14.10.2008 | 12:51
Idol-uppsögn og bíórythmi íslensku þjóðarinnar
Kona sem ég þekki missti vinnuna í Landsbankanum á dögunum eins og svo margir. Hún sagði upplifunina hafa verið skelfilega. Aðferðin við uppsögnina var vond, að hennar mati, en samt vildi hún meina að hugsunin á bak við hana hafi örugglega verið góð, eða að tala persónulega við alla, ekki flytja fréttirnar með tölvupósti eða í ábyrgðarbréfi heim. Fólk var kallað, eitt í einu, inn á skrifstofu og kom síðan fram ýmist bugað eða yfir sig hamingjusamt með ráðningarsamning í hönd. Þetta minnti konuna óþyrmilega á Idol-stjörnuleit. Tvær konur sem héldu vinnunni föðmuðust t.d. fagnandi þegar sú seinni kom fram með góðar fréttir og aðrir biðu með kvíðahnút í maganum eftir að vera kallaðir inn. Alveg eins og í Idol. Ég held að mér hefði þótt betra að fá uppsögn í tölvupósti og dílað við það ein, ekki í augsýn allra. Það er auðvitað misjafnt hvernig fólk vill láta tækla svona mál og örugglega afar erfitt að sitja hinum megin við borðið og flytja fólki slæmar fréttir. Svo hefðu eflaust einhverjir kvartað sáran yfir kuldalegri uppsögn ef hún hefði borist bréfleiðis, að það hefði verið það minnsta að tala við hvern og einn! Samstarfskona mín lenti í svona uppsögn fyrir mörgum árum og var kölluð inn síðast. Henni fannst biðin óbærileg. Þá var það þannig að bara þeir sem misstu vinnuna voru kallaðir inn á teppið.
Annars fannst mér skrýtið að lesa um að prestur hafi blessað bankafólk, sjá www.dv.is, af hverju, fyrst hann var að þessu á annað borð, blessaði hann ekki ALLA sem misst hafa vinnuna? Það eru nokkur þúsund manns í þeim sporum.
Ég glotti subbulega þegar ég sá í færslu JVJ í gær: Hætta ber allri bullsóun í ríkisrekstri (félagsmálafemínistavitleysu ýmissi ...) Vésteinn Valgarðsson skrifaði athugasemd við færsluna og spurði hvort ekki væri þá ráð að ríkið hætti að dæla fé í kirkjuna og nefndi háa upphæð sem ég get því miður ekki endurtekið þar sem búið var að eyða athugasemd VV og ég man ekki upphæðina.
Ég er ofsótt af útlenskri netspákonu sem ég get ekki sagt upp. Í gær gerði ég enn eina tilraunina til að reyna að afmá mig af póstlista hennar en kíkti fyrst inn á bíórythmann minn og sá að hnerrinn undanfarna daga og oggulítið kvef stafar eingöngu af því að líkamlega staðan mín er í botni þessa dagana. Ég prófaði að gamni að setja íslenska lýðveldið, 17. júní 1944, inn í bíórythmann og dagsetninguna 5. október 2008. Áhugavert að sjá ástandið á þjóðinni þennan dag, líkamlega næstum í toppformi en vitsmunalega og tilfinningalega í mikilli lægð. Segið svo að svörin liggi ekki þarna ... heheheh! Jæja, farin í sjúkraþjálfun!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 46
- Sl. sólarhring: 71
- Sl. viku: 684
- Frá upphafi: 1505975
Annað
- Innlit í dag: 37
- Innlit sl. viku: 551
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
vá þetta í Landsbankanum virkar rosalega firrt eitthvað (firrt var eina orðið sem mér datt í hug yfir idol-dæmið ) bara erfitt að lesa um það.
halkatla, 14.10.2008 kl. 12:54
takk fyrir þetta
Borgarfjardarskotta, 14.10.2008 kl. 13:27
Það sauð á mér þegar ég heyrði að yfirmaður Icesave hefði verið ráðinn sem yfirmaður innri endurskoðunar. Hefði hann ekki átt að koma út með uppsagnarbréf? Hvaða ráðherra er hann með í vasanum?
Villi Asgeirsson, 14.10.2008 kl. 13:31
Upphæðin sem Vésteinn nefndi hefur eflaust verið rúmlega fimm milljarðar á ári.
Matthías Ásgeirsson, 14.10.2008 kl. 13:44
Mjög sorglegt með fólkið sem er að missa vinnuna og á mína samúð alla.
Kristín Katla Árnadóttir, 14.10.2008 kl. 14:14
já Frú Gurrí, það er sorglegt að heyra hvernig fólki er sagt upp hjá Landsbankanum, hef ekki heyrt þetta með yfirmann Icesave að hann sé komin í innri endurskoðun, en ljótt er ef satt er.
Já það myndu sparast fimm mil á ári ef hætt væri við að borga kirkjunni þessa geysilega háu fjárhæð, hvort rétt sé að hætta að borga get ég ekki dæmt umm, en ugglaust væri vert að endurskoða þessa háu upphæð sem kirkjan fær til þess að borga sjálfum sér og prestum sínum laun og rekstur á alltof dýrum kirkjum.
kv siggi
siggi (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 15:44
Eruð þér flæktar í biorythma-kuklið, hm?
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 10:05
Onei, alls ekki, Guðmundur, er heldur ekki frímúrari, í trúflokki eða í stjórnmálaafli! Bara frjáls eins og fuglinn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.10.2008 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.