hugsanlegu tölvu- og kaffileysi. Það bara má ekki gerast!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 13:27

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheh, Anna, sammála, tölvu- og kaffileysi er skelfileg tilhugsun.

Ekkert mál, Ella  minn er heiðurinn.

Takk, kæri Einar, nú hlakka ég til að koma heim.

Sömuleiðis, Guðrún!

Já, Jenný, Glerkastalinn er æði! Knús á móti!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.9.2008 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 48
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 686
  • Frá upphafi: 1505977

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 553
  • Gestir í dag: 38
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband