Fótósjokk, kaffisjokk, húsfélagsfundur og hinstu orð Eiríks

Í hlýjunni í morgunÞegar Sigurður Mikael, blm á DV, gekk inn í strætó af Sætukarlastoppistöðinni á Skaganum spurði hann mig hvort ég hefði séð DV í dag. Hann var fölur og skömmustulegur þegar þegar hann tjáði mér að flennistór mynd væri af mér við viðtal við Sigþóru um Skaðræðisbrekkuna rétt við Súkkulaðibrekkuna. „Hva, af hverju voru þeir að birta mynd af mér?“ spurði ég sár, enda fann ég á mér að DV-menn myndu velja mynd af mér þar sem ég líkist vélsagarmorðingja (sjá debit- og kredidkort mín). Sigþóra, sem hefur rúllað oftar en tárum tekur niður Skaðræðisbrekkuna, vegkantinn háa hjá stoppistöðinni á Vesturlandsveginum, var á Spáni þegar viðtalið var tekið við hana og því ekki hægt að mynda hana. SM tjáði mér að myndin af mér næði yfir næstum því heila síðu og þá áttaði ég mig á því að ég myndi örugglega virka ógeðslega feit. Ég fölnaði af bræði ... eða hefði gert ef ég hefði ekki haldið í þá veiku von að myndin væri kannski í lagi eða fótósjoppuð vegna skilnings DV-manna. Nei, þetta var fótóSJOKK ... Og svo hef ég ekki kvartað margoft við Strætó bs yfir Skaðræðisbrekkunni ... bara hérna á blogginu. Var kannski ekki nógu skýr í svörum.

PartíErfið byrjun á degi eftir viðburðaríkan aðalfund húsfélagsins í gærkvöldi ... nótt ... Ég skrifaði undir trúðaðarloforðsþagnareið vegna fundarins og get því miður ekki sagt frá öllu því dásemdarsvínaríi sem viðgekkst þar. Ostur, vínber, Pólverji og súkkulaði kemur við sögu ...  Við ákváðum að halda svona fund eigi sjaldnar en einu sinni í viku héðan í frá. Önnur mál voru ekki á dagskrá. Ég get ómögulega munað hvort ég var kosin formaður, gjaldkeri, húsvörður eða ræstitæknir sameignarinnar eftir að hafa boðið mig aftur fram sem ritari.

Rauðir kellingaskórFljótlega eftir komu í vinnuna sagði Ragga hjá Séð og heyrt að ég væri greinilega í mikilli þörf fyrir líkamlegt samneyti ... (hvernig hefði hún svo sem átt að vita að ég var á húsfundi í gær), ég hváði, hló hæðnislega og hélt nú ekki, en þá sagði hún að þar sem ég væri í rauðum bol undir svarta jakkanum ... væri það raunin. Svo trítlaði hún yfir sætið sitt, svartklædd og gelluleg og það small í gólfinu undan rauðu hælaskónum hennar. Tobba er líka í þörf, hún er með rautt belti, allt hitt svart. Þá veit maður það.

Slæmar kaffibaunirKaffibaunirnar kláruðust um níuleytið í morgun og Ragga djöfull stal ómerktum kaffibaunapakka einhvers staðar frammi og nú drekkum við einhvern hryllingsviðbjóð sem hefur ekki þótt nógu gott í vegkantafyllingar í Brasilíu. Hef reyndar ekki þorað að smakka það sá bara að Eiríkur Jónsson hneig niður við kaffivélina. Hinstu orð hans voru: „Veit hún Gurrí af þessu?“ Ég er búin að hringja í Selecta og biðja um neyðarkaffisendingu á vanalega kaffinu okkar (frá Kaffitári) og nú er klukkan farin að ganga 12, ekkert kaffi komið enn. Veit fólk ekki hvað alvöruneyð er? 

Vona að elsku Skúli bílstjóri á Skagastrætó fyrirgefi mér fyrir að hafa gleymt tómu kaffipappamáli í sætinu mínu í morgun, ég náði ekki að klára the latte on the stoppistöð og lauk við síðustu dropana inni í vagninum ... Tommi hefði drepið mig fyrir þetta, eða þá Gummi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sael elsku dullan min !!!

Her er bara frábaert vedur ad sjalfsogdu

tu geymir fyrir mig dv er thad ekki ?? Langar ekkert sma til ad lesa thessa frett og vonandi verdur hun til thess ad skadraedisbrekkan heyri sogunni til

Hafdu thad sem allra allra best

Solarkvedja fra Costa del Sol

Sigthora (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 11:49

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er farin að sakna Tomma verulega... og hvað varð af ógreidda manninum?

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.9.2008 kl. 11:56

3 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Hæ Hæ Gleymmerei hér frá Spáni, Hér er rigning og skýjað, spáð rigningu næstu daga, orðið kaldara.

Kötturinn sefur vært, eftir 2 bjóra, næs líf hjá honum, hiti einn á förnum vegi í morgun, klappaði honum aðeins.

Ég vona að þú fáir kaffisopann þinn, sammála að Kaffi frá Kaffitár er besta kaffið, liggur við að ég láti þá senda mér nokkra pakka, kaffið hér er ódrekkandi.

Kv úr rigningunni á SPáni Gleymmerei 

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 25.9.2008 kl. 11:56

4 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Innlitksvitt með skellihlátri

Guðrún Jóhannesdóttir, 25.9.2008 kl. 12:10

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

p.s. á eftir að komast yfir DV

Guðrún Jóhannesdóttir, 25.9.2008 kl. 12:10

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Arrrg hvað ég skemmti mér vel hérna.

Hafa þessar kjéllingar endalaust efni á að vera í stanzlausum spánarferðum.

Þröstur Unnar, 25.9.2008 kl. 12:53

7 identicon

Nú er hundadópkonan komin hér aftur sem gleymmér ei :Nú eru það kisurnar.

mmm (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 14:11

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Æ, ég hefði kannski átt að hringja í þig í gær og vara þig við. En það var viðtal sem var tekið (ekki tekið?) við þig svo ég hélt bara að þetta væri allt í sómanum.

Helga Magnúsdóttir, 25.9.2008 kl. 14:34

9 identicon

haha, gat ekki annað en hlegið þegar ég kom að "eiríki að hníga niður við kaffivélina"

Hulda (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 15:36

10 Smámynd: Aprílrós

innlitskvitt

Aprílrós, 25.9.2008 kl. 18:39

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ragga djöfull. Ég dey.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2008 kl. 21:27

12 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús á þig elskulegust og góða nóttina

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.9.2008 kl. 21:46

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.9.2008 kl. 21:49

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gurrí..þú ert ekkert venjulega fyndin kona....það bregst ekki að manni stökkvi bros eða jafnvel hlægi upphátt einn við tölvuna þegar maður les psitlana þína.

Þú ert ein helsta heilsusprauta okkar bloggara...vá hvað ónæmiskerfið hlytur að hafa styrkst hjá þínum fastalesendum!!! 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.9.2008 kl. 12:44

15 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

fastalesendum...er þetta ekki skrítið orð??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.9.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 663
  • Sl. viku: 2387
  • Frá upphafi: 1461482

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1964
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sérdeilis flott terta
  • Jón Gnarr og stráksi
  • Jörgen Klopp

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband