Bylting og sætar beljur

Molotov_cocktail_flam„Mánudagur til mæðu,“ stundi einn samstarfsmaður minn í mötuneytinu í hádeginu. Annar bætti við: „Nú eru allir dagar til mæðu!“ Við hlógum að þessu og þessir neikvæðu tóku alveg undir. Fólk í kringum mig er fúlt yfir aðgerðaleysi stjórnvalda, af hverju eru vextir t.d. ekki lækkaðir? spyr það. „Nú ætti að mótmæla í miðbænum,“ sagði einn, „almenningur vera á götum úti með mólótov-kokteila og mótmæla ráðamönnum!“ Ein konan sagði þreytulega: „Æ, það er svo erfitt að fá bílastæði í miðbænum, það myndi enginn nenna að mæta.“ Allir hlógu. Ísland í hnotskurn. Það er samt mikill hiti í fólki, allir vilja aðgerðir! Ég vona bara að ef við fáum lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þurfum við ekki að sæta afarkostum í staðinn, t.d. að einkavæða heilbrigðiskerfið okkar og annað sem margir hafa varað við að undanförnu. 

Ásta tók bráðhuggulegan ráðuneytisstarfsmann upp í bíl sinn í Mosó sl. föstudag og skutlaði honum heim á Skaga. Hann skammaði hana á leiðinni fyrir að draga samferðakonuna (mig) út í bíl einn morguninn á nærbuxunum ... Ástu fannst þetta ógurlega fyndið en ég ítrekaði við hana þegar við ræddum þetta í morgun, að ef ekkert markvert gerðist á leiðinni með henni þá þarf eitthvað að skreyta, það gerist t.d. alltaf eitthvað mjög magnað í strætó. Hjá okkur Ástu bar t.d. hæst í morgun að við þurftum að stoppa á Innnesveginum til að hleypa yfir sætum beljum á leið í fjósið. Minningar úr sveitinni í gamla daga rifjuðust upp og ég mundi eftir því hvað kýr eru annars dásamleg dýr.

Vonandi verður dagurinn ykkar dásamlegur, kæru bloggvinir. Er farin að vinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfan dag elskuleg

Brynja skordal, 13.10.2008 kl. 13:16

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þó að fréttir af henni berist lítt til íslands ennþá er byltingin hafin fyrir löngu og breiðist hratt út um allan heim, fólk er að vakna af dvala í stórum stíl og heimselítan þarf að vera snögg til að stöðva þessa mögnuðu hreyfingu, nú fara hlutirnir að gerast hratt. Fjölmiðlar hafa ekki þorað að benda á ÞESSAR hrollvekjandi staðreyndir, fangabúðir fyrir milljónir manna tilbúnar til notkunar og fullmannaðar í Bandaríkjunum, fyrir hverja ætli þær séu hugsaðar? Ég spái að herlög verði sett á í Bandaríkjunum á næstu vikum þegar millistéttin áttar sig á því að búið er að ræna hana öllu.

Georg P Sveinbjörnsson, 13.10.2008 kl. 14:30

3 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Hæ Hafðu það sem best í dag, og mundu, öll él styttir upp um síðir, þetta lagast,það þarf bara að hafa þolinmæði.

Bið að heilsa kisunum þínum, vonandi er ekki kreppa í kattamatnum.

Hér er skýjað en samt aðeins sól í gegnum skýin. Hlýtt hiti um 28 stig, notalegt.

Farin út í gönguferð. Kv Gleymmerei. 

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 13.10.2008 kl. 15:10

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.10.2008 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 636
  • Frá upphafi: 1505989

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 513
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband