Ekki fögur sjón að sjá ...

Rammstolið: An American said: “We have George Bush, Stevie Wonder, Bob Hope and Johnny Cash.” An Icelander replied: “We have Geir Haarde, no Wonder, no Hope and no Cash.”

Þetta var viðburðaríkur dagur. Heimsókn til tannlæknis fljótlega eftir hádegi, fjör og gleði að vanda hjá Ósk, en ég var ég munnskökk og dofin fram yfir kvöldmat. Ekki fögur sjón að sjá, aldrei þessu vant, en nú er engin hola. Fyrir utan tannlæknastofuna varð ég vitni að árekstri, maður á bíl bakkaði á konu á bíl, gleymdi að líta í baksýnisspegilinn þegar hann ók út úr stæðinu. Svo kom vinkona mín og skutlaði mér áleiðis til að hitta Ástu vegna heimferðar á Skagann upp úr þrjú og sú fyrrnefnda fékk æsilegt símtal: „Ísland er farið á hausinn, taktu allt út úr bankanum þínum NÚNA!“ sagði dularfulla röddin í símanum. Sú rödd frétti þetta á fundi mektarfólks í dag og tengdist þetta alþjóða gjaldeyris-eitthvað. Ég sagði Ástu auðvitað frá þessu og á heimleiðinni ræddum við um framtíðina ... útgöngubann, herlög, skömmtunarmiða og slíkt, og vorum ótrúlega rólegar og æðrulausar.

Geir og Björg-vinSvo kom bara Geir í sjónvarpinu og sagði eitthvað róandi að vanda, einhverjir fara express til Rússlands í fyrramálið og eftir þá ferð fáum við kannski enn einn róandi blaðamannafundinn.

Síðast en ekki síst hittumst við nokkrar stuðningsfjölskyldur hjá Rauða krossinum undir kvöldmat og ég var enn eins og vélsagarmorðingi í framan. Þær standa sig eins og hetjur, palestínsku konurnar, en ég held að kuldakastið um daginn, mánuði fyrir tímann, hafi svolítið komið þeim í opna skjöldu. Börnin eru búin að fá umferðarfræðslu hjá röggsamri löggu og okkur létti við það. Þau elska sundlaugina og fara vonandi bráðum á sundnámskeið. Konunum hefur verið sagt frá ástandinu í þjóðfélaginu en mér finnst ekki ólíklegt að þeim finnist það hátíð miðað við ástandið í Írak.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Brandarinn góður

Hólmdís Hjartardóttir, 9.10.2008 kl. 00:27

2 identicon

Tja - Stevie kallinn er auðvitað ágætur fyrir sinn hatt, en þar með er það upptalið úr þessari upptalningu kanans sem til tekna mætti telja. Sem betur fer höfum við engan Bush. Og hvað Hope og Cash varðar: They don't have them anymore, either - hope is dead, cash is gone... sorrí. 

Tumi (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 00:34

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tumi ógeðslega góður.  Hahahaha

Kveðja inn í daginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.10.2008 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 9
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 643
  • Frá upphafi: 1505996

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 520
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband