Spakk og hagettí ...

Á þessum tímum sviptinga í fjármálageiranum væri frekar gaman að hafa aðeins meira vit á fjármálum landsins (hverjir eiga hvað) og því ómetanlegt að geta kíkt á fréttavefina. Hakk og spagettí var snætt í hádeginu, með góðri lyst eftir að tómatsósu var bætt út í, en umræðurnar tengdust bara tíðindum morgunsins og sitt sýndist hverjum. Kalla sænska fannst t.d. ómögulegt að hafa kindahakk blandað saman við nautahakkið, Elín benti á að tómatsósan breytti bragðinu til hins betra og Björk pældi í því hvort Stoðir og Stoðir Invest væri sama fyrirtækið. Ég horfði bara með aðdáun á þetta gáfaða fólk, lærði og þagði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ummm langar í solleiðis a la mamma. !

Ásdís Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jabb stundum er best að þegja

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.9.2008 kl. 15:33

3 Smámynd: Þröstur Unnar

Þú færð hvergi nautahakk mema að hakka bolann sjálf.

Allt sem selt er sem nautahakk er af eldri kúm sem látist hafa að óskilgreindum orsökum.

Þröstur Unnar, 29.9.2008 kl. 16:03

4 Smámynd: Þröstur Unnar

nema

Þröstur Unnar, 29.9.2008 kl. 16:04

5 identicon

Oj, Þröstur.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 16:21

6 Smámynd: Aprílrós

innlitskvitt :)

Aprílrós, 29.9.2008 kl. 18:58

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ertu viss um að þú hafir þagað? Á einhvern veginn erfitt með að sjá það fyrir mér.

Helga Magnúsdóttir, 29.9.2008 kl. 19:10

8 Smámynd: Bullukolla

Guð hvað ég skil þig

Bullukolla, 29.9.2008 kl. 20:14

9 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Á mínum vinnustað borgar sig líka að bragðbæta með tómatsósu......

Lilja G. Bolladóttir, 30.9.2008 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 27
  • Sl. sólarhring: 175
  • Sl. viku: 1343
  • Frá upphafi: 1460242

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 1060
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fótapláss ekkert
  • Facebookvinátta
  • Fótapláss ekkert

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband