Skagaprýðin og Akrafjallsyndið ...

RÚVÉg átti í afar ljúfum tölvusamskiptum við mann hjá Ríkisútvarpi/Sjónvarpi áðan. Tek það fram að ég kannast við hann síðan við bjuggum í sama húsi um tveggja ára skeið og unglingurinn hans, hún Rún, setti hann í pössun til mín þegar hún fékk að halda partí. Pabbinn harðneitaði að fara fjær húsinu en í næstu íbúð, gott hjá honum. Heheheheh.

Í fyrra bréfinu stóð m.a.: Gerðu svo vel, Guríður skagaprýði. Ég þakkaði honum í svari mínu, hrósaði fyrir að kunna að umgangast heldri konur og fékk þetta til baka: Ekkert að þakka, Akrafjallsyndi. Ekki slæmt að vera álitin yndi Akrafjalls eða prýði Skagans. Já, sumir menn kunna sig heldur betur og mér finnst þetta satt að segja vera til eftirbreytni.

Fínasti matur var í hádeginu, grænmetisbuff með sterkri hunangssósu og/eða kjúklingabitar með kínverskri sósu og svo fullt af grænmeti. Auðvitað, bara lögmál að hafa báða réttina góða á sama deginum ... og svo aðra daga kannski er pasta með kjöti og pasta með grænmeti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það verður erfitt að toppa þennan mann í komplementum enda þú hin eina sanna Skagaprinsessa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2008 kl. 14:36

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Halló, hvernig á fólk að geta valið um tvo rétti sem báðir eru góðir?

Annar verður að vera vondur.  Annars er valið ömurlegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.9.2008 kl. 14:37

3 identicon

Já sææææll, er kannski komin hér fram á sjónarsviðið, sjéns á smá skrens ?? Hann kann allavega að daðra við konur. Voona þín vegna að hann sé ekki frátekin svo þú getir notið áframhaldandi dásamlegs daðurs, það er bæði hollt og gott  fyrir sálartetrið, sértaklega núna þegar rökkva tekur.

Elín (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 14:42

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Enginn séns hér, Elín! Maðurinn kann bara að umgangast konur. Ekkert daður. Annars tæki ég ekki eftir daðri nema vera barinn í hausinn og dregin á hárinu inn í helli!

Ekki auðvelt, Jenný, ég valdi smávegis af báðum réttum, ekki annað hægt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.9.2008 kl. 15:12

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Frábær stíll, svona eiga sendibréf að vera!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.9.2008 kl. 15:57

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Langar oft að segja eitthvað huggó við heldri konur, en þær eru svo djöf....fljótar í burtu að maður nær ekki að huxa hálfa huxun.

Kveðja til þín Skagaprýði...........

Þröstur Unnar, 17.9.2008 kl. 16:27

7 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 17.9.2008 kl. 19:07

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Skagaprýði, Akrafjallsyndi, Langasandsljúfa, Himnaríkishringagná.... 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.9.2008 kl. 20:45

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahahhaahhaha, snillingar!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.9.2008 kl. 20:48

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er greinilega maður sem kann sig. Hann hefur kunnað svona vel við sig í pössuninni hjá þér í den.

Helga Magnúsdóttir, 17.9.2008 kl. 20:50

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hlýtur að vera norðlenskur/þingeyskrar ættar eins og við!?

Annars er best að ég segi sem minnst, elín eða Jenný gætu haldið að ég væri daðrari af flagarahætti auk þess sem ég vil ekki gera Þröstin söngfagra afbrýðisaman!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.9.2008 kl. 21:18

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Er hægt að yrkja undir flagarahætti, Magnús Geir...? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.9.2008 kl. 22:17

13 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Frábært að fá svona æðisleg kompliment hafðu það gott ljúfust 





Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 17.9.2008 kl. 22:19

14 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 17.9.2008 kl. 23:01

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Getur hann tekið að sér að halda námskeið?

Hrönn Sigurðardóttir, 17.9.2008 kl. 23:13

16 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

 Almennilegur maður þarna á ferð... kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 17.9.2008 kl. 23:22

17 Smámynd: Vera Hróbjartsdóttir

Það er ekkert meira kósý en fá að vita að við séum fallegar....þú ert algjört AKRANESKRÚTT

Vera Hróbjartsdóttir, 18.9.2008 kl. 01:13

18 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Barin í hausin og dregin á hárinu hehehhehehe,þú himnaríkiskrútt

Guðrún Jóhannesdóttir, 18.9.2008 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 56
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 694
  • Frá upphafi: 1505985

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 558
  • Gestir í dag: 43
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband