19.9.2008 | 10:49
Hvar eru sætu mennirnir? Svar: Í strætó!
Dásamlega gaman í strætó í morgun, öllum þremur vögnunum. Enginn sjór skvettist yfir átta-strætó í gær að sögn Skúla, bara fyrir framan vagninn eða aftan. Skúli er á einhverjum sérsamningi greinilega. Í leið 15 sat hinn frábæri Haraldur og keyrði okkur af miklu öryggi til Reykjavíkur. Ég og frábæri maðurinn við hlið mér dáðumst að bókaköflunum úr væntanlegum jólabókum Forlagsins sem voru fyrir framan hvert sæti, vandlega plasthúðaðir. Ég skelf af spenningi, hlakka ekkert smá til jólabókaflóðsins. Kannaðist ógurlega við þennan myndarmann sem sat hjá mér, samt er ég svo ómannglögg, og ... jamm, hann er í verkefninu okkar skemmtilega með Rauða krossinum. Býr í sveitinni og hefur boðið þeim sem vilja koma í heimsókn. Held að Lína og börn yrðu heldur betur ánægð að koma einhvern daginn þangað og sjá íslenska sveit.
Held að erfðaprinsinn verði ekki jafnlestrarsjúkur í jólabækurnar og í fyrra, nú gengur skólinn fyrir öllu hjá honum. Ég er með nokkrar nýjar DVD-myndir heima til að horfa á og skrifa um og hann hefur bara horft á eina, geymir þetta til helgarinnar. Það er mjög gott að láta hann horfa fyrir sig, hann ráðlagði mér t.d. eindregið að horfa á Walk Hard og 10.000 BC, myndir sem ég hafði síðan mjög gaman af og skrifaði um. Þessi einbeiting hans hefur skilað sér. Hann fékk einkunn úr stærðfræðiprófi í morgun ... veit að hann vonaðist eftir að fá 8 þar sem honum gekk ágætlega í prófinu. Mont, mont, hann fékk 9! Ruglaði saman plús og mínus í einu dæminu, ekki því þyngsta, annars hefði hann fengið 10. Jess. Sorrí mömmumontið, ég er líka svo ánægð með að hann hafi drifið sig í skóla aftur eftir langt hlé!
Í leið 18 settist ég aftast og hjá ógurlega sætum Indverja í hvítri úlpu. Við brostum svo sætt hvort til annars að það braut ísinn sem vanalega ríkir milli strætófarþega (ís=feimni, fúlheit ...). Núna vitum við Indverjinn ALLT hvort um annað. Sagði honum m.a. að indverskur matur væri í sérlega miklu uppáhaldi hjá mér. Ég glotti aðeins hann sagðist heita Gris (rétt: Girish) og hann glotti þegar ég sagðist heita Gurrí (þýðir ábyggilega datt á rassinn á hindí). Indverjahópurinn vinnur við forritun hjá Glitni, eins og glöggur lesandi bloggsins hafði bent á fyrir löngu, og ungi maðurinn sagði mér að hann kynni mjög vel við sig á Íslandi, sumarið hefði verið einstaklega gott og hann sæi ekkert athugavert við haustveðrið, ég spurði hann auðvitað.
Langar að vekja athygli á ótrúlegu máli sem hægt er að lesa um á blogginu sem ég hlekkja við, ég er í losti yfir þessu, vona heitt að þetta verði lagað. Endilega kíkið á síðuna hennar Svövu: http://slartibartfast.blog.is/blog/slartibartfast/entry/644702/
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 38
- Sl. sólarhring: 118
- Sl. viku: 676
- Frá upphafi: 1505967
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 545
- Gestir í dag: 31
- IP-tölur í dag: 31
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Til hamingju með strákinn! Hann stendur sig vel
Tekur Þröstur strætó?
Hrönn Sigurðardóttir, 19.9.2008 kl. 11:01
Ég las síðuna henna Svövu bæði í gær og í dag! Mér finnst hræðilegt að heyra um þetta mál! Hrikalegt að skilja barnið bara eftir hvar sem er! Ég næ þessu ekki! Hvað hugsar svona fólk? Hverjum er það að kenna einhverjar lexíur??
Hrönn Sigurðardóttir, 19.9.2008 kl. 11:02
Það kemst enginn inn í Himnaríki, sem heitir svona dónalegu nafni, hm. Ja, það þarf minnsta kosti að standa í bölvuðu þrefi við hann Pétur, hm.
Guðmundur G. Hreiðarsson. (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 12:39
Hæ! ef þið lesendur Gurríar hafið týnt kisunni ykkar þá er hjá mér eitt vesælt grey úti í garði svona lýtur kisa út fleiri myndir eru svo HÉR
Sorrí Gurrí mín að ég sé að "misnota" síðuna þína en ég er næstum farin að skæla með angakisukrúttinu þarna úti
Til lukku með hvað erfðaprinsinn
Guðrún Jóhannesdóttir, 19.9.2008 kl. 12:46
Hvar á Skaganum áttu heima, Guðrún? Ég er viss um að einhver saknar kisa heilan helling. Auðvitað máttu "misnota" síðuna mína í svona góðum tilgangi! Skárra væri það nú.
Jú, Guðmundur, Pétur passar fyrir mig þegar ég er í vinnunni ... heheheh.
Hrönn, þetta er hræðilegt, það er rétta orðið. Það þarf að koma þessu í blöðin, sjónvarpið, gera eitthvað svo þetta hendi aldrei framar. Fatlað barn sem getur enga vörn sér veitt skilið eftir aleitt og foreldrarnir mæta bara geðillsku.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.9.2008 kl. 12:56
Kisi er staddur í garðinum á Sunnubraut 17
Guðrún Jóhannesdóttir, 19.9.2008 kl. 13:22
Mér er ljúft að upplýsa að ég var þeirrar ánægju aðnjótandi að sitja við hliðina á Gurrí í strætó í morgun og var þá væntanlega einn af þessum myndarlegu mönnum sem ferðast með henni á morgnana. Við ræddum um bækur og ýmislegt fleira. Þakka komplímentið!
Ég ræddi nú ekkert sérstaklega um þessa strætóferð í vinnunni minni, en einn af vinnufélögum mínum hér á Tryggingastofnun fylgist greinilega vel með. Sendi mér slóðina á bloggið og spurði hvort að bloggarinn væri hugsanlega að tala um mig. Og ég var ekki lengi að staðfesta það.
Einar Örn Thorlacius
fyrrverandi sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar og nú lögfræðingur hjá TR í Reykjavík
Svarfhóli, Hvalfjarðarsveit
Einar Örn Thorlacius (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 13:50
Sko Einar Örn. Hún talaði bara um myndarlega Indverja.
Svo eru myndarlegir menn miklu nær þér heldur en í einhverjum strætisvagni Gurrí, mundu það.
Til hamingju með stráklinginn..............
Þröstur Unnar, 19.9.2008 kl. 14:04
Takk, Einar, fyrir að staðfesta söguna um myndarmanninn á leiðinni, bloggvinir mínir trúa mér oft ekki þegar ég segi strætósögur. Nú vona ég bara að indverski vinur minn ljúfi (stráklingurinn) kommenti líka.
Þröstur, ég bjó til heila kvikmynd með þig í aðalhlutverki í gær, fattaði ekki að þú varst í kjól. Og mikið lítur þú vel út í dag, kæri nágranni.
Sunnubraut 17 er rétt hjá Einarsbúð, þar er kisan í óskilum. Koma svo, Skagamenn, finnum eigandann!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.9.2008 kl. 14:15
Hvernig lítur kisan út.
Það eiga að vera tveir litlir (þýskir) kettlingar í næsta húsi við mig, Skagabraut 17.
Get athugað hvort þeir hafi strokið.............
Þröstur Unnar, 19.9.2008 kl. 14:34
Til hamingju með prinsinn. Flottur strákurinn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.9.2008 kl. 14:53
Þýzkir kettlingar? Mjálma þeir á þýzku?
Hrönn Sigurðardóttir, 19.9.2008 kl. 15:15
Hann er gulbröndóttur, skv. myndum á síðunni hennar Guðrúnar ... og mjálmar á íslensku, MJÁ!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.9.2008 kl. 15:17
Gurrí - ég er með fína (viðskipta) hugmynd handa þér. Hvernig væri að þú gæfir út bók (fyrir jólin) sem innihéldi eingöngu sögur úr strætó. Þú ferðast vinnu þinnar vegna svo mikið með þessum farskjótum og það má eflaust krydda þær eitthvað (ef þörf er á) gera enn meiri spennu í kringum þær, sorg og gleði og allt þar á milli. Svo mætti sækja um smá styrk til STRÆTÓ ... Þú ert svo helv.. góðu penni, þannig að þetta ætti ekki að vera erfitt fyrir þig. - Ég sé fyrir mér bókarkápuna.... "Sögur úr Strætó"
ps. Ég er ekki að grínast með þetta.
Pálmi Guðmundsson, 19.9.2008 kl. 15:24
Þetta er ekki sá sem ég hélt.
Hann mjálmar, sing hæl.
Þröstur Unnar, 19.9.2008 kl. 15:51
Uff hvað ég er feigin að heira að ég sé ekki komin á svarta listann hjá þér ég var nefninlega skítnervus að fá allt Skagafólkið í vagnin hjá mér í morgun eftir að ég tók þessa mynd í gær
En svona er þetta maður er jú bara að skrásetja það sem gerist annars til hamingju með drenginn og góða helgi
kv hag
hag (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 16:57
Til hamingju með erfðaprinsinn ;)
Aprílrós, 19.9.2008 kl. 17:07
Sæl Gurrí
Mikið gleður það mig nú að hægt sé að monta sig af erfðaprinsunum eftir að þeir verða 20 + Minn er nefnilega bara þriggja núna og ég get endalaust montað mig af honum, finnst hann svo flottur og sé að ég á mörg ár eftir af monti :) Bara sæla
kveðja, Kristín
Kristín (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.