18.9.2008 | 08:47
Sjóskvettur, geislandi fegurð og útrás dagsins ... djörf færsla
Þeir sem þekkja mig vita að ég er mikil b-manneskja, næturgöltur sem finnst gott að sofa út á morgnana. Í morgun vaknaði ég klukkan 6 eftir tæplega 6 tíma svefn og var eins og fólkið í ammrísku kornflöguauglýsingunum (sjá mynd). Dansaði um eldhúsið á meðan ég gerði latte fyrir okkur Ástu ... og hrærði mér galdradrykkinn góða úr Heilsuhúsinu sem mig grunar að hafi þessi ógurlega hressandi áhrif og hafi mögulega valdið því að prófarkalesari sem vinnur með mér hrósaði mér í gær fyrir fagurt útlit (Hefurðu grennst? Þú geislar alveg ... o.s.frv.). Sú kona er hamingjusamlega gift karlkynsmanni (meira að segja lækni) og var því ekki að daðra við mig. Ég man ekkert hvað þetta dótarí heitir en ætla að taka mynd af því og skella á bloggið, ekki hægt að þegja yfir svona kraftaverki, eða hressleikanum á morgnana. Ég er ekki dómbær á útlit mitt sjálf, tek alltaf andköf af aðdáun þegar ég lít í spegil. Undanfarna tíu daga hef ég m.a. tekið inn olíu (Udo' s?) og fernt í viðbót. Eitt bætiefnið er við kyndeyfð sá ég á bæklingi sem fylgdi. Ég spurði konuna í Heilsuhúsinu, þá sem mælti með þessu, hvort ég virkaði svona kynköld, var mjög móðguð. Hún flissaði og sagði að þetta væri bara hressandi vítamín en hefði kynörvandi áhrif líka. Ég róaðist ... en ekki þannig, nú flökrar nefnilega að mér að stökkva á mennina í vinnunni og kela við þá, eitthvað sem mér hefði aldrei dottið í hug fyrir tíu dögum eða svo ...
Lítil sem engin umferð var á leiðinni í bæinn, klukkan var ekki orðin 6.30 þegar við lögðum af stað og okkur gekk ógurlega vel að komast áfram, utan þær mínútur sem við vorum fyrir aftan rauða Toyota-jeppann sem ók á 60 á þjóðveginum skömmu eftir Kollafjörð. Rólegur karl með derhúfu sat undir stýri. Honum lá greinilega ekkert á þannig að hann reyndi ekki einu sinni að gefa okkur séns, heldur gerði sig of breiðan fyrir framúrakstur. Held að hann hafi ekki verið almennilega vaknaður, karlanginn. Ásta glotti bara (ekki beiskjulega) og fór fram úr þegar akreinar urðu tvær.
Fyrstu brimskvettuna fengum við yfir okkur við Leyni ... eða öllu heldur sætukarlastoppistöðina, þá síðustu á leið út úr Skaganum. Ég gargaði af gleði þegar sjórinn gekk yfir bílinn og Ásta horfði á mig með samúð. Held að Hilda systir sé sú eina sem skilur mig fullkomnlega í þessu.
Það var í raun skelfilegt að þurfa að fara í vinnuna í Reykjavík í dag og geta ekki horft á brimið fram eftir morgni. Þetta var þó ekki allt búið, þegar við vorum komnar fram hjá Grundahverfinu á Kjalarnesi sáum við að það skvettist sjór yfir veginn, sjaldgæft, hafið er yfirleitt frekar rólegt þarna. Við fengum náttúrlega skvettu á okkur þegar við keyrðum þarna. Í Kollafirðinum var líka stuð í sjónum og komu nokkrar dásamlegar skvettur yfir okkur þar. Held að háflæði hafi verið um áttaleytið. Það hefur því verið einstaklega gaman að fara með áttaferð strætó (7.41 frá Akranesi) í morgun. Vonandi að farþegarnir kunni að meta brim, eða Skúli bílstjóri. Tek strætó í fyrramálið og get spurt hann út úr.
Gissur Sigurðsson sagði sjöfréttir á Bylgjunni þegar við vorum að skríða inn í borgina og mikið rosalega hef ég alltaf gaman að fréttunum þegar hann segir þær. Þær verða svo spennandi í meðförum hans, maður sperrir eyrun og hlustar á hvert einasta orð. Bylgjan er þó aðeins of æst fyrir mig á morgnana (gætu verið trylltir stuð- treilerarnir) þannig að ég setti á Rás 2 við komu í vinnuna og því rennur ekki rafgeymasýra um æðar mínar af pirringi sem verður til við of mikinn æsing í útvarpi. Stundum set ég meira að segja á Rás 1 á morgnana, það er nú unun, myndi þó hlusta á X-ið ef Tvíhöfði væri þar ... elska góðan húmor og góða tónlist á morgnana, gaman þegar þeir hringdu stundum í Hvíta húsið (456 1414) og gerðu at í Bush. Stundum er þó ekkert útvarp það allra besta.
Óska ykkur gleðilegs vinnudags og farsæls komandi hádegisverðar. Hér í Hálsaskógi verður plokkfiskur í aðalrétt og hann get ég ekki borðað því að í gumsið er yfirleitt notaður illa lyktandi saltfiskur, BÐÖ. "Grænmetis"rétturinn verður: Ítalskur pastaréttur frá Napólí. Bara fyndið, vildi að það yrði frekar grænmetisréttur ... sniðugt og sparandi að kalla allan kjötlausan mat grænmetisrétt ... Jamm, svo nenni ég ekki að nöldra, það er farið í svo mikla vörn og öll tilfinningarök notuð. Mér var tilkynnt nýlega að morgunmaturinn minn hefði hækkað um 100%, úr 40 krónum í 80 krónur af því að það þyrfi að borga laun, rafmagn, senda barnið í ballett og svona ... Af hverju ætli sé sagt að konur noti svona rök en aldrei hið rökfasta karlkyn? Ja, ég átti engin mótrök við þessu, bara hætti að kaupa morgunmat (innihald: matskeið af kotasælu, tvær agúrkusneiðar, tveir paprikubútar, þrjár sneiðar af harðsoðnu eggi, pínulítið af rauðlauk, ekkert brauð). Varð að kaupa í gær vegna yfirsofelsis og þá var verðið komið upp í 88 krónur. Þetta er ekkert dýrt svo sem, bara prinsip að láta ekki fara illa með sig. Mér var nefnilega boðið að fá mér helmingi meira í morgunmat og borga helmingi meira fyrir það ... ekki ásættanlegt. Supersize me-hvað! sagði Guðríður beisklega en með yndisþokka. Fagurt en greindarlegt augnaráð hennar bar vott um andlegan sársauka sem tengdist greinilega stundum-nöturlegri reynslu hennar af mötuneyti Hálsaskógar.
Jamm, útrás dagsins var í boði frú Guðríðar himnaríkishunangs.
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 56
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 694
- Frá upphafi: 1505985
Annað
- Innlit í dag: 44
- Innlit sl. viku: 558
- Gestir í dag: 43
- IP-tölur í dag: 43
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Jebb þetta morgunblað passar vel inn í morguninn minn, takk fyrir það.
Áttu 48 Roses á ensku, man ekki höfundinn?
Þröstur Unnar, 18.9.2008 kl. 08:56
Ég elska þig stundum í botn. Þetta er eitt af þeim skiptum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.9.2008 kl. 08:58
Rugl í mér meinti Forty-seven Roses eftir Peter Sheridan
Þröstur Unnar, 18.9.2008 kl. 09:01
47 rósir, Þröstur? Ertu að segja að ég sé feit? Nei, ég á ekki þessa fokkings bók. (hef ekki heyrt á hana minnst, sorrí)
Ég elska þig alltaf í botn, jennnnnfó!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.9.2008 kl. 09:31
Æji góða Gurrí mín settu hér inn nöfnin á allsherjarkraftaverkasamansullinu þínu. Mig vantar orku í kroppinn fyrir veturinn og öll ráð væru vel þegin, kær kv Elín.
Ps: Maðurinn var að daðra við þig kona, hvernig gat það farið svona fram hjá þér ? Næst skaltu setja þig snarlega í daðursgírinn þegar þér er hrósað af gagnstæða kyninu, njóta áhrifanna og spila með. Lífið er bara dásamlegt !
Elín (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 09:58
Nei, Elín, það var hann ekki að gera, hamingjusamlega harðkvæntur og hefur ekki séð fegurð mína í mörg ár, hvað þá þessa nýfengnu. Já, ég skal setja inn nöfnin á þessu kraftaverkasulli sem meira að segja sonurinn er farinn að stelast aðeins í til að ganga betur að læra í skólanum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.9.2008 kl. 10:12
Sko... mín skoðun er sú að daður sé tjáningarmáti og hafi ekkert með hvort þú sért gif, í sambúð eða einhleip. Sé því rétt beitt og það er innan "markanna" þá gerir það tilveruna bara skemmtilegri hjá fólki sem verður fyrir því og þeim sem beitir því fyrir sig ! Svo er nú myndin af þér hér ekkert slor !!
Elín (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 10:40
Heil og sæl, ég ætla að gefa þér gott ráð um morgunnmat. Farðu og kauptu þér bankabygg, settu það í kaffikvörn sem ekki hefur verið notuð fyrir kaffibaunir ennþá, settu á svona 5 bolla og þá rífur kaffikvörnin bankabyggið, settu í pott, skerðu hálft epli eða peru, settu í pottinn, og bankabyggið sem þú hefur rifið niður, smá sjávarsalt bara örlítið, þetta er sett í pott um kvöld, nú ekki gleyma vatninu þannig að fljóti yfir. Nú nú, um morgunninn þegar þú er vöknuð og komin framm í eldhúsið þitt setur þú hita á helluna á eldavélinni þinni og hitar upp grautinn, rétt áður en þú slekkur á hellu settu þá 1 tsk af góðu hunagi í, þetta tekur umþaðbil 8 min að gera, þú lifir á þessum frábæra graut langt inní daginn, hann er stútfullur af B-vítaminum og frábær næring, alls ekki kaffi strax að morgni þú getur búið þér til latte og settí þartilgert kaffiílát og haft með þér í strætó og sötrað á leiðinni meðan sjór gengur yfir vagninn.
með besti kv héðan úr Norðlingholtinu sem Ike hrissti svo vel hér um kvöldið
siggi
siggi (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 12:09
Siggi, frábær hugmynd, prófa þetta. Takk kærlega.
Já, Elín, daður er náttúrlega bara skemmtilegt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.9.2008 kl. 12:28
Frú Gurrí, ég gleymdi því auðvitað þarf að hæra í potti á meðan upphitun stendur, og kanski að bæta við vatni maður metur það bara svona með augunum. Svo er annað, besta bankabyggið er frá Vallarnesi fyrir austan, annað getur þú sett í grautinn til að sæta hann, er Mable Siróp eða Agave Síróp frá himnesk hollusta, ég breyti til dag frá degi þannig að sama bragð er ekki af honum frá degi til dags. Það er vert að prófa þennan graut er búin að lifa á honum í 9 ár sem fullkomin morgunnmat.
siggi
siggi (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 12:36
Kaupi ekkert nema Diet Coke í mötuneytinu í Hálsaskógi. Líst oftast ekkert á það sem í boði er.
Helga Magnúsdóttir, 18.9.2008 kl. 13:36
ég vara við of mikilli neyslu á grænu jurtate, hef lesið að það sé alls ekki eins gott og seljendur vilja láta okkur trúa. Best er að byrja á Noni á tóman maga, taka um hádegið spirulina og alls ekki seinna en það, rækta sitt alfaalfa og borða nóg af fiski.
siggi (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 16:25
Best er að fá sér hreint KEA skyr með rjóma og sykri í morgunmat, og lýsi í eftirrétt.
Hef aldrei sagt að þú sért eitthvað Guðríður, en skrifa það stundum.
Þröstur Unnar, 18.9.2008 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.